Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2017 16:26 Jónína Björg Magnúsdóttir er líklegast frægasta fiskverkunarkona landsins. Vísir „Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. Hún var nýkomin af starfsmannafundi með forstjóranum Vilhjálmi Vilhjálmssyni sem boðað var til fyrir blaðamannafundinn á Akranesi nú síðdegis. HB Grandi hyggst láta af botnfiskvinnslu á Akranesi en þar eru 93 starfsmenn. Líklega um áttatíu prósent konur að sögn Jónínu. Óróleika hafi gætt á Akranesi um helgina eftir pistil Vilhjálms Birgissonar verkalýðsforingja um óveðurský yfir Skipaskaga. Sumir hafa tengt pistil Vilhjálms við sólarkísilverksmiðjuna að sögn Jónínu en svo hafi málin skýrst í dag.Blaðamannafundinn á Akranesi, sem var í beinni útsendingu á Vísi, má sjá hér að neðan. Skýrist á miðvikudaginn „Þetta er mikið reiðarslag,“ segir Jónína en óvíst er hve margir munu missa vinnuna. Hópuppsagnarferli er farið í gang að sögn forstjórans en upplýst verður á miðvikudag hve margir muni missa vinnuna. „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn,“ segir Jónína. Einhverjum muni bjóðast að vinna í Reykjavík en það henti svo sannarlega ekki öllum. Hvernig eigi einstæð móðir að geta sótt vinnu til Reykjavíkur sem byrjar klukkan sex að morgni. „Á hún að leggja af stað klukkan fimm? Hún þarf að bæta tveimur klukkustundum við vinnudaginn í ferðatíma,“ segir Jónína. Þá séu atvinnutækifæri á Akranesi ekki mörg. „Þetta er mikið reiðarslag,“ segir Jónína sem vill ekki skella skuldinni eingöngu á HB Granda. „Hvernig kemur Akraneskaupstaður á móti fyrirtækinu? Greiðir það götu þess?“ segir hún og bendir á umræðu í bænum varðandi vonda lykt sem tengd er hausaverkun í bænum. Sjálf búi hún steinsnar frá verkuninni og finni ekki mikla lykt.Jónína vakti athygli um allt land fyrir tveimur árum í baráttu fiskverkakvenna á Akranesi fyrir betri kjörum. Hún sló í gegn í myndbandinu Svei'attan sem fékk mikið áhorf.Bæjarstjóri hefur um nóg að hugsa„Lyktin er að hrella einhver sex heimili. Það hefur ekki verið hausaþurrkun í marga mánuði. Samt er fólk að kvarta!“Þá óttist hún þau keðjuverkandi áhrif sem hópuppsögnin hafi. Fólk fari á atvinnuleysisskrá, hafi minna fé á milli handanna sem hafi áhrif á minni verslun. Þá sé ferðamannaiðnaðurinn ekki nógu vel uppbyggður á Akranesi og lítið verði vart við aukningu ferðamanna í bænum.Sævar Freyr Þráinsson, nýr bæjarstjóri á Akranesi, hafi því um nóg að hugsa nýsestur í stólinn.„Þótt það sé fallegt veður á Skaganum þá lítur þetta ekki vel út.“ Tengdar fréttir Formlegt ferli vegna hópuppsagnar hafið á Akranesi Störf 93 starfsmanna HB Granda á Akranesi er í hættu. 27. mars 2017 16:00 Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27 Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45 HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
„Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. Hún var nýkomin af starfsmannafundi með forstjóranum Vilhjálmi Vilhjálmssyni sem boðað var til fyrir blaðamannafundinn á Akranesi nú síðdegis. HB Grandi hyggst láta af botnfiskvinnslu á Akranesi en þar eru 93 starfsmenn. Líklega um áttatíu prósent konur að sögn Jónínu. Óróleika hafi gætt á Akranesi um helgina eftir pistil Vilhjálms Birgissonar verkalýðsforingja um óveðurský yfir Skipaskaga. Sumir hafa tengt pistil Vilhjálms við sólarkísilverksmiðjuna að sögn Jónínu en svo hafi málin skýrst í dag.Blaðamannafundinn á Akranesi, sem var í beinni útsendingu á Vísi, má sjá hér að neðan. Skýrist á miðvikudaginn „Þetta er mikið reiðarslag,“ segir Jónína en óvíst er hve margir munu missa vinnuna. Hópuppsagnarferli er farið í gang að sögn forstjórans en upplýst verður á miðvikudag hve margir muni missa vinnuna. „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn,“ segir Jónína. Einhverjum muni bjóðast að vinna í Reykjavík en það henti svo sannarlega ekki öllum. Hvernig eigi einstæð móðir að geta sótt vinnu til Reykjavíkur sem byrjar klukkan sex að morgni. „Á hún að leggja af stað klukkan fimm? Hún þarf að bæta tveimur klukkustundum við vinnudaginn í ferðatíma,“ segir Jónína. Þá séu atvinnutækifæri á Akranesi ekki mörg. „Þetta er mikið reiðarslag,“ segir Jónína sem vill ekki skella skuldinni eingöngu á HB Granda. „Hvernig kemur Akraneskaupstaður á móti fyrirtækinu? Greiðir það götu þess?“ segir hún og bendir á umræðu í bænum varðandi vonda lykt sem tengd er hausaverkun í bænum. Sjálf búi hún steinsnar frá verkuninni og finni ekki mikla lykt.Jónína vakti athygli um allt land fyrir tveimur árum í baráttu fiskverkakvenna á Akranesi fyrir betri kjörum. Hún sló í gegn í myndbandinu Svei'attan sem fékk mikið áhorf.Bæjarstjóri hefur um nóg að hugsa„Lyktin er að hrella einhver sex heimili. Það hefur ekki verið hausaþurrkun í marga mánuði. Samt er fólk að kvarta!“Þá óttist hún þau keðjuverkandi áhrif sem hópuppsögnin hafi. Fólk fari á atvinnuleysisskrá, hafi minna fé á milli handanna sem hafi áhrif á minni verslun. Þá sé ferðamannaiðnaðurinn ekki nógu vel uppbyggður á Akranesi og lítið verði vart við aukningu ferðamanna í bænum.Sævar Freyr Þráinsson, nýr bæjarstjóri á Akranesi, hafi því um nóg að hugsa nýsestur í stólinn.„Þótt það sé fallegt veður á Skaganum þá lítur þetta ekki vel út.“
Tengdar fréttir Formlegt ferli vegna hópuppsagnar hafið á Akranesi Störf 93 starfsmanna HB Granda á Akranesi er í hættu. 27. mars 2017 16:00 Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27 Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45 HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Formlegt ferli vegna hópuppsagnar hafið á Akranesi Störf 93 starfsmanna HB Granda á Akranesi er í hættu. 27. mars 2017 16:00
Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27
Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57
Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45
HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57