Innlent

Stofnaður styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Arnars

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Arnar Jónsson Aspar heitinn og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir unnusta hans.
Arnar Jónsson Aspar heitinn og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir unnusta hans.
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Arnars Jónssonar Aspar sem lést í kjölfar líkamsárásar í Mosfellsdal í gær. Arnar lætur eftir sig unnustu og tvær dætur.

Heiðrún Eva Aðalsteinsdóttir er systir Heiðdísar Helgu, unnustu Arnars. Hún auglýsti reikninginn á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld.

„Arnar var 39 ára gamall og átti allt lífið framundan. Hann lætur eftir sig unnustu og tvær dætur, sú eldri 14 ára og sú yngri aðeins 12 daga gömul. Það var fallegt að sjá á þessum stutta tíma sem hann átti með nýfæddri dóttur sinni, hvað hann var stoltur og góður faðir og hversu sterk tengsl mynduðust strax. Framtíð þeirra mæðgna hefur umturnast á einu augabragði og mikill kostnaður framundan við útför hans og í nánustu framtíð þeirra,“ skrifar Heiðrún.

„Það hefur sýnt sig svo ótrúlega oft hvað íslenska þjóðin getur staðið vel saman og gert ótrúlegustu hluti. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur til að styðja við þær mæðgur.“

Reikningurinn er í nafni Heiðdísar Helgu, unnustu Arnars.

Reikningsnúmerið er 528-14-405252 kt: 160588-2099.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×