Forystuskipti framundan hjá Öryrkjabandalaginu Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2017 14:32 Tvennt er í framboði til formanns í Öryrkjabandalagi Íslands en þing sambandsins hefst í dag. Báðir frambjóðendur leggja mikla áherslu á að lög um notendastýrða persónulega þjónustu verði samþykkt sem fyrst og að kjör öryrkja verði bætt þannig að þeir geti lifað með reisn. Ellen Calmon núverandi formaður Öryrkjabandalagsins býður sig ekki aftur fram til embættis formanns á þinginu sem hefst nú síðdegis. En fulltrúar þeirra fjörutíu og eins aðildarfélaga að bandalaginu kjósa nýjan formann á þinginu í fyrramálið. Þuríður Harpa Sigurðardóttir varaformaður Sjálfsbjargar og Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Íslands til margra ára bjóða sig fram í formannsembættið til næstu tveggja ára. „Mig langar að miðla reynslu minni og þekkingu af baráttumálum og baráttu fyrir jöfnuði. Stolti og reisn einstaklinga sem hafa á einhvern hátt haft vindinn í fangið ef ég má orða það svo,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa hefur líka reynslu af baráttu fyrir málum fatlaðra hjá Sjálfsbjörg. „Ég hef undanfarin áratug unnið að málefnum sem tengjast fötluðu fólki, öryrkjum og langveikum. Mér finnst að nógu að starfa þegar kemur að því að reyna að bæta lífskjör og líf okkar hóps,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór segir mikilvægt að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi innan Öryrkjabandalagsins sem telji ríflega tugi þúsunda félagsmanna í 41 félagi. „Það sé ekki einhver einsleit mynd af því hverjir öryrkjar eru, hvernig þeir eru eða hvernig þeir líta út. Þess vegna er svo mikilvægt að minni aðildarfélögin til dæmis hafi vægi líka innan bandalagsins,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa og Einar Þór leggja bæði mikla áherslu á að lokið verði við að lögfesta notendastýrða persónulega þjónustu, eða NPA ásamt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá þurfi að bæta kjör öryrkja verulega. „Við sem erum öryrkjar þurfum að borga miklu meira fyrir að vera á lífi. Í lyfjakostnað, fyrir hjálpartæki, í læknisþjónustu. Þetta eru hlutir sem menn þurfa ekki endilega að borga stórar upphæðir í þegar maður er heilbrigður. Það er bara dýrara að vera fatlaður eða öryrki,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór tekur undir með henni að bæta þurfi kjör öryrkja. „Þau þarf svo sannarlega að bæta og það er forsenda þess að fólk geti lifað með reisn. Að það þurfi ekki að hafa stöðugar áhyggjur af því hvort það eigi fyrir mat á morgun. En ég lít björtum augum á framtíðina hvað varðar kjör og réttindi fatlaðs fólks og öryrkja vegna þess að viðhrofsbreytingin hefur verið í svo jákvæða át undanfarin ár. Og það er svo mikilvægt þegar þessi mikilvægu verkefni sem ég nefndi áðan verða komin á koppinn,“ segir Einar Þór. Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Tvennt er í framboði til formanns í Öryrkjabandalagi Íslands en þing sambandsins hefst í dag. Báðir frambjóðendur leggja mikla áherslu á að lög um notendastýrða persónulega þjónustu verði samþykkt sem fyrst og að kjör öryrkja verði bætt þannig að þeir geti lifað með reisn. Ellen Calmon núverandi formaður Öryrkjabandalagsins býður sig ekki aftur fram til embættis formanns á þinginu sem hefst nú síðdegis. En fulltrúar þeirra fjörutíu og eins aðildarfélaga að bandalaginu kjósa nýjan formann á þinginu í fyrramálið. Þuríður Harpa Sigurðardóttir varaformaður Sjálfsbjargar og Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Íslands til margra ára bjóða sig fram í formannsembættið til næstu tveggja ára. „Mig langar að miðla reynslu minni og þekkingu af baráttumálum og baráttu fyrir jöfnuði. Stolti og reisn einstaklinga sem hafa á einhvern hátt haft vindinn í fangið ef ég má orða það svo,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa hefur líka reynslu af baráttu fyrir málum fatlaðra hjá Sjálfsbjörg. „Ég hef undanfarin áratug unnið að málefnum sem tengjast fötluðu fólki, öryrkjum og langveikum. Mér finnst að nógu að starfa þegar kemur að því að reyna að bæta lífskjör og líf okkar hóps,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór segir mikilvægt að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi innan Öryrkjabandalagsins sem telji ríflega tugi þúsunda félagsmanna í 41 félagi. „Það sé ekki einhver einsleit mynd af því hverjir öryrkjar eru, hvernig þeir eru eða hvernig þeir líta út. Þess vegna er svo mikilvægt að minni aðildarfélögin til dæmis hafi vægi líka innan bandalagsins,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa og Einar Þór leggja bæði mikla áherslu á að lokið verði við að lögfesta notendastýrða persónulega þjónustu, eða NPA ásamt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá þurfi að bæta kjör öryrkja verulega. „Við sem erum öryrkjar þurfum að borga miklu meira fyrir að vera á lífi. Í lyfjakostnað, fyrir hjálpartæki, í læknisþjónustu. Þetta eru hlutir sem menn þurfa ekki endilega að borga stórar upphæðir í þegar maður er heilbrigður. Það er bara dýrara að vera fatlaður eða öryrki,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór tekur undir með henni að bæta þurfi kjör öryrkja. „Þau þarf svo sannarlega að bæta og það er forsenda þess að fólk geti lifað með reisn. Að það þurfi ekki að hafa stöðugar áhyggjur af því hvort það eigi fyrir mat á morgun. En ég lít björtum augum á framtíðina hvað varðar kjör og réttindi fatlaðs fólks og öryrkja vegna þess að viðhrofsbreytingin hefur verið í svo jákvæða át undanfarin ár. Og það er svo mikilvægt þegar þessi mikilvægu verkefni sem ég nefndi áðan verða komin á koppinn,“ segir Einar Þór.
Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira