Seldi kvóta úr Grímsey og fimmtán störf fjúka Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2017 06:30 Sjávarútvegur í Grímsey heldur byggðinni uppi í eynni. vísir/pjetur Einn burðarása í útgerð í Grímsey, fyrirtækið Borgarhöfði, hefur verið selt til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og allur kvóti fyrirtækisins með. Fimmtán stöðugildi hverfa með fyrirtækinu í byggð sem telur innan við 90 íbúa. Austurglugginn greindi frá í gær. Þrjú útgerðarfélög í eynni skulduðu Íslandsbanka rúmar þrjú þúsund milljónir í upphafi ársins 2015 og þurftu félögin að ganga til samninga við bankann til að greiða af skuldum sínum. Það hefur ekki gengið eftir í tilviki Borgarhöfða.Edda Hermannsdóttir.vísir/gvaEigendur Borgarhöfða vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu. „Reynt var til þrautar að ná samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um niðurfellingar á gengistryggðum lánum en þegar ljóst var að ekki næðust ásættanlegir samningar voru rekstrarforsendur brostnar og við þau skilyrði gat rekstur ekki haldið áfram í óbreyttri mynd,“ segir í yfirlýsingunni. Eftir standa tvö fyrirtæki, Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. sem standa ekki vel þrátt fyrir skipulagningu skulda fyrirtækisins. Þau fyrirtæki eru minni en Borgarhöfði var, með um átta stöðugildi hvort um sig. KPMG segir í ársreikningi Sigurbjarnar ehf. fyrir árið 2015 að eigið fé þess fyrirtækis sé neikvætt um nærri 700 milljónir króna og við þær aðstæður leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi þess. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir bankann horfa til stöðu byggðalaga við ákvarðanir um stoðir veikra byggða. Bankinn hafi aðstoðað fyrirtæki í Grímsey og þannig stutt við byggðina. Íslandsbanki leitist við að skoða samfélagsleg sjónarmið þegar fyrirtæki í strjálum byggðum lenda í rekstrarerfiðleikum. „Íslandsbanki gerði samkomulag við fyrirtæki í Grímsey um fjárhagslega endurskipulagningu með tilliti til þessa. Bankinn hefur því leitast við að aðstoða fyrirtæki eftir bestu getu þó niðurstaðan hafi ekki alltaf orðið sú sem vonast var til,“ segir Edda Hermannsdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Einn burðarása í útgerð í Grímsey, fyrirtækið Borgarhöfði, hefur verið selt til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og allur kvóti fyrirtækisins með. Fimmtán stöðugildi hverfa með fyrirtækinu í byggð sem telur innan við 90 íbúa. Austurglugginn greindi frá í gær. Þrjú útgerðarfélög í eynni skulduðu Íslandsbanka rúmar þrjú þúsund milljónir í upphafi ársins 2015 og þurftu félögin að ganga til samninga við bankann til að greiða af skuldum sínum. Það hefur ekki gengið eftir í tilviki Borgarhöfða.Edda Hermannsdóttir.vísir/gvaEigendur Borgarhöfða vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu. „Reynt var til þrautar að ná samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um niðurfellingar á gengistryggðum lánum en þegar ljóst var að ekki næðust ásættanlegir samningar voru rekstrarforsendur brostnar og við þau skilyrði gat rekstur ekki haldið áfram í óbreyttri mynd,“ segir í yfirlýsingunni. Eftir standa tvö fyrirtæki, Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. sem standa ekki vel þrátt fyrir skipulagningu skulda fyrirtækisins. Þau fyrirtæki eru minni en Borgarhöfði var, með um átta stöðugildi hvort um sig. KPMG segir í ársreikningi Sigurbjarnar ehf. fyrir árið 2015 að eigið fé þess fyrirtækis sé neikvætt um nærri 700 milljónir króna og við þær aðstæður leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi þess. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir bankann horfa til stöðu byggðalaga við ákvarðanir um stoðir veikra byggða. Bankinn hafi aðstoðað fyrirtæki í Grímsey og þannig stutt við byggðina. Íslandsbanki leitist við að skoða samfélagsleg sjónarmið þegar fyrirtæki í strjálum byggðum lenda í rekstrarerfiðleikum. „Íslandsbanki gerði samkomulag við fyrirtæki í Grímsey um fjárhagslega endurskipulagningu með tilliti til þessa. Bankinn hefur því leitast við að aðstoða fyrirtæki eftir bestu getu þó niðurstaðan hafi ekki alltaf orðið sú sem vonast var til,“ segir Edda Hermannsdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira