Amis hitti loks „mömmu“ sína á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2017 06:06 Það var hjartnæm stund þegar Kara Rut Hanssen hitti Amis Agaba í fyrsta sinn í Kópavogi á dögunum. Allt frá því að Kara byrjaði að styrkja Amis mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. Fjallað var um heimsóknina í Íslandi í dag í gærkvöldi en Amis er frá Úganda, fæddist munaðarlaus og ólst upp á munaðarleysingjahæli. Þegar hann fór í barnaskóla á vegum ABC Barnahjálpar kom fljótt í ljós að hann væri góður nemandi og mikill íþróttamaður. Kara Rut hefur stutt við bakið á Amis undanfarin 9 ár og segist hún reglulega hafa fengið fréttir og myndir af honum. Kara, sem 27 ára gömul, fannst því frekar fyndið að Amis, sem er ekki nema fjórum árum yngri en hún, skildi kalla hana mömmu sína. Það ætti þó engan að undra, með mánaðarlegu framlagi Köru gerði hún Amis kleift að klára grunnskólann, fara reglulega til læknis og kaupa sér að borða.Fékk skólastyrk til Svíþjóðar Sem fyrr segir reyndist Amis vera góður náms- og íþróttamaður og nældi hann sér í skólastyrk til að halda námi sínu áfram í Gautaborg. Þegar þangað var komið áttuðu starfsmenn íþróttafélagsins, þar sem hann lagði stund á hlaup, sig á að um væri að ræða engan venjulegan íþróttamann. Amis er nú 23 ára gamall, orðinn sænskur ríkisborgari og stundar nám í háskóla í Malmö. Hann segist alltaf hafa langað til að hitta Köru og keypti hann sér því miða í fríinu til Íslands. Hann mætti á skrifstofu á ABC - og þá fékk Kara símtalið. „Manstu eftir stráknum sem þú byrjaðir að styrkja árið 2009? Hann situr bara hérna við hliðina á mér,“ lýsir Kara og segir það hafa komið sér rækilega á óvart. Hún hafi bara farið að hlæja og þótt þetta „klikkað.“ Kara segist ekki hafa heyrt um það áður að styrktarbörn komi til landsins og leitað að „foreldrum“ sínum - enda er það fordæmalaust hér á landi.Kallar hana enn mömmu Það var svo við heimili Köru í Kópavogi sem þau loks hittust á dögunum. Það var tilfinningaþrungin stund þegar Amis faðmaði „móður sína“ og átti hann erfitt með að koma þakklæti og tilfinningum sínum í orð. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, þetta er handan mínum skilningi. Ég hef beðið eftir þessu alla mína tíð,“ sagði Amis og bætti við að hann liti á Köru sem kynmóður sína, í ljósi þess að hann ætti ekki slíka. Hann sagðist handviss um að hann myndi einn daginn hitta Köru, ef Guð væri til. „Ég er þar sem ég er í dag vegna fjárstuðnings hennar. Hún er mamma mín, ég segi það ennþá.“ Innslag Sindra Sindrasonar um þau Köru og Amis má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Það var hjartnæm stund þegar Kara Rut Hanssen hitti Amis Agaba í fyrsta sinn í Kópavogi á dögunum. Allt frá því að Kara byrjaði að styrkja Amis mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. Fjallað var um heimsóknina í Íslandi í dag í gærkvöldi en Amis er frá Úganda, fæddist munaðarlaus og ólst upp á munaðarleysingjahæli. Þegar hann fór í barnaskóla á vegum ABC Barnahjálpar kom fljótt í ljós að hann væri góður nemandi og mikill íþróttamaður. Kara Rut hefur stutt við bakið á Amis undanfarin 9 ár og segist hún reglulega hafa fengið fréttir og myndir af honum. Kara, sem 27 ára gömul, fannst því frekar fyndið að Amis, sem er ekki nema fjórum árum yngri en hún, skildi kalla hana mömmu sína. Það ætti þó engan að undra, með mánaðarlegu framlagi Köru gerði hún Amis kleift að klára grunnskólann, fara reglulega til læknis og kaupa sér að borða.Fékk skólastyrk til Svíþjóðar Sem fyrr segir reyndist Amis vera góður náms- og íþróttamaður og nældi hann sér í skólastyrk til að halda námi sínu áfram í Gautaborg. Þegar þangað var komið áttuðu starfsmenn íþróttafélagsins, þar sem hann lagði stund á hlaup, sig á að um væri að ræða engan venjulegan íþróttamann. Amis er nú 23 ára gamall, orðinn sænskur ríkisborgari og stundar nám í háskóla í Malmö. Hann segist alltaf hafa langað til að hitta Köru og keypti hann sér því miða í fríinu til Íslands. Hann mætti á skrifstofu á ABC - og þá fékk Kara símtalið. „Manstu eftir stráknum sem þú byrjaðir að styrkja árið 2009? Hann situr bara hérna við hliðina á mér,“ lýsir Kara og segir það hafa komið sér rækilega á óvart. Hún hafi bara farið að hlæja og þótt þetta „klikkað.“ Kara segist ekki hafa heyrt um það áður að styrktarbörn komi til landsins og leitað að „foreldrum“ sínum - enda er það fordæmalaust hér á landi.Kallar hana enn mömmu Það var svo við heimili Köru í Kópavogi sem þau loks hittust á dögunum. Það var tilfinningaþrungin stund þegar Amis faðmaði „móður sína“ og átti hann erfitt með að koma þakklæti og tilfinningum sínum í orð. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, þetta er handan mínum skilningi. Ég hef beðið eftir þessu alla mína tíð,“ sagði Amis og bætti við að hann liti á Köru sem kynmóður sína, í ljósi þess að hann ætti ekki slíka. Hann sagðist handviss um að hann myndi einn daginn hitta Köru, ef Guð væri til. „Ég er þar sem ég er í dag vegna fjárstuðnings hennar. Hún er mamma mín, ég segi það ennþá.“ Innslag Sindra Sindrasonar um þau Köru og Amis má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira