Innlent

Sérstaklega varað við aðstæðum á Reykjanesbraut

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Búist er við stormi eða ofsaveðri, allt að þrjátíu metrum á sekúndu þegar líður á morguninn.
Búist er við stormi eða ofsaveðri, allt að þrjátíu metrum á sekúndu þegar líður á morguninn. vísir/vilhelm
Veður fer nú hratt versnandi á landinu vestanverðu og er búist við stormi eða ofsaveðri, allt að þrjátíu metrum á sekúndu þegar líður á morguninn.

Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands er reiknað með því að veðrið nái hámarki milli klukkan tíu til tólf en síðan fari það smám saman að ganga niður. Nokkuð hvasst hefur verið á Reykjanesbraut í nótt en þar fóru hviðurnar upp í 32 metra á sekúndu.

Vegagerðin biður ökumenn á Reykjanesbraut að fara varlega en búist er við öflugum vindhviðum á veginum milli klukkan níu og tíu eða allt að 35 metrum á sekúndu. Ekki er vitað um að tjón hafi orðið vegna veðurs í morgun og ekkert um útköll hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna þessa.

Þá hefur öllu flugi til Ísafjarðar verið aflýst í dag og öðru innanlandsflugi verið frestað fram yfir hádegi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×