Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Nær allar hraðamyndasektir Íslendinga innheimtast en því er öfugt farið með erlenda ferðamenn. VÍSIR/PJETUR Um fjórðungur þeirra hraðasekta sem til verða við hraðakstur fram hjá hraðamyndavélum landsins innheimtist ekki. Langstærstan hluta þessa má rekja til erlendra ferðamanna en tæplega helmingur þeirra greiðir sektir sínar. Í fyrra voru 45.160 brot skráð vegna mynda úr hraðamyndavélum og hafði fjöldinn þrefaldast frá árinu 2013. Af þeim voru 16.447 sektir sem ekki innheimtust. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi, er meðalsektarupphæð vangreiddra sekta um 10 þúsund krónur. Varleg áætlun leiðir því ljós að 160 milljónir króna, hið minnsta, innheimtust ekki á síðasta ári. Talan er tvöfalt hærri en árið 2015. „Þegar myndavélin smellir af mynd þá flettum við upp skráðum eiganda. Ef sá eigandi reynist vera bílaleiga þá köllum við eftir upplýsingum um það hver var skráður leigutaki á þeim tíma. Sé sektin 30 þúsund krónur eða meira þá sendum við sektarboð til viðkomandi,“ segir Ólafur. Þrír starfsmenn embættisins sjá um að skrá brot, senda út sektir og samskipti við bílaleigur sé þess þörf. Fjárheimildir fyrir starfið hafa ekki aukist frá 2007 þrátt fyrir launahækkanir og gífurlega fjölgun brota. „Það eru engar vinnureglur til um hvað skuli gera ef ökumaður reynist ferðamaður. Við settum okkur viðmiðið 30 þúsund krónur sjálf á sínum tíma. Við tókum það upp sjálf að senda sektarboð út,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að næsta sekt fyrir neðan, það er þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., sé 10 þúsund krónur og það taki því ekki að eltast við slíkar upphæðir. Það að skrá þær sektir inn í kerfið myndi auka vinnuálag til muna, sem þó er mikið fyrir. Sektarboðsbréf hafa verið þýdd á sex tungumál og eru send heim til viðkomandi. Það að koma fjármunum til embættisins getur þó verið vandkvæðum háð. „Við höfum kallað eftir því að sett verði upp greiðslugátt sem lögreglan gæti nýtt sér. Það gæti aukið innheimtuhlutfallið,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Sjá meira
Um fjórðungur þeirra hraðasekta sem til verða við hraðakstur fram hjá hraðamyndavélum landsins innheimtist ekki. Langstærstan hluta þessa má rekja til erlendra ferðamanna en tæplega helmingur þeirra greiðir sektir sínar. Í fyrra voru 45.160 brot skráð vegna mynda úr hraðamyndavélum og hafði fjöldinn þrefaldast frá árinu 2013. Af þeim voru 16.447 sektir sem ekki innheimtust. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi, er meðalsektarupphæð vangreiddra sekta um 10 þúsund krónur. Varleg áætlun leiðir því ljós að 160 milljónir króna, hið minnsta, innheimtust ekki á síðasta ári. Talan er tvöfalt hærri en árið 2015. „Þegar myndavélin smellir af mynd þá flettum við upp skráðum eiganda. Ef sá eigandi reynist vera bílaleiga þá köllum við eftir upplýsingum um það hver var skráður leigutaki á þeim tíma. Sé sektin 30 þúsund krónur eða meira þá sendum við sektarboð til viðkomandi,“ segir Ólafur. Þrír starfsmenn embættisins sjá um að skrá brot, senda út sektir og samskipti við bílaleigur sé þess þörf. Fjárheimildir fyrir starfið hafa ekki aukist frá 2007 þrátt fyrir launahækkanir og gífurlega fjölgun brota. „Það eru engar vinnureglur til um hvað skuli gera ef ökumaður reynist ferðamaður. Við settum okkur viðmiðið 30 þúsund krónur sjálf á sínum tíma. Við tókum það upp sjálf að senda sektarboð út,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að næsta sekt fyrir neðan, það er þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., sé 10 þúsund krónur og það taki því ekki að eltast við slíkar upphæðir. Það að skrá þær sektir inn í kerfið myndi auka vinnuálag til muna, sem þó er mikið fyrir. Sektarboðsbréf hafa verið þýdd á sex tungumál og eru send heim til viðkomandi. Það að koma fjármunum til embættisins getur þó verið vandkvæðum háð. „Við höfum kallað eftir því að sett verði upp greiðslugátt sem lögreglan gæti nýtt sér. Það gæti aukið innheimtuhlutfallið,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent