Enn skal þjóðvegi 1 lokað í mótmælaskyni Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2017 13:45 Berglindi Häsler er ómyrk í máli en hún segir skelfilegt að hlusta á stjórnmálamenn lofa vegabótum en svo er það allt slegið út af borðinu. Í dag klukkan 17 verður þjóðvegi 1 um Berufjarðarbotn lokað. Þannig vilja íbúar á Suð-Austurlandi mótmæla harðlega fyrirhuguðum niðurskurði til samgöngumála. Er þetta í annað skipti sem hringveginum er lokað á þessum stað. Tvöhundruð manns á sextíu bílum tóku þá þátt í mótmælunum sem fram fór á sunnudaginn.Íbúar lýsa yfir neyðarástandi Vísir ræddi við einn aðstandenda mótmæla, Berglindi Häsler, bónda á Karlsstöðum og hún er ómyrk í máli. „Það er ekki endalaust hægt að láta vaða yfir sig. Við erum orðin langþreytt á aðgerðarleysi í vegabótum. Þetta er neyðarástand. Stórhættulegt, þessi kafli og reyndar margir aðrir,“ segir Berglind. Hún vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Segir fólk hafa gert ráð fyrir þessu. Og það þýði ekkert að slá það allt út af borðinu, og vilja finna aðrar lausnir þegar búið var að segja að af þessu yrði.Sjá einnig: Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ „Við í Berufjarðarbotni erum ennþá á 5. áratugnum. Einhver sem póstaði því á netið þegar einbreiða brúin hér var byggð um miðja síðustu öld. Þá var sett þarna ný brú. Uppá þetta er okkur boðið og það sér það hver vitiborinn maður að þetta er ekki í lagi.“Hræsnisfullt tal stjórnmálamanna Berglind furðar sig á þeim málflutningi að vilja stæra sig af hagvexti og hagsæld en svo eru ekki til peningar fyrir malbikun á kafla hringvegarins. „Hvaða djók er þetta? Erum við ekki þjóð? Menn að monta sig af hagsæld, vilja rífa þetta upp í kosningabaráttunni, innviðina, en 75 dögum síðar eru engir peningar til og við neyðumst til að setja upp vegatolla. Þetta heldur engu vatni. Ég held enn í vonina að þau finni lausn á þessu máli og dragi þetta allt til baka. Mér finnst að það eigi að standa við allar þessar framkvæmdir sem búið var að lofa. Það er engin önnur lausn í boði. Ef þarf að fara í einhverja tekjuöflun og eyrnamerkja þessu, þá er það alveg hægt. Annað eins hefur nú verið gert, Guð minn góður.“Býst við samstöðu flutningabílstjóra Berglind segir að síðustu mótmæli hafi tekist vel en betur megi ef duga skal. Þá hafi meðal annars komið bóndi úr Eyjafirði sem sagðist hálftíhvoru skammast sín fyrir Vaðlaheiðargöng, komin 3 milljarða yfir áætlun, meðan enn væri malarvegur í Berufirði. Mótmælin þá voru á sunnudegi en nú er gert ráð fyrir meiri umferð. „Flutningabílarnir eru til dæmis á ferðinni. Sumir óttast að þetta bitni á einhverjum, en allar aðgerðir bitna á einhverjum,“ segir Berglind sem býst við samstöðu flutningabílstjóra, þetta ófremdarástand bitni ekki síst á þeim. Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Í dag klukkan 17 verður þjóðvegi 1 um Berufjarðarbotn lokað. Þannig vilja íbúar á Suð-Austurlandi mótmæla harðlega fyrirhuguðum niðurskurði til samgöngumála. Er þetta í annað skipti sem hringveginum er lokað á þessum stað. Tvöhundruð manns á sextíu bílum tóku þá þátt í mótmælunum sem fram fór á sunnudaginn.Íbúar lýsa yfir neyðarástandi Vísir ræddi við einn aðstandenda mótmæla, Berglindi Häsler, bónda á Karlsstöðum og hún er ómyrk í máli. „Það er ekki endalaust hægt að láta vaða yfir sig. Við erum orðin langþreytt á aðgerðarleysi í vegabótum. Þetta er neyðarástand. Stórhættulegt, þessi kafli og reyndar margir aðrir,“ segir Berglind. Hún vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Segir fólk hafa gert ráð fyrir þessu. Og það þýði ekkert að slá það allt út af borðinu, og vilja finna aðrar lausnir þegar búið var að segja að af þessu yrði.Sjá einnig: Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ „Við í Berufjarðarbotni erum ennþá á 5. áratugnum. Einhver sem póstaði því á netið þegar einbreiða brúin hér var byggð um miðja síðustu öld. Þá var sett þarna ný brú. Uppá þetta er okkur boðið og það sér það hver vitiborinn maður að þetta er ekki í lagi.“Hræsnisfullt tal stjórnmálamanna Berglind furðar sig á þeim málflutningi að vilja stæra sig af hagvexti og hagsæld en svo eru ekki til peningar fyrir malbikun á kafla hringvegarins. „Hvaða djók er þetta? Erum við ekki þjóð? Menn að monta sig af hagsæld, vilja rífa þetta upp í kosningabaráttunni, innviðina, en 75 dögum síðar eru engir peningar til og við neyðumst til að setja upp vegatolla. Þetta heldur engu vatni. Ég held enn í vonina að þau finni lausn á þessu máli og dragi þetta allt til baka. Mér finnst að það eigi að standa við allar þessar framkvæmdir sem búið var að lofa. Það er engin önnur lausn í boði. Ef þarf að fara í einhverja tekjuöflun og eyrnamerkja þessu, þá er það alveg hægt. Annað eins hefur nú verið gert, Guð minn góður.“Býst við samstöðu flutningabílstjóra Berglind segir að síðustu mótmæli hafi tekist vel en betur megi ef duga skal. Þá hafi meðal annars komið bóndi úr Eyjafirði sem sagðist hálftíhvoru skammast sín fyrir Vaðlaheiðargöng, komin 3 milljarða yfir áætlun, meðan enn væri malarvegur í Berufirði. Mótmælin þá voru á sunnudegi en nú er gert ráð fyrir meiri umferð. „Flutningabílarnir eru til dæmis á ferðinni. Sumir óttast að þetta bitni á einhverjum, en allar aðgerðir bitna á einhverjum,“ segir Berglind sem býst við samstöðu flutningabílstjóra, þetta ófremdarástand bitni ekki síst á þeim.
Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00