Eldingaveðrið heldur eitthvað áfram sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 18:11 Hér má sjá eldingu yfir Vestmannaeyjum í hádeginu í dag. Vísir/Ólafur Jóhannesson Þrumur og eldingar hafa verið á suðurströnd landsins og víðar í dag en búist er við að eldingaveðrið muni ganga niður þegar líða tekur á kvöldið. Síðasta elding var á Reykjanesi klukkan hálf sex í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eldingaveður er eiginlega bara bundið við þennan bakka sem er að fara yfir okkur núna. Það var elding í Keflavík um hálf sex leitið og við gætum fengið einhverjar fleiri, en svo er þetta líklega bara búið. Þessi bakki er núna að sigla yfir Reykjanesið,“ segir Óli Þór. Veðrið hefur leikið Eyjamenn grátt því rafmagnslaust varð á sjötta tímanum í dag eftir að eldingu laust niður í loftlínu á Suðurlandi, en unnið er að viðgerð. „Stormurinn er núna að mestu leyti bundinn við norðaustur- og austurland. Það sigldi smá úrkoma yfir höfuðborgarsvæðið, en fór hratt yfir og kemur ekkert meira við sögu eftir það. Síðan dregur jafnt og þétt úr vindi í nótt og það verður rólegheita veður í fyrramálið og megnið af morgundeginum en það verður áfram frekar hvasst fyrir austan og mikil rigning á suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum,“ segir Óli Þór.Færð á vegum Á vef Vegagerðarinnar segir að reiknað sé með mjög hvössum vindi af suðaustri vestantil á Norðurlandi fram undir kvöld, einkum frá Hrútafirði og norður í Skagafjörð. Reikna megi með veðurhæð 23-30 metrum á sekúndu og að hviður verði allt að 40-50 metrar á sekúndu, meðal annars í Fljótum og á Siglufjarðarvegi. Vegir eru að mestu auðir á Suður- og Vesturlandi en krapi er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir á Þröskuldum, Kleifaheiði og Hálfdáni, og einnig á köflum á Ströndum. Á Norðurlandi eru hálkublettir á fáeinum útvegum og á Mývatnsöræfum. Flughált er á Dettifossvegi. það er mjög hvasst í kringum Blönduós og á Vatnsskarði. Það er hálka á Möðrudalsöræfum og krapi á Fjarðarheiði og Öxi og víða nokkuð hvasst. Greiðfært er með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu Minnkandi suðaustanátt og rigning með köflum, en suðaustan 18-25 A-til og lægir þar í kvöld. Talsverð eða jafnvel mikil rigning SA-lands, rigning með köflum um landið V-vert, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 4 til 10 stig. Lægir talsvert V-til í nótt, sunnan 3-10 og skúrir eða él þar á morgun og hiti 0 til 5 stig, en 15-23 og rigning eystra.Á föstudag: Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða rigning A-til, en léttir til undir kvöld. Hægari framan af degi, og skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark, en frostlaust við ströndina.Á laugardag: Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Rigning, einkum V-til, en þurrt og bjart fyrir austan. Veður Tengdar fréttir Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28 Sérstaklega varað við aðstæðum á Reykjanesbraut Vegagerðin biður ökumenn á Reykjanesbraut að fara varlega en búist er við öflugum vindhviðum á veginum milli klukkan níu og tíu. 8. febrúar 2017 07:16 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þrumur og eldingar hafa verið á suðurströnd landsins og víðar í dag en búist er við að eldingaveðrið muni ganga niður þegar líða tekur á kvöldið. Síðasta elding var á Reykjanesi klukkan hálf sex í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eldingaveður er eiginlega bara bundið við þennan bakka sem er að fara yfir okkur núna. Það var elding í Keflavík um hálf sex leitið og við gætum fengið einhverjar fleiri, en svo er þetta líklega bara búið. Þessi bakki er núna að sigla yfir Reykjanesið,“ segir Óli Þór. Veðrið hefur leikið Eyjamenn grátt því rafmagnslaust varð á sjötta tímanum í dag eftir að eldingu laust niður í loftlínu á Suðurlandi, en unnið er að viðgerð. „Stormurinn er núna að mestu leyti bundinn við norðaustur- og austurland. Það sigldi smá úrkoma yfir höfuðborgarsvæðið, en fór hratt yfir og kemur ekkert meira við sögu eftir það. Síðan dregur jafnt og þétt úr vindi í nótt og það verður rólegheita veður í fyrramálið og megnið af morgundeginum en það verður áfram frekar hvasst fyrir austan og mikil rigning á suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum,“ segir Óli Þór.Færð á vegum Á vef Vegagerðarinnar segir að reiknað sé með mjög hvössum vindi af suðaustri vestantil á Norðurlandi fram undir kvöld, einkum frá Hrútafirði og norður í Skagafjörð. Reikna megi með veðurhæð 23-30 metrum á sekúndu og að hviður verði allt að 40-50 metrar á sekúndu, meðal annars í Fljótum og á Siglufjarðarvegi. Vegir eru að mestu auðir á Suður- og Vesturlandi en krapi er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir á Þröskuldum, Kleifaheiði og Hálfdáni, og einnig á köflum á Ströndum. Á Norðurlandi eru hálkublettir á fáeinum útvegum og á Mývatnsöræfum. Flughált er á Dettifossvegi. það er mjög hvasst í kringum Blönduós og á Vatnsskarði. Það er hálka á Möðrudalsöræfum og krapi á Fjarðarheiði og Öxi og víða nokkuð hvasst. Greiðfært er með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu Minnkandi suðaustanátt og rigning með köflum, en suðaustan 18-25 A-til og lægir þar í kvöld. Talsverð eða jafnvel mikil rigning SA-lands, rigning með köflum um landið V-vert, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 4 til 10 stig. Lægir talsvert V-til í nótt, sunnan 3-10 og skúrir eða él þar á morgun og hiti 0 til 5 stig, en 15-23 og rigning eystra.Á föstudag: Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða rigning A-til, en léttir til undir kvöld. Hægari framan af degi, og skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark, en frostlaust við ströndina.Á laugardag: Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Rigning, einkum V-til, en þurrt og bjart fyrir austan.
Veður Tengdar fréttir Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28 Sérstaklega varað við aðstæðum á Reykjanesbraut Vegagerðin biður ökumenn á Reykjanesbraut að fara varlega en búist er við öflugum vindhviðum á veginum milli klukkan níu og tíu. 8. febrúar 2017 07:16 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28
Sérstaklega varað við aðstæðum á Reykjanesbraut Vegagerðin biður ökumenn á Reykjanesbraut að fara varlega en búist er við öflugum vindhviðum á veginum milli klukkan níu og tíu. 8. febrúar 2017 07:16