Enn skal þjóðvegi 1 lokað í mótmælaskyni Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2017 13:45 Berglindi Häsler er ómyrk í máli en hún segir skelfilegt að hlusta á stjórnmálamenn lofa vegabótum en svo er það allt slegið út af borðinu. Í dag klukkan 17 verður þjóðvegi 1 um Berufjarðarbotn lokað. Þannig vilja íbúar á Suð-Austurlandi mótmæla harðlega fyrirhuguðum niðurskurði til samgöngumála. Er þetta í annað skipti sem hringveginum er lokað á þessum stað. Tvöhundruð manns á sextíu bílum tóku þá þátt í mótmælunum sem fram fór á sunnudaginn.Íbúar lýsa yfir neyðarástandi Vísir ræddi við einn aðstandenda mótmæla, Berglindi Häsler, bónda á Karlsstöðum og hún er ómyrk í máli. „Það er ekki endalaust hægt að láta vaða yfir sig. Við erum orðin langþreytt á aðgerðarleysi í vegabótum. Þetta er neyðarástand. Stórhættulegt, þessi kafli og reyndar margir aðrir,“ segir Berglind. Hún vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Segir fólk hafa gert ráð fyrir þessu. Og það þýði ekkert að slá það allt út af borðinu, og vilja finna aðrar lausnir þegar búið var að segja að af þessu yrði.Sjá einnig: Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ „Við í Berufjarðarbotni erum ennþá á 5. áratugnum. Einhver sem póstaði því á netið þegar einbreiða brúin hér var byggð um miðja síðustu öld. Þá var sett þarna ný brú. Uppá þetta er okkur boðið og það sér það hver vitiborinn maður að þetta er ekki í lagi.“Hræsnisfullt tal stjórnmálamanna Berglind furðar sig á þeim málflutningi að vilja stæra sig af hagvexti og hagsæld en svo eru ekki til peningar fyrir malbikun á kafla hringvegarins. „Hvaða djók er þetta? Erum við ekki þjóð? Menn að monta sig af hagsæld, vilja rífa þetta upp í kosningabaráttunni, innviðina, en 75 dögum síðar eru engir peningar til og við neyðumst til að setja upp vegatolla. Þetta heldur engu vatni. Ég held enn í vonina að þau finni lausn á þessu máli og dragi þetta allt til baka. Mér finnst að það eigi að standa við allar þessar framkvæmdir sem búið var að lofa. Það er engin önnur lausn í boði. Ef þarf að fara í einhverja tekjuöflun og eyrnamerkja þessu, þá er það alveg hægt. Annað eins hefur nú verið gert, Guð minn góður.“Býst við samstöðu flutningabílstjóra Berglind segir að síðustu mótmæli hafi tekist vel en betur megi ef duga skal. Þá hafi meðal annars komið bóndi úr Eyjafirði sem sagðist hálftíhvoru skammast sín fyrir Vaðlaheiðargöng, komin 3 milljarða yfir áætlun, meðan enn væri malarvegur í Berufirði. Mótmælin þá voru á sunnudegi en nú er gert ráð fyrir meiri umferð. „Flutningabílarnir eru til dæmis á ferðinni. Sumir óttast að þetta bitni á einhverjum, en allar aðgerðir bitna á einhverjum,“ segir Berglind sem býst við samstöðu flutningabílstjóra, þetta ófremdarástand bitni ekki síst á þeim. Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Í dag klukkan 17 verður þjóðvegi 1 um Berufjarðarbotn lokað. Þannig vilja íbúar á Suð-Austurlandi mótmæla harðlega fyrirhuguðum niðurskurði til samgöngumála. Er þetta í annað skipti sem hringveginum er lokað á þessum stað. Tvöhundruð manns á sextíu bílum tóku þá þátt í mótmælunum sem fram fór á sunnudaginn.Íbúar lýsa yfir neyðarástandi Vísir ræddi við einn aðstandenda mótmæla, Berglindi Häsler, bónda á Karlsstöðum og hún er ómyrk í máli. „Það er ekki endalaust hægt að láta vaða yfir sig. Við erum orðin langþreytt á aðgerðarleysi í vegabótum. Þetta er neyðarástand. Stórhættulegt, þessi kafli og reyndar margir aðrir,“ segir Berglind. Hún vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Segir fólk hafa gert ráð fyrir þessu. Og það þýði ekkert að slá það allt út af borðinu, og vilja finna aðrar lausnir þegar búið var að segja að af þessu yrði.Sjá einnig: Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ „Við í Berufjarðarbotni erum ennþá á 5. áratugnum. Einhver sem póstaði því á netið þegar einbreiða brúin hér var byggð um miðja síðustu öld. Þá var sett þarna ný brú. Uppá þetta er okkur boðið og það sér það hver vitiborinn maður að þetta er ekki í lagi.“Hræsnisfullt tal stjórnmálamanna Berglind furðar sig á þeim málflutningi að vilja stæra sig af hagvexti og hagsæld en svo eru ekki til peningar fyrir malbikun á kafla hringvegarins. „Hvaða djók er þetta? Erum við ekki þjóð? Menn að monta sig af hagsæld, vilja rífa þetta upp í kosningabaráttunni, innviðina, en 75 dögum síðar eru engir peningar til og við neyðumst til að setja upp vegatolla. Þetta heldur engu vatni. Ég held enn í vonina að þau finni lausn á þessu máli og dragi þetta allt til baka. Mér finnst að það eigi að standa við allar þessar framkvæmdir sem búið var að lofa. Það er engin önnur lausn í boði. Ef þarf að fara í einhverja tekjuöflun og eyrnamerkja þessu, þá er það alveg hægt. Annað eins hefur nú verið gert, Guð minn góður.“Býst við samstöðu flutningabílstjóra Berglind segir að síðustu mótmæli hafi tekist vel en betur megi ef duga skal. Þá hafi meðal annars komið bóndi úr Eyjafirði sem sagðist hálftíhvoru skammast sín fyrir Vaðlaheiðargöng, komin 3 milljarða yfir áætlun, meðan enn væri malarvegur í Berufirði. Mótmælin þá voru á sunnudegi en nú er gert ráð fyrir meiri umferð. „Flutningabílarnir eru til dæmis á ferðinni. Sumir óttast að þetta bitni á einhverjum, en allar aðgerðir bitna á einhverjum,“ segir Berglind sem býst við samstöðu flutningabílstjóra, þetta ófremdarástand bitni ekki síst á þeim.
Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent