98 ára, lögblind og prjónar eftir minni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2017 21:00 Hin 98 gamla Jóhanna Hjaltadóttir er lögblind en prjónar enn á hverjum degi samkvæmt minni. Hún hefur hannað óteljandi flíkur og fylgir aldrei uppskrift. Jóhanna hefur prjónað frá því hún man eftir sér. Áhuginn leynir sér ekki á heimili hennar þar sem prjónið umlykur hvern krók og kima. Hún er 98 ára gömul og lögblind en hefur engan hug á því að leggja prjónana á hilluna. „Mér finnst gaman að prjóna og það er númer eitt. Svo er gaman þegar maður getur prjónað mismunandi og gefið af sér. Ég hef aldrei prjónað til sölu, nema þegar ég hef selt mynstur og hönnun með," segir Jóhanna. Flestir Íslendingar hafa líklega séð flíkur hannaðar af Jóhönnu á einhverjum tímapunkti en þær hafa verið fastur liður í prjónablöðum í gegnum árin. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á eigin hönnunum. „Þær eru óteljandi. Það er ómögulegt að telja þær vegna þess að ég hef aldrei verið að prjóna eftir mynstrum. Alltaf bara gert þetta sjálf. Ég sé þetta fyrir mér í huganum áður en ég fer að prjóna," segir hún. Í dag prjónar Jóhanna aðallega fyrir fjölskylduna og heimilisgesti en í gegnum tíðina hefur hún fært þekktum Íslendingum á borð við Louisu Matthíasdóttur og Vigdísi Finnbogadóttur gjafir. „Ég bjó til nýtt mynstur með trjám handa Vigdísi af því hún er svo mikil tjáræktarkona. Og hún var mjög ánægð með það," segir Jóhanna. Þar sem sjónin hefur gefið sig treystir Jóhanna alfarið á minnið. Hún segir lykkjurnar og mynstrin greipt í hugann. „Þetta hefur alltaf verið þar. Og ég hef ekkert getað gert af því. Þetta er bara svona." „Þetta bara kemur af sjálfu sér. Lykkjurnar bara koma til mín," segir Jóhanna glaðbeitt. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Hin 98 gamla Jóhanna Hjaltadóttir er lögblind en prjónar enn á hverjum degi samkvæmt minni. Hún hefur hannað óteljandi flíkur og fylgir aldrei uppskrift. Jóhanna hefur prjónað frá því hún man eftir sér. Áhuginn leynir sér ekki á heimili hennar þar sem prjónið umlykur hvern krók og kima. Hún er 98 ára gömul og lögblind en hefur engan hug á því að leggja prjónana á hilluna. „Mér finnst gaman að prjóna og það er númer eitt. Svo er gaman þegar maður getur prjónað mismunandi og gefið af sér. Ég hef aldrei prjónað til sölu, nema þegar ég hef selt mynstur og hönnun með," segir Jóhanna. Flestir Íslendingar hafa líklega séð flíkur hannaðar af Jóhönnu á einhverjum tímapunkti en þær hafa verið fastur liður í prjónablöðum í gegnum árin. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á eigin hönnunum. „Þær eru óteljandi. Það er ómögulegt að telja þær vegna þess að ég hef aldrei verið að prjóna eftir mynstrum. Alltaf bara gert þetta sjálf. Ég sé þetta fyrir mér í huganum áður en ég fer að prjóna," segir hún. Í dag prjónar Jóhanna aðallega fyrir fjölskylduna og heimilisgesti en í gegnum tíðina hefur hún fært þekktum Íslendingum á borð við Louisu Matthíasdóttur og Vigdísi Finnbogadóttur gjafir. „Ég bjó til nýtt mynstur með trjám handa Vigdísi af því hún er svo mikil tjáræktarkona. Og hún var mjög ánægð með það," segir Jóhanna. Þar sem sjónin hefur gefið sig treystir Jóhanna alfarið á minnið. Hún segir lykkjurnar og mynstrin greipt í hugann. „Þetta hefur alltaf verið þar. Og ég hef ekkert getað gert af því. Þetta er bara svona." „Þetta bara kemur af sjálfu sér. Lykkjurnar bara koma til mín," segir Jóhanna glaðbeitt.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira