Borgin greiddi 4,8 milljónir fyrir hið meinta áróðursrit Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. október 2017 06:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ásamt meirihlutanum sakaður um að hafa dreift kosningaáróðri í boði borgarinnar. Fréttablaðið/Anton Brink Kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í Reykjavík, sem dreift var í hús í vikunni, kostaði borgina alls 4,8 milljónir króna. Minnihlutinn í borginni hefur gagnrýnt dreifingu bæklingsins harðlega og segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins að vafi leiki á því hvort Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi haft heimild til að ráðstafa fénu með þessum hætti. „Þetta er ansi há tala og það er klárt að það leikur vafi á því hvort borgarstjóri hafi haft heimild til að taka þessa ákvörðun. Það er svo augljóst að þetta var áróðursbæklingur, einkum og sér í lagi fyrir Samfylkinguna þar sem verið er að tala um uppbyggingaráform þeirra,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun í borgarstjórn á þriðjudag þar sem útgáfa kynningarritsins var harðlega gagnrýnd. Bæjarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sagði óviðunandi að meirihlutinn í borginni „misnoti nú aðstöðu sína korteri fyrir kosningar og dreifi auglýsingabæklingi um glærusýningar borgarstjóra“, eins og það var orðað í bókuninni. Sjálfstæðismenn óskuðu eftir upplýsingum um kostnað við það sem þeir kölluðu kosningabækling.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.„Ellefu dögum fyrir alþingiskosningar, lætur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, dreifa fjörutíu blaðsíðna riti á öll heimili í Reykjavík með áróðri um húsnæðismál sem eru eitt helsta kosningamálið í komandi kosningum. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð enda er með öllu ótækt að borgarstjóri noti almannafé í pólitískum tilgangi með slíkum hætti. Meirihlutinn benti þó á að upplýsingafundir um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hafi verið haldnir árum saman og síðustu tvö ár hafi verið gefið út upplýsingaefni af því tilefni. Alþingiskosningarnar hefðu ekkert með þessa upplýsingamiðlun að gera. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um kostnaðinn við prentun og dreifingu ritsins og fékk þær upplýsingar að prentun hafi kostaði 1.750 þúsund krónur og dreifing 640 þúsund. Þá fékk almannatengslafyrirtækið Athygli 2,4 milljónir fyrir skrif og uppsetningu. Alls 4.790.000 krónur. Þá fengust þær upplýsingar hjá borginni að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar hafi látið vinna bæklinginn. Svipaður bæklingur hafi verið unninn í fyrra fyrir sama fund sem haldinn var á sama tíma og nú. Tímasetningin hafi verið ákveðin í vor og sömuleiðis kynningaruppleggið, þegar fátt benti til að gengið yrði til alþingiskosninga á árinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í Reykjavík, sem dreift var í hús í vikunni, kostaði borgina alls 4,8 milljónir króna. Minnihlutinn í borginni hefur gagnrýnt dreifingu bæklingsins harðlega og segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins að vafi leiki á því hvort Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi haft heimild til að ráðstafa fénu með þessum hætti. „Þetta er ansi há tala og það er klárt að það leikur vafi á því hvort borgarstjóri hafi haft heimild til að taka þessa ákvörðun. Það er svo augljóst að þetta var áróðursbæklingur, einkum og sér í lagi fyrir Samfylkinguna þar sem verið er að tala um uppbyggingaráform þeirra,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun í borgarstjórn á þriðjudag þar sem útgáfa kynningarritsins var harðlega gagnrýnd. Bæjarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sagði óviðunandi að meirihlutinn í borginni „misnoti nú aðstöðu sína korteri fyrir kosningar og dreifi auglýsingabæklingi um glærusýningar borgarstjóra“, eins og það var orðað í bókuninni. Sjálfstæðismenn óskuðu eftir upplýsingum um kostnað við það sem þeir kölluðu kosningabækling.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.„Ellefu dögum fyrir alþingiskosningar, lætur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, dreifa fjörutíu blaðsíðna riti á öll heimili í Reykjavík með áróðri um húsnæðismál sem eru eitt helsta kosningamálið í komandi kosningum. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð enda er með öllu ótækt að borgarstjóri noti almannafé í pólitískum tilgangi með slíkum hætti. Meirihlutinn benti þó á að upplýsingafundir um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hafi verið haldnir árum saman og síðustu tvö ár hafi verið gefið út upplýsingaefni af því tilefni. Alþingiskosningarnar hefðu ekkert með þessa upplýsingamiðlun að gera. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um kostnaðinn við prentun og dreifingu ritsins og fékk þær upplýsingar að prentun hafi kostaði 1.750 þúsund krónur og dreifing 640 þúsund. Þá fékk almannatengslafyrirtækið Athygli 2,4 milljónir fyrir skrif og uppsetningu. Alls 4.790.000 krónur. Þá fengust þær upplýsingar hjá borginni að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar hafi látið vinna bæklinginn. Svipaður bæklingur hafi verið unninn í fyrra fyrir sama fund sem haldinn var á sama tíma og nú. Tímasetningin hafi verið ákveðin í vor og sömuleiðis kynningaruppleggið, þegar fátt benti til að gengið yrði til alþingiskosninga á árinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira