Sjálfstæðisflokkurinn á móti öllum breytingum á gjaldtöku í sjávarútvegi Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2017 11:26 Nefndin er hætt störfum en Þorsteinn segir Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið gegn öllum hugsanlegum breytingum á breytingum við gjaldtöku á auðlindinni. Þorsteinn Pálsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi í vegi fyrir öllum hugsanlegum breytingum á fyrirkomulagi við fiskveiðar og að aukinn arður renni í samneysluna.Þetta kemur fram greinargerð hans sem formaður nefndar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði en hún átti að fjalla um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Þorsteinn, sem er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætis- og sjávarútvegsráðherra, segir nefndina hætta störfum. Tilgangslaust sé að halda áfram starfi hennar, því fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi gegn öllum hugmyndum um breytingar.Teitur Björn stóð vörð um óbreytt ástand Ekki er hægt að skilja Þorstein öðruvísi en svo að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, Teitur Björn Einarsson alþingismaður, hafi hreinlega aftrað því að einhver niðurstæða fengist. „Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki á þeirri stundu tilbúinn að fallast á að tímabundinn veiðiréttur skyldi vera grundvöllur gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni,“ segir meðal annars aðfararorðum greinargerðar sem Þorsteinn hefur skilað til ráðuneytisins.Teitur Björn stóð í vegi fyrir öllum breytingum hugsanlegum á frekari gjaldtöku á auðlindinni.visir/ernirEkki hafi tekist að leggja fram tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku af sjávarauðlindinni.Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn sammála Þegar ákveðið var að rjúfa þing og efna til kosninga 28. október næstkomandi stóðu mál þannig, að sögn Þorsteins, að fulltrúar tveggja flokka, Viðreisnar og Framsóknarflokks, höfðu lagt fram tillögur í nefndinni, hvor í sínu lagi. „Ennfremur höfðu fulltrúar allra flokka, nema Sjálfstæðisflokks, lýst stuðningi við það grundvallarsjónarmið að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot af fiskveiðiauðlindinni.“ Þorsteinn segist hafa gert ráðherra grein fyrir því munnlega að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki tilbúinn að fallast á að tímabundinn veiðiréttur skyldi vera grundvöllur gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.Tilgangslaust að halda starfinu áfram „Um leið lét ég það álit mitt í ljós að tilgangslítið væri að halda áfram tilraunum til samkomulags um önnur atriði meðan sá flokkur sem fer með forystu fyrir ríkisstjórn opnaði ekki með ótvíræðum hætti fyrir lausn á þeirri forsendu. Þetta mat mitt er óbreytt.“ Þorsteinn segist telja að tímabundinn afnotaréttur sé forsenda fyrir því að ná megi tveimur afar mikilvægum markmiðum í löggjöf um þessi efni: Annars vegar að lagareglurnar endurspegli með alveg ótvíræðum hætti sameign þjóðarinnar. Hins vegar að þær megi stuðla að sem mestri þjóðhagslegri hagkvæmni veiðanna. Tengdar fréttir Þorsteinn formaður nefndar um sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 8. maí 2017 16:46 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Þorsteinn Pálsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi í vegi fyrir öllum hugsanlegum breytingum á fyrirkomulagi við fiskveiðar og að aukinn arður renni í samneysluna.Þetta kemur fram greinargerð hans sem formaður nefndar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði en hún átti að fjalla um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Þorsteinn, sem er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætis- og sjávarútvegsráðherra, segir nefndina hætta störfum. Tilgangslaust sé að halda áfram starfi hennar, því fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi gegn öllum hugmyndum um breytingar.Teitur Björn stóð vörð um óbreytt ástand Ekki er hægt að skilja Þorstein öðruvísi en svo að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, Teitur Björn Einarsson alþingismaður, hafi hreinlega aftrað því að einhver niðurstæða fengist. „Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki á þeirri stundu tilbúinn að fallast á að tímabundinn veiðiréttur skyldi vera grundvöllur gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni,“ segir meðal annars aðfararorðum greinargerðar sem Þorsteinn hefur skilað til ráðuneytisins.Teitur Björn stóð í vegi fyrir öllum breytingum hugsanlegum á frekari gjaldtöku á auðlindinni.visir/ernirEkki hafi tekist að leggja fram tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku af sjávarauðlindinni.Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn sammála Þegar ákveðið var að rjúfa þing og efna til kosninga 28. október næstkomandi stóðu mál þannig, að sögn Þorsteins, að fulltrúar tveggja flokka, Viðreisnar og Framsóknarflokks, höfðu lagt fram tillögur í nefndinni, hvor í sínu lagi. „Ennfremur höfðu fulltrúar allra flokka, nema Sjálfstæðisflokks, lýst stuðningi við það grundvallarsjónarmið að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot af fiskveiðiauðlindinni.“ Þorsteinn segist hafa gert ráðherra grein fyrir því munnlega að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki tilbúinn að fallast á að tímabundinn veiðiréttur skyldi vera grundvöllur gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.Tilgangslaust að halda starfinu áfram „Um leið lét ég það álit mitt í ljós að tilgangslítið væri að halda áfram tilraunum til samkomulags um önnur atriði meðan sá flokkur sem fer með forystu fyrir ríkisstjórn opnaði ekki með ótvíræðum hætti fyrir lausn á þeirri forsendu. Þetta mat mitt er óbreytt.“ Þorsteinn segist telja að tímabundinn afnotaréttur sé forsenda fyrir því að ná megi tveimur afar mikilvægum markmiðum í löggjöf um þessi efni: Annars vegar að lagareglurnar endurspegli með alveg ótvíræðum hætti sameign þjóðarinnar. Hins vegar að þær megi stuðla að sem mestri þjóðhagslegri hagkvæmni veiðanna.
Tengdar fréttir Þorsteinn formaður nefndar um sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 8. maí 2017 16:46 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Þorsteinn formaður nefndar um sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 8. maí 2017 16:46