Hjartasteinn valin á stuttlista LUX Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júlí 2017 15:30 Hjartasteinn hefur unnið fjölmörg alþjóðleg verðlaun. Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. Tilkynnt var um þær tíu myndir sem valdar voru til þátttöku á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fram dagana 30. júní til 8 júlí í Tékklandi. Þrjár myndir verða síðan valdar til úrslita og verður tilkynnt um þær myndir á Venice Days fjölmiðlaráðstefnunni í Róm undir lok júlí mánaðar. Eina íslenska myndin sem áður hefur hlotið þennan heiður er myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson en engin íslensk mynd hefur enn komist í úrslit hátíðarinnar. Á síðasta ári vann þýska myndin Toni Erdmann eftir Maren Ade og hlaut sú mynd einnig flest verðlaun í Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum 2016 og var tilnefnd til Óskars, Golden Globes og Bafta verðlauna.Tíu ára gömul verðlaun LUX hátíðin, sem hefur verið starfrækt síðan árið 2007, leggur sérstaka áherslu á kvikmyndir sem varpa sýn á mikilvæg málefni líðandi stundar og sýna fjölbreytileika evrópskrar menningar. Hátíðin var stofnuð með það í huga að stuðla að dreifingu á evrópskum myndum þar sem að Evrópuþingið taldi að eitt helsta vandamál evrópskra kvikmynda væri dreifing þeirra, sem meðal annars væri tilkomið vegna tungumála hindrana. Myndirnar þrjár sem valdar eru til úrslita ferðast til yfir fjörutíu borga og eru þær textaðar á öllum 24 opinberu tungumálunum innan Evrópusambandsins. Verðlaunamyndin verður svo einnig gerð fáanleg fyrir sjón- og heyrnarskerta, og kynnt af Evrópuþinginu. Hjartasteinn er sýnd í Bíó Paradís í sumar en nýlega hófust einnig sýningar á henni í kvikmyndahúsum í Noregi, Portúgal, Danmörku og Svíþjóð. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. Tilkynnt var um þær tíu myndir sem valdar voru til þátttöku á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fram dagana 30. júní til 8 júlí í Tékklandi. Þrjár myndir verða síðan valdar til úrslita og verður tilkynnt um þær myndir á Venice Days fjölmiðlaráðstefnunni í Róm undir lok júlí mánaðar. Eina íslenska myndin sem áður hefur hlotið þennan heiður er myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson en engin íslensk mynd hefur enn komist í úrslit hátíðarinnar. Á síðasta ári vann þýska myndin Toni Erdmann eftir Maren Ade og hlaut sú mynd einnig flest verðlaun í Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum 2016 og var tilnefnd til Óskars, Golden Globes og Bafta verðlauna.Tíu ára gömul verðlaun LUX hátíðin, sem hefur verið starfrækt síðan árið 2007, leggur sérstaka áherslu á kvikmyndir sem varpa sýn á mikilvæg málefni líðandi stundar og sýna fjölbreytileika evrópskrar menningar. Hátíðin var stofnuð með það í huga að stuðla að dreifingu á evrópskum myndum þar sem að Evrópuþingið taldi að eitt helsta vandamál evrópskra kvikmynda væri dreifing þeirra, sem meðal annars væri tilkomið vegna tungumála hindrana. Myndirnar þrjár sem valdar eru til úrslita ferðast til yfir fjörutíu borga og eru þær textaðar á öllum 24 opinberu tungumálunum innan Evrópusambandsins. Verðlaunamyndin verður svo einnig gerð fáanleg fyrir sjón- og heyrnarskerta, og kynnt af Evrópuþinginu. Hjartasteinn er sýnd í Bíó Paradís í sumar en nýlega hófust einnig sýningar á henni í kvikmyndahúsum í Noregi, Portúgal, Danmörku og Svíþjóð.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira