250 nýir styrktarforeldrar og vefsíða ABC barnahjálpar hrundi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. september 2017 14:40 Kara Rut Hanssen byrjaði að styrkja Amis Agaba mánaðarlega árið 2009 og gerði honum kleift að klára grunnskólann, fara reglulega til læknis og kaupa sér að borða. ABC barnahjálp hefur fengið aukinn stuðning eftir umfjöllun Ísland í dag um heimsókn Amis Agaba til Íslands. „Vefurinn náði ekki að vinna úr öllum skráningunum og traffíkinni á síðunni okkar,“ segir Sigurlín Sigurjónsdóttir starfsmaður ABC barnahjálp á Íslandi. Nokkur hundruð heimsóttu síðuna strax eftir umfjöllun í Ísland í dag á mánudag. Þar var sýnt frá hjartnæmri stund þegar Amis Agaba hitti Köru Rut Hanssen en hún hefur stutt við hann í gegnum ABC barnahjálp undarfarin níu ár.Snortinn yfir viðbrögðunum „Í kringum 250 börn hafa fengið skráningu og það eru enn að bætast stuðningsaðilar í hópinn. Þetta er mjög ánægjulegt,“ segir Sigurlín. Allt frá því að Kara byrjaði að styrkja Amis mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, þrátt fyrir að það sé aðeins fjögurra ára aldursmunur á þeim. Amis er nú 23 ára og á skólastyrk í háskóla í Malmö og segist hann eiga henni allt að þakka. Saga Amis hreyfði við áhorfendum enda einstaklega fallegt að sjá hann fá draum sinn uppfylltan og hitta loksins Köru. Margir tóku ákvörðun um að gerast styrktarsforeldrar í kjölfarið og segir Sigurlín að þessi ótrúlegu viðbrögð hafi komið á óvart en fyrir voru í kringum 4000 styrktarforeldrar á skrá hjá ABC barnahjálp. „Við áttum von á viðbrögðum en ekki svona miklum.“Hér má sjá innslag Ísland í dagÞað var ABC barnahjálp sem kom Amis í samband við Köru og heimsótti hann skrifstofuna aftur áður en hann fór heim til Svíþjóðar. „Hann kom hérna og var mjög snortinn yfir þessum viðbrögðum og yfir því að fá að hitta stuðningsaðilann sinn. Við bara vonum að það verði meira um þetta með tímanum að stuðningsaðilar fái fréttir af því barni sem það hefur verið að styrkja.“Þakklát fyrir stuðninginn Sigurlín segir að ABC barnahjálp sé með margar sögur af því hvernig börnunum gengur í lífinu. Amis er fyrstur til þess að koma til Íslands til þess að hitta styrktarforeldri. Sigurlín segir þó mörg dæmi um að styrktarforeldrar fari og heimsæki barnið sem þau eru að styrkja. Styrktarforeldrar greiða mánaðarlega en svo eru líka einhverjir sem velja að styrkja frekar neyðarsjóðinn um einhverja tiltekna upphæð. Neyðarsjóðurinn er nýttur í uppbyggingu og fleiri verkefni á þeim svæðum sem ABC barnahjálp starfar á.Margir Íslendingar hafa gerst styrktarforeldrar eftir að hafa horft á innslag Ísland í dag Sigurlín hvetur stuðningsaðila til þess að hafa samband rafrænt eða í gegnum síma ef þeir vilja vita meira, til dæmis um barnið sem það hefur verið að styrkja í gegnum árin. „Við erum þakklát þeim sem skráðu sig og horfðu á þáttinn og þeim sem eru stuðningsaðilar í dag og hafa verið til margra ára.Við erum afskaplega þakklát fyrir þessa stuðningsaðila og velunnara okkar.“ Tengdar fréttir Amis hitti loks „mömmu“ sína á Íslandi Allt frá því að Kara Rut Hanssen byrjaði að styrkja Amis Agaba mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. 5. september 2017 06:06 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
ABC barnahjálp hefur fengið aukinn stuðning eftir umfjöllun Ísland í dag um heimsókn Amis Agaba til Íslands. „Vefurinn náði ekki að vinna úr öllum skráningunum og traffíkinni á síðunni okkar,“ segir Sigurlín Sigurjónsdóttir starfsmaður ABC barnahjálp á Íslandi. Nokkur hundruð heimsóttu síðuna strax eftir umfjöllun í Ísland í dag á mánudag. Þar var sýnt frá hjartnæmri stund þegar Amis Agaba hitti Köru Rut Hanssen en hún hefur stutt við hann í gegnum ABC barnahjálp undarfarin níu ár.Snortinn yfir viðbrögðunum „Í kringum 250 börn hafa fengið skráningu og það eru enn að bætast stuðningsaðilar í hópinn. Þetta er mjög ánægjulegt,“ segir Sigurlín. Allt frá því að Kara byrjaði að styrkja Amis mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, þrátt fyrir að það sé aðeins fjögurra ára aldursmunur á þeim. Amis er nú 23 ára og á skólastyrk í háskóla í Malmö og segist hann eiga henni allt að þakka. Saga Amis hreyfði við áhorfendum enda einstaklega fallegt að sjá hann fá draum sinn uppfylltan og hitta loksins Köru. Margir tóku ákvörðun um að gerast styrktarsforeldrar í kjölfarið og segir Sigurlín að þessi ótrúlegu viðbrögð hafi komið á óvart en fyrir voru í kringum 4000 styrktarforeldrar á skrá hjá ABC barnahjálp. „Við áttum von á viðbrögðum en ekki svona miklum.“Hér má sjá innslag Ísland í dagÞað var ABC barnahjálp sem kom Amis í samband við Köru og heimsótti hann skrifstofuna aftur áður en hann fór heim til Svíþjóðar. „Hann kom hérna og var mjög snortinn yfir þessum viðbrögðum og yfir því að fá að hitta stuðningsaðilann sinn. Við bara vonum að það verði meira um þetta með tímanum að stuðningsaðilar fái fréttir af því barni sem það hefur verið að styrkja.“Þakklát fyrir stuðninginn Sigurlín segir að ABC barnahjálp sé með margar sögur af því hvernig börnunum gengur í lífinu. Amis er fyrstur til þess að koma til Íslands til þess að hitta styrktarforeldri. Sigurlín segir þó mörg dæmi um að styrktarforeldrar fari og heimsæki barnið sem þau eru að styrkja. Styrktarforeldrar greiða mánaðarlega en svo eru líka einhverjir sem velja að styrkja frekar neyðarsjóðinn um einhverja tiltekna upphæð. Neyðarsjóðurinn er nýttur í uppbyggingu og fleiri verkefni á þeim svæðum sem ABC barnahjálp starfar á.Margir Íslendingar hafa gerst styrktarforeldrar eftir að hafa horft á innslag Ísland í dag Sigurlín hvetur stuðningsaðila til þess að hafa samband rafrænt eða í gegnum síma ef þeir vilja vita meira, til dæmis um barnið sem það hefur verið að styrkja í gegnum árin. „Við erum þakklát þeim sem skráðu sig og horfðu á þáttinn og þeim sem eru stuðningsaðilar í dag og hafa verið til margra ára.Við erum afskaplega þakklát fyrir þessa stuðningsaðila og velunnara okkar.“
Tengdar fréttir Amis hitti loks „mömmu“ sína á Íslandi Allt frá því að Kara Rut Hanssen byrjaði að styrkja Amis Agaba mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. 5. september 2017 06:06 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Amis hitti loks „mömmu“ sína á Íslandi Allt frá því að Kara Rut Hanssen byrjaði að styrkja Amis Agaba mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. 5. september 2017 06:06