Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. september 2017 22:45 Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Nýja brúin mun kosta um fimm milljarða króna og gæti orðið tilbúin eftir níu ár. Nýja Ölfusárbrúin mun fara yfir efri Laugardalaeyju út í Ölfusá. Þetta verður glæsilegt mannvirki með um sextíu metra háum turni. Núverandi Ölfusárbrú er orðinn gömul og lúin og annar vart allri þeirri umferð sem fer yfir brúnna, eða um 15 þúsund bílar á dag. Tæring er komin í burðarvirki og ryðblettir hér og þar enda er Vegagerðin með brúnna í stöðugri vöktun þar sem breytingar á burðarvirkinu eru metnar. Það verða því margir sem fagna nýrri brú en gamla brúin verður áfram á sínum stað. Hér má sjá hvernig nýr vegur liggur að nýju brúnni fram hjá Selfossi „Við ætlum okkur að byggja um 300 metra stagbrú, kapalbrú, norðan Selfoss. Hún er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og ein af lengri brúm landsins,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni. Hann segir stagbrú henta vel fyrir þessar aðstæður, eins og stór flóð og jarðskjálfta. Hann segir framkvæmdatímann vera tvö til þrjú ár. Brúin mun kosta íslenska ríkið um fimm milljarða króna. „Á tólf ára samgönguáætlun, þá er gert ráð fyrir þessu á svokölluðu þriðja tímabili, 2023 til 2026. Ef eitthvað breytist í fjárveitingum eða öðru slíku þá gæti þetta færst framar,“ segir Guðmundur. Hann segir að gert sé ráð fyrir göngu og hjólaleið yfir brúna. Ný Ölfusárbrú Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Nýja brúin mun kosta um fimm milljarða króna og gæti orðið tilbúin eftir níu ár. Nýja Ölfusárbrúin mun fara yfir efri Laugardalaeyju út í Ölfusá. Þetta verður glæsilegt mannvirki með um sextíu metra háum turni. Núverandi Ölfusárbrú er orðinn gömul og lúin og annar vart allri þeirri umferð sem fer yfir brúnna, eða um 15 þúsund bílar á dag. Tæring er komin í burðarvirki og ryðblettir hér og þar enda er Vegagerðin með brúnna í stöðugri vöktun þar sem breytingar á burðarvirkinu eru metnar. Það verða því margir sem fagna nýrri brú en gamla brúin verður áfram á sínum stað. Hér má sjá hvernig nýr vegur liggur að nýju brúnni fram hjá Selfossi „Við ætlum okkur að byggja um 300 metra stagbrú, kapalbrú, norðan Selfoss. Hún er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og ein af lengri brúm landsins,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni. Hann segir stagbrú henta vel fyrir þessar aðstæður, eins og stór flóð og jarðskjálfta. Hann segir framkvæmdatímann vera tvö til þrjú ár. Brúin mun kosta íslenska ríkið um fimm milljarða króna. „Á tólf ára samgönguáætlun, þá er gert ráð fyrir þessu á svokölluðu þriðja tímabili, 2023 til 2026. Ef eitthvað breytist í fjárveitingum eða öðru slíku þá gæti þetta færst framar,“ segir Guðmundur. Hann segir að gert sé ráð fyrir göngu og hjólaleið yfir brúna.
Ný Ölfusárbrú Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira