Réttindi til hjúkrunar á tveimur árum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. júní 2017 20:00 Fólk með aðra háskólamenntun getur fengið réttindi til hjúkrunar á tveimur árum, samkvæmt nýjum tillögum sem leggja á fyrir heilbrigðisráðherra. Enginn afsláttur verður þó gefin á gæðum námsins, segir deildastjóri. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Félag hjúkrunarfræðinga hafa sett saman tillögur um breytingar á námi hjúkrunarfræðinga, þannig að fólk með aðra háskólamenntun geti fengið réttindi til hjúkrunar á tveimur árum, til að stemma stigu við skorti á hjúkrunarfræðingum. Fundað verður um málið með heilbrigðisráðherra í næstu viku. Mikill skortur er á hjúkrunarfræðingum um allt land og 130 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Landspítalann í sumar. Fyrir liggur að staðan versni á næstu árum þar sem of fáir útskrifast sem hjúkurnarfræðingar á ári hverju. Undanfarið hefur verið unnið að því að auka fjölda nemenda með misgóðum árangri. „Samhliða þessu höfum við fengið erindi og sjálf fundið áhuga til að þróa nám fyrir fólk með aðra háskólagráðu. Að fólk sem er þegar búið með verkfræði, viðskiptafræði, leikhúsfræði eða hvað eina, sálfræði, félagsráðgjöf, geti komið til okkar í nám og fengið samanþjappað nám í tvö ár, kannski tvö og hálft ár. Það fer allt eftir því hvernig hægt er að skipuleggja námið,“ segir Helga Jónsdóttir, deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Tillögurnar eru á byrjunarstigi en eru hugsaðar þannig að fólk með aðrar háskólagráður gæti þannig bætt við sig BS gráðu í hjúkrunarfræði með þessum hætti. Helga segir leiðina hafa gefið góða raun þar sem hún hafi verið reynd. Meðal annars í flestum fylkjum Bandaríkjanna. „Við teljum að þetta sé mjög góð viðbót við þessi áform og þessi úrræði sem við þegar höfum beitt við að fjölga í grunnnámi hjúkrunarfræðinnar,“ segir Helga. Tilllögurnar hafa fengið góðar undirtektir í Háskóla Íslands og verða kynntar fyrir heilbrigðisráðherra í næstu viku. Ljóst er þó að slíkar breytingar krefjast aukins fjármagns til deildarinnar.En er ekki með þessu verið að gjaldfella þetta fjögurra ára nám sem hjúkrunarfræðingar fara í gegnum?„Þetta er mjög góð spurning og margir sem hafa spurt að þessu. Við tökum það mjög alvarlega að héðan útskrifast ekki nema það fólk sem að við teljum, og við setjum ramman í kringum það að allir uppfylli þau skilyrði sem til þarf. Þannig að það hefur aldrei staðið til að þetta verði neitt ódýrara nám að einu eða neinu leyti. En þetta verður kannski erfiðara vegna þess að fólk þarf að taka meira á skemmri tíma. En það verður hugsað fyrir þessu öllu og alls ekki slegið neitt af nein staðar,“ segir Helga. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Fólk með aðra háskólamenntun getur fengið réttindi til hjúkrunar á tveimur árum, samkvæmt nýjum tillögum sem leggja á fyrir heilbrigðisráðherra. Enginn afsláttur verður þó gefin á gæðum námsins, segir deildastjóri. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Félag hjúkrunarfræðinga hafa sett saman tillögur um breytingar á námi hjúkrunarfræðinga, þannig að fólk með aðra háskólamenntun geti fengið réttindi til hjúkrunar á tveimur árum, til að stemma stigu við skorti á hjúkrunarfræðingum. Fundað verður um málið með heilbrigðisráðherra í næstu viku. Mikill skortur er á hjúkrunarfræðingum um allt land og 130 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Landspítalann í sumar. Fyrir liggur að staðan versni á næstu árum þar sem of fáir útskrifast sem hjúkurnarfræðingar á ári hverju. Undanfarið hefur verið unnið að því að auka fjölda nemenda með misgóðum árangri. „Samhliða þessu höfum við fengið erindi og sjálf fundið áhuga til að þróa nám fyrir fólk með aðra háskólagráðu. Að fólk sem er þegar búið með verkfræði, viðskiptafræði, leikhúsfræði eða hvað eina, sálfræði, félagsráðgjöf, geti komið til okkar í nám og fengið samanþjappað nám í tvö ár, kannski tvö og hálft ár. Það fer allt eftir því hvernig hægt er að skipuleggja námið,“ segir Helga Jónsdóttir, deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Tillögurnar eru á byrjunarstigi en eru hugsaðar þannig að fólk með aðrar háskólagráður gæti þannig bætt við sig BS gráðu í hjúkrunarfræði með þessum hætti. Helga segir leiðina hafa gefið góða raun þar sem hún hafi verið reynd. Meðal annars í flestum fylkjum Bandaríkjanna. „Við teljum að þetta sé mjög góð viðbót við þessi áform og þessi úrræði sem við þegar höfum beitt við að fjölga í grunnnámi hjúkrunarfræðinnar,“ segir Helga. Tilllögurnar hafa fengið góðar undirtektir í Háskóla Íslands og verða kynntar fyrir heilbrigðisráðherra í næstu viku. Ljóst er þó að slíkar breytingar krefjast aukins fjármagns til deildarinnar.En er ekki með þessu verið að gjaldfella þetta fjögurra ára nám sem hjúkrunarfræðingar fara í gegnum?„Þetta er mjög góð spurning og margir sem hafa spurt að þessu. Við tökum það mjög alvarlega að héðan útskrifast ekki nema það fólk sem að við teljum, og við setjum ramman í kringum það að allir uppfylli þau skilyrði sem til þarf. Þannig að það hefur aldrei staðið til að þetta verði neitt ódýrara nám að einu eða neinu leyti. En þetta verður kannski erfiðara vegna þess að fólk þarf að taka meira á skemmri tíma. En það verður hugsað fyrir þessu öllu og alls ekki slegið neitt af nein staðar,“ segir Helga.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira