Prófessorar í íslensku ósammála um kynhlutleysi í tungumálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:19 Guðrún Kvaran, prófessor emeritusí íslensku við Háskóla Íslands, er ósammála kollega sínum, Eiríki Rögnvaldssyni prófessor í íslensku, um kynhlutleysi í málinu. Um helgina viðraði Eiríkur þá skoðun sína á Facebook-síðu sinni að honum þætti að taka ætti upp kynhlutlaust persónufornafn. Það líst Guðrúnu ekki á en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í færslunni segir Eiríkur að hann hafi til skamms tíma verið á þeirri skoðun að tungumálið væri rétthærra fólkinu sem talar það og að fólk ætti að taka tungumálinu eins og það er: „[...] nota þau orð sem það býður upp á, átta sig á því að karlkyn er hlutlaust kyn í íslensku og það hefur ekkert með karlrembu að gera o.s.frv. En ég skipti um skoðun. Ég áttaði mig á því að sumum finnst tungumálið úthýsa sér og þannig má það ekki vera. Þess vegna eigum við að taka upp kynhlutlaust persónufornafn. Þess vegna eigum við að reyna að komast hjá því að nota karlkyns fornöfn og lýsingarorð þegar vísað er til beggja (eða allra) kynja. Þess vegna eigum við að leyfa kynhlutlaus mannanöfn. Þess vegna eigum við að leyfa fólki að ráða nöfnum barna sinna. Þess vegna eigum við að hætta að dæma fólk eftir því hversu vel það fylgir viðurkenndum málstaðli. Það þýðir ekki að við eigum ekki að rækta málið. En við verðum að fá að rækta málið á okkar eigin forsendum, hvert og eitt - okkur verður að finnast þetta vera okkar mál, sem skiptir okkur máli,“ segir Eiríkur í færslunni en með henni deilir hann frétt Morgunblaðsins um orðnotkun á forprófi PISA-prófsins þar sem ekki var gert ráð fyrir að nemendurnir gætu átt tvær mömmur eða tvo pabba.Spurð út í hvað henni þætti um þetta sagði Guðrún að henni lítist ekkert á þetta. „Mér líst ekkert á þetta bara hreint út sagt. Hann er náttúrulega að meina það að það eigi að forðast það að nota karlkyn og kvenkyn ef þú kemst hjá því og nota alltaf hlutlaust kyn sem hlýtur þá að vera hvorugkyn og virðist líta á að þetta eigi að vera almennt í þjóðfélaginu, að við forðumst karlkyn og kvenkyn,“ sagði Guðrún í Bítinu. Hún var meðal annars spurð út í hugmyndir um að taka upp annað ráð en ráðherra fyrir kvenkyns ráðherra. „Það var einu sinni reynt að gera það og stungið upp á ráðfrú en því var fljótlega hafnað af þeim sem voru kvenráðherrar þá vildu ekki sjá það að vera ráðfrú,“ sagði Guðrún. Bent var á að nú þegar séu í notkun kynhlutlaust persónufornöfn eins og til að mynda „hán.“ „Já, það er allt í lagi að þeir sem vilja nota það og vilja ekki nota hann og hún að þeir noti það en það þarf ekki að setja það á okkur öll og breyta kerfinu. Ég veit að Svíar hafa gert þetta en sænska málnefndin vill stíga svolítið varlega til jarðar, hún bannar það ekki, en stígur varlega til jarðar og ég held að við eigum að gera það “ sagði Guðrún og bætti við að henni þætti ekki að einhver ætti að stýra málinu ofan frá og að það eigi allt í einu að setja inn í allar kennslubækur nýtt mál.Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Guðrún Kvaran, prófessor emeritusí íslensku við Háskóla Íslands, er ósammála kollega sínum, Eiríki Rögnvaldssyni prófessor í íslensku, um kynhlutleysi í málinu. Um helgina viðraði Eiríkur þá skoðun sína á Facebook-síðu sinni að honum þætti að taka ætti upp kynhlutlaust persónufornafn. Það líst Guðrúnu ekki á en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í færslunni segir Eiríkur að hann hafi til skamms tíma verið á þeirri skoðun að tungumálið væri rétthærra fólkinu sem talar það og að fólk ætti að taka tungumálinu eins og það er: „[...] nota þau orð sem það býður upp á, átta sig á því að karlkyn er hlutlaust kyn í íslensku og það hefur ekkert með karlrembu að gera o.s.frv. En ég skipti um skoðun. Ég áttaði mig á því að sumum finnst tungumálið úthýsa sér og þannig má það ekki vera. Þess vegna eigum við að taka upp kynhlutlaust persónufornafn. Þess vegna eigum við að reyna að komast hjá því að nota karlkyns fornöfn og lýsingarorð þegar vísað er til beggja (eða allra) kynja. Þess vegna eigum við að leyfa kynhlutlaus mannanöfn. Þess vegna eigum við að leyfa fólki að ráða nöfnum barna sinna. Þess vegna eigum við að hætta að dæma fólk eftir því hversu vel það fylgir viðurkenndum málstaðli. Það þýðir ekki að við eigum ekki að rækta málið. En við verðum að fá að rækta málið á okkar eigin forsendum, hvert og eitt - okkur verður að finnast þetta vera okkar mál, sem skiptir okkur máli,“ segir Eiríkur í færslunni en með henni deilir hann frétt Morgunblaðsins um orðnotkun á forprófi PISA-prófsins þar sem ekki var gert ráð fyrir að nemendurnir gætu átt tvær mömmur eða tvo pabba.Spurð út í hvað henni þætti um þetta sagði Guðrún að henni lítist ekkert á þetta. „Mér líst ekkert á þetta bara hreint út sagt. Hann er náttúrulega að meina það að það eigi að forðast það að nota karlkyn og kvenkyn ef þú kemst hjá því og nota alltaf hlutlaust kyn sem hlýtur þá að vera hvorugkyn og virðist líta á að þetta eigi að vera almennt í þjóðfélaginu, að við forðumst karlkyn og kvenkyn,“ sagði Guðrún í Bítinu. Hún var meðal annars spurð út í hugmyndir um að taka upp annað ráð en ráðherra fyrir kvenkyns ráðherra. „Það var einu sinni reynt að gera það og stungið upp á ráðfrú en því var fljótlega hafnað af þeim sem voru kvenráðherrar þá vildu ekki sjá það að vera ráðfrú,“ sagði Guðrún. Bent var á að nú þegar séu í notkun kynhlutlaust persónufornöfn eins og til að mynda „hán.“ „Já, það er allt í lagi að þeir sem vilja nota það og vilja ekki nota hann og hún að þeir noti það en það þarf ekki að setja það á okkur öll og breyta kerfinu. Ég veit að Svíar hafa gert þetta en sænska málnefndin vill stíga svolítið varlega til jarðar, hún bannar það ekki, en stígur varlega til jarðar og ég held að við eigum að gera það “ sagði Guðrún og bætti við að henni þætti ekki að einhver ætti að stýra málinu ofan frá og að það eigi allt í einu að setja inn í allar kennslubækur nýtt mál.Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira