Vill losna við Klepps-nafnið Sveinn Arnarsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Manda Jónsdóttir , deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Fréttablaðið/Ernir Hugrenningatengsl almennings við Klepp eru of neikvæð og mikilvægt að hætta notkun nafnsins. Hugmyndir almennings um Klepp eru litaðar af Englum alheimsins sem er kennd í grunnskólum landsins og er dragbítur á starf stofnunarinnar. „Að skipta út nafninu er einn þeirra hluta sem þarf að gera til að leysa þau hugrenningatengsl sem eru til í samfélaginu gagnvart stofnuninni,“ segir Manda Jónsdóttir, deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Landspítala, öðru nafni Kleppsspítala. Hún nefnir að orðið hafi verið notað lengi í neikvæðri merkingu og sjúklingar upplifa Klepp eins og endastöð þar sem bati sé mjög ólíklegur. „Hins vegar er raunin allt önnur, hér er meðallengd innlagnar í kringum þrjá til sex mánuði og meðalaldur sjúklinga ekki nema 24 ár, þvert á það sem fólk heldur,“ segir Manda. „Margir telja þetta vera hæli þar sem allir eru vistmenn og dæmi eru um að sjúklingar afþakki endurhæfingarinnlögn til okkar vegna hræðslunnar við að vera „klepparar“.“ Hún ræddi stöðu Kleppsspítala á ráðstefnu um geðheilbrigðismál í gær. Yfirskrift málþingsins var „Við erum ÖLL vistmenn á Kleppi“. Manda telur þetta orðalag óheppilegt. „Við myndum aldrei halda ráðstefnu um fötlun með yfirskriftinni að við værum öll þroskaheft á sambýli til að mynda.“ Ein frægasta sagan um Kleppsspítala er skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins. Manda telur bókina gera starfið hennar mun erfiðara. „Bókin er kennd öllum grunnskólabörnum og býr til neikvæð hugrenningatengsl þar sem allir fremja sjálfsmorð. Ég er mjög hrifin af bókinni en hún er dragbítur á mitt starf,“ segir Manda en gamlar og úreltar lækningaaðferðir eru viðhafðar í skáldsögunni. „Við myndum aldrei kenna skáldsögu um eldgamlar sykursýkislækningar þar sem allir missa útlimi vitandi að fjölmargir nemendur myndu fá sykursýki seinna á ævinni.“ Hún telur rétt að íhuga það að breyta nafninu á Kleppi. Nýtt nafn gæti verið Landspítalinn við Elliðaárvog. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Hugrenningatengsl almennings við Klepp eru of neikvæð og mikilvægt að hætta notkun nafnsins. Hugmyndir almennings um Klepp eru litaðar af Englum alheimsins sem er kennd í grunnskólum landsins og er dragbítur á starf stofnunarinnar. „Að skipta út nafninu er einn þeirra hluta sem þarf að gera til að leysa þau hugrenningatengsl sem eru til í samfélaginu gagnvart stofnuninni,“ segir Manda Jónsdóttir, deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Landspítala, öðru nafni Kleppsspítala. Hún nefnir að orðið hafi verið notað lengi í neikvæðri merkingu og sjúklingar upplifa Klepp eins og endastöð þar sem bati sé mjög ólíklegur. „Hins vegar er raunin allt önnur, hér er meðallengd innlagnar í kringum þrjá til sex mánuði og meðalaldur sjúklinga ekki nema 24 ár, þvert á það sem fólk heldur,“ segir Manda. „Margir telja þetta vera hæli þar sem allir eru vistmenn og dæmi eru um að sjúklingar afþakki endurhæfingarinnlögn til okkar vegna hræðslunnar við að vera „klepparar“.“ Hún ræddi stöðu Kleppsspítala á ráðstefnu um geðheilbrigðismál í gær. Yfirskrift málþingsins var „Við erum ÖLL vistmenn á Kleppi“. Manda telur þetta orðalag óheppilegt. „Við myndum aldrei halda ráðstefnu um fötlun með yfirskriftinni að við værum öll þroskaheft á sambýli til að mynda.“ Ein frægasta sagan um Kleppsspítala er skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins. Manda telur bókina gera starfið hennar mun erfiðara. „Bókin er kennd öllum grunnskólabörnum og býr til neikvæð hugrenningatengsl þar sem allir fremja sjálfsmorð. Ég er mjög hrifin af bókinni en hún er dragbítur á mitt starf,“ segir Manda en gamlar og úreltar lækningaaðferðir eru viðhafðar í skáldsögunni. „Við myndum aldrei kenna skáldsögu um eldgamlar sykursýkislækningar þar sem allir missa útlimi vitandi að fjölmargir nemendur myndu fá sykursýki seinna á ævinni.“ Hún telur rétt að íhuga það að breyta nafninu á Kleppi. Nýtt nafn gæti verið Landspítalinn við Elliðaárvog.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira