Tilfinningaþrungin stund þegar fyrrverandi sjómaður hitti bjargvætt sinn aftur: "Þú hefðir gert það sama fyrir mig“ Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 9. nóvember 2017 20:45 Fyrrverandi sjómaður frá Belgíu hitti bjargvætt sinn, fyrrverandi slökkviliðsmann í Vestmannaeyjum, í fyrsta skipti í dag, en sá síðarnefndi bjargaði lífi hans eftir að belgískur togari strandaði í Vestmannaeyjum fyrir um 35 árum. Belgíumaðurinn Bart Gulpen var aðeins 17 ára þegar hann horfðist í augu við dauðann í um sjö klukkustundir, þegar togarinn, Pelagus, strandaði í hrauninu í Vestmannaeyjum í janúar árið 1982. Hann var hættur að finna fyrir fótunum af kulda þegar Guðmundur Ólafsson, 23 ára slökkviliðsmaður frá eynni, náði að koma honum til bjargar á ögurstundu. Fimm félögum Barts var bjargað en tveir úr áhöfn togarans létu lífið. Einnig fórust íslenskur læknir og hjálparsveitarmaður en óhætt er að segja að þetta hafi verið einn dramatískasti atburður í björgunarsögu Íslendinga.Kom þeim á óvart Bart er nú er kominn hingað til lands í tilefni af útgáfu nýjustu Útkallsbókar Óttars Sveinssonar sem fjallar um þessa atburði. Bart vissi hins vegar ekki að Guðmundur er einnig komin hingað, frá Norður Noregi þar sem hann býr í dag, en Óttar ákvað að leiða þá óvænt saman. Skjáskot/Stöð2Stundin var nokkuð tilfinningaþrungin enda hafa þeir í raun aldrei talað saman, ekki fyrr en í dag, en lifað með þennan sorglega atburð í huga öll þessi ár. Báðum fannst þeim magnað að hitta hvorn annan og voru þakklátir fyrir það tækifæri. Þá segjast þeir báðir hafa hugsað um atburðinn margoft á þeim 35 árum sem eru liðinn frá honum. Guðmundur var hógvær þegar þeir hittust og sagði: „Þú hefðir gert það sama fyrir mig“ Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Fyrrverandi sjómaður frá Belgíu hitti bjargvætt sinn, fyrrverandi slökkviliðsmann í Vestmannaeyjum, í fyrsta skipti í dag, en sá síðarnefndi bjargaði lífi hans eftir að belgískur togari strandaði í Vestmannaeyjum fyrir um 35 árum. Belgíumaðurinn Bart Gulpen var aðeins 17 ára þegar hann horfðist í augu við dauðann í um sjö klukkustundir, þegar togarinn, Pelagus, strandaði í hrauninu í Vestmannaeyjum í janúar árið 1982. Hann var hættur að finna fyrir fótunum af kulda þegar Guðmundur Ólafsson, 23 ára slökkviliðsmaður frá eynni, náði að koma honum til bjargar á ögurstundu. Fimm félögum Barts var bjargað en tveir úr áhöfn togarans létu lífið. Einnig fórust íslenskur læknir og hjálparsveitarmaður en óhætt er að segja að þetta hafi verið einn dramatískasti atburður í björgunarsögu Íslendinga.Kom þeim á óvart Bart er nú er kominn hingað til lands í tilefni af útgáfu nýjustu Útkallsbókar Óttars Sveinssonar sem fjallar um þessa atburði. Bart vissi hins vegar ekki að Guðmundur er einnig komin hingað, frá Norður Noregi þar sem hann býr í dag, en Óttar ákvað að leiða þá óvænt saman. Skjáskot/Stöð2Stundin var nokkuð tilfinningaþrungin enda hafa þeir í raun aldrei talað saman, ekki fyrr en í dag, en lifað með þennan sorglega atburð í huga öll þessi ár. Báðum fannst þeim magnað að hitta hvorn annan og voru þakklátir fyrir það tækifæri. Þá segjast þeir báðir hafa hugsað um atburðinn margoft á þeim 35 árum sem eru liðinn frá honum. Guðmundur var hógvær þegar þeir hittust og sagði: „Þú hefðir gert það sama fyrir mig“
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira