Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2017 06:00 Eins og sjá má er áfengi í Þrastalundi stillt upp með annarri matvöru við hlið osta og eggja. Slíkt tíðkast víða á landsbyggðinni. vísir/sveinn Hægt er að kaupa bjór og léttvín í nýrri kjörbúð Þrastalundar í Þrastaskógi við Sogið þrátt fyrir fullyrðingar eiganda hennar um að viðskiptavinir fái ekki að fara með vörurnar nema inn á veitingastað sem þar er. Þetta sannreyndi blaðamaður Fréttablaðsins á laugardag þegar hann keypti bjór og hvarf á braut. Bjór og léttvíni er haganlega raðað í hillur kjörbúðarinnar ásamt öðrum drykkjarvörum og ostum. Hægt er að kaupa þar helstu nauðsynjar en fjölmargir fara framhjá Þrastalundi á leið í sumarbústaði og á áningarstaði í uppsveitum Árnessýslu. Sverrir Eiríksson, eigandi Þrastalundar, segir engin lög brotin með þessu og að sami háttur sé viðhafður á fleiri stöðum. Hér sé ekki um það að ræða að áfengi sé selt í matvörubúð en að allar hinar vörurnar séu þó til þess ætlaðar að þær séu keyptar og teknar með. „Þetta er svona á nánast öllu Suðurlandinu,“ segir Sverrir. „Ef þú ferð í þjóðgarðinn á Þingvöllum þá sérðu sama fyrirkomulag. Einnig er þetta fyrirkomulag haft á Geysi í Haukadal og víðar. Á veitingastöðum með vínveitingaleyfi sérðu áfengi í kælum út um allar trissur. Þetta er bara hluti af veitingastaðnum.“ Eftir ábendingar viðskiptavina um að kaupa mætti áfengi í kjörbúðinni ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að sannreyna fullyrðingu Sverris. Keypti hann á laugardag áfenga vöru og ýmislegt annað og var vörunum raðað í poka af afgreiðslumanni á staðnum. Áfengi er því selt í matvöruversluninni en um er að ræða brot á áfengislögum enda ÁTVR með einkaleyfi á smásölu áfengis. Hávær umræða hefur verið um það síðustu ár hér á landi að afnema eigi einokun ríkisins á sölu bjórs og léttvíns. „Ég hef oft tekið dæmi um uppsveitir Árnessýslu til að sýna fram á tvískinnunginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður og flutningsmaður frumvarps um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. „Þetta er einhvers konar krafa frá ferðamönnum en við verðum líka að hugsa þetta fyrir smákaupmenn um allt land. Að þeir geti selt þessar vörur og það hjálpi þeim að halda úti litlum verslunum hér og þar um allt land. Þetta snýst ekkert um aðgengi heldur að hjálpa litlum verslunum,“ segir Vilhjálmur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Hægt er að kaupa bjór og léttvín í nýrri kjörbúð Þrastalundar í Þrastaskógi við Sogið þrátt fyrir fullyrðingar eiganda hennar um að viðskiptavinir fái ekki að fara með vörurnar nema inn á veitingastað sem þar er. Þetta sannreyndi blaðamaður Fréttablaðsins á laugardag þegar hann keypti bjór og hvarf á braut. Bjór og léttvíni er haganlega raðað í hillur kjörbúðarinnar ásamt öðrum drykkjarvörum og ostum. Hægt er að kaupa þar helstu nauðsynjar en fjölmargir fara framhjá Þrastalundi á leið í sumarbústaði og á áningarstaði í uppsveitum Árnessýslu. Sverrir Eiríksson, eigandi Þrastalundar, segir engin lög brotin með þessu og að sami háttur sé viðhafður á fleiri stöðum. Hér sé ekki um það að ræða að áfengi sé selt í matvörubúð en að allar hinar vörurnar séu þó til þess ætlaðar að þær séu keyptar og teknar með. „Þetta er svona á nánast öllu Suðurlandinu,“ segir Sverrir. „Ef þú ferð í þjóðgarðinn á Þingvöllum þá sérðu sama fyrirkomulag. Einnig er þetta fyrirkomulag haft á Geysi í Haukadal og víðar. Á veitingastöðum með vínveitingaleyfi sérðu áfengi í kælum út um allar trissur. Þetta er bara hluti af veitingastaðnum.“ Eftir ábendingar viðskiptavina um að kaupa mætti áfengi í kjörbúðinni ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að sannreyna fullyrðingu Sverris. Keypti hann á laugardag áfenga vöru og ýmislegt annað og var vörunum raðað í poka af afgreiðslumanni á staðnum. Áfengi er því selt í matvöruversluninni en um er að ræða brot á áfengislögum enda ÁTVR með einkaleyfi á smásölu áfengis. Hávær umræða hefur verið um það síðustu ár hér á landi að afnema eigi einokun ríkisins á sölu bjórs og léttvíns. „Ég hef oft tekið dæmi um uppsveitir Árnessýslu til að sýna fram á tvískinnunginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður og flutningsmaður frumvarps um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. „Þetta er einhvers konar krafa frá ferðamönnum en við verðum líka að hugsa þetta fyrir smákaupmenn um allt land. Að þeir geti selt þessar vörur og það hjálpi þeim að halda úti litlum verslunum hér og þar um allt land. Þetta snýst ekkert um aðgengi heldur að hjálpa litlum verslunum,“ segir Vilhjálmur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00
Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði