Fiskveiðilöggjöf verndi byggðir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Ákvörðun um að færa botnfiskvinnslu frá Akranesi hefur vakið umræður um fiskveiðilöggjöfina. FRÉTTABLAÐIÐ/Eyþór Kallað er eftir því af þingmönnum að skerpt verði á ákvæðum fiskveiðistjórnunarlaga um byggðavernd. Núverandi ákvæði tryggi ekki þá byggðafestu sem gert var ráð fyrir í upphafi. „Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að það standi upp á stjórnvöld að svara þeirri spurningu hvort, og með hvaða hætti, þau ætli að tryggja þá byggðafestu sem gert er ráð fyrir í lögunum,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar.Páll vísar meðal annars til hæstaréttardóms frá júní 2015 í máli Síldarvinnslunnar gegn Vestmannaeyjabæ. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að forkaupsréttur sveitarfélaga næði aðeins til fiskiskipa sem stæði til að selja úr bæjarfélaginu en ekki til hlutabréfa eiganda fiskiskips. Í kjölfar ákvörðunar HB Granda að færa landvinnslu á botnfiski frá Akranesi til Reykjavíkur hefur umræða um forkaupsrétt sveitarfélaga og byggðavernd losnað úr læðingi á ný. „Mál HB Granda gerir það enn meira knýjandi að þessari spurningu sé svarað,“ segir Páll. Hann bendir á að í fiskveiðistjórnunarlögunum sé kveðið á um byggðafestuna auk þess að hana megi lesa úr anda laganna. Nauðsynlegt sé að breyta lögunum. „Það þarf að vera eitthvert akkeri sem gerir það að verkum að aflaheimildir fljóti ekki viðstöðulaust úr byggðarlögum.Það er ekkert í núverandi lagaumgjörð sem hindrar að allrar aflaheimildirnar séu færðar á einn stað, þess vegna til Reykjavíkur.“ „Við í Framsóknarflokknum höfum verið fylgjandi því að það verði leitað leiða til að styrkja forkaupsrétt sveitarfélaga. Við teljum eðlilegt að þetta verði skoðað,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins VÍSIR/VILHELM„Þá má líka velta því fyrir sér hvort það megi lækka kvótaþakið þannig að það séu fleiri um kvótann. Þetta er samt alltaf flókið mál. Það má heldur ekki fara í aðgerðir sem draga úr þróun og nýsköpun í sjávarútvegi. Það má velta öllu upp en ég er á móti því að það verði gerðar stórar breytingar á kerfinu sem gera það að verkum að það verði ekki eins skilvirkt og það er í dag,“ segir Gunnar Bragi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði við Fréttablaðið í gær að unnið væri að skipun nefndar um fyrirkomulag gjaldtöku af auðlindinni. Nefndin verður skipuð fulltrúum allra þingflokka og er stefnt að því að hún skili tillögum á næsta þingi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Kallað er eftir því af þingmönnum að skerpt verði á ákvæðum fiskveiðistjórnunarlaga um byggðavernd. Núverandi ákvæði tryggi ekki þá byggðafestu sem gert var ráð fyrir í upphafi. „Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að það standi upp á stjórnvöld að svara þeirri spurningu hvort, og með hvaða hætti, þau ætli að tryggja þá byggðafestu sem gert er ráð fyrir í lögunum,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar.Páll vísar meðal annars til hæstaréttardóms frá júní 2015 í máli Síldarvinnslunnar gegn Vestmannaeyjabæ. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að forkaupsréttur sveitarfélaga næði aðeins til fiskiskipa sem stæði til að selja úr bæjarfélaginu en ekki til hlutabréfa eiganda fiskiskips. Í kjölfar ákvörðunar HB Granda að færa landvinnslu á botnfiski frá Akranesi til Reykjavíkur hefur umræða um forkaupsrétt sveitarfélaga og byggðavernd losnað úr læðingi á ný. „Mál HB Granda gerir það enn meira knýjandi að þessari spurningu sé svarað,“ segir Páll. Hann bendir á að í fiskveiðistjórnunarlögunum sé kveðið á um byggðafestuna auk þess að hana megi lesa úr anda laganna. Nauðsynlegt sé að breyta lögunum. „Það þarf að vera eitthvert akkeri sem gerir það að verkum að aflaheimildir fljóti ekki viðstöðulaust úr byggðarlögum.Það er ekkert í núverandi lagaumgjörð sem hindrar að allrar aflaheimildirnar séu færðar á einn stað, þess vegna til Reykjavíkur.“ „Við í Framsóknarflokknum höfum verið fylgjandi því að það verði leitað leiða til að styrkja forkaupsrétt sveitarfélaga. Við teljum eðlilegt að þetta verði skoðað,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins VÍSIR/VILHELM„Þá má líka velta því fyrir sér hvort það megi lækka kvótaþakið þannig að það séu fleiri um kvótann. Þetta er samt alltaf flókið mál. Það má heldur ekki fara í aðgerðir sem draga úr þróun og nýsköpun í sjávarútvegi. Það má velta öllu upp en ég er á móti því að það verði gerðar stórar breytingar á kerfinu sem gera það að verkum að það verði ekki eins skilvirkt og það er í dag,“ segir Gunnar Bragi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði við Fréttablaðið í gær að unnið væri að skipun nefndar um fyrirkomulag gjaldtöku af auðlindinni. Nefndin verður skipuð fulltrúum allra þingflokka og er stefnt að því að hún skili tillögum á næsta þingi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira