Lífið

Framhald Das Boot fær leikstjóra

Birgir Olgeirsson skrifar
Framhaldið verður í formi sjónvarpsseríu sem áætlað er að muni kosta því sem nemur rúmum þremur milljörðum íslenskra króna í framleiðslu
Framhaldið verður í formi sjónvarpsseríu sem áætlað er að muni kosta því sem nemur rúmum þremur milljörðum íslenskra króna í framleiðslu
Búið er að finna leikstjóra framhaldsins af hinni klassísku kafbátamynd Das Boot. Sá heitir Andreas Prochaska sem er hvað þekktastur fyrir The Dark Valley.

Það var þýski leikstjórinn Wolfgang Petersen sem gerði Das Boot árið 1981 en myndin segir frá áhöfn kafbátsins U-96 í seinni heimsstyrjöldinni en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu þýska rithöfundarins Lothar-Günther Buchheim frá árinu 1973.

Framhaldið verður í formi sjónvarpsseríu sem áætlað er að muni kosta því sem nemur rúmum þremur milljörðum íslenskra króna í framleiðslu en Sky German sér um framleiðsluna ásamt Bavaria Fersehproduktion og Sonar Entertainment.

Sjónvarpsserían mun gerast skömmu eftir atburðina í Das Boot en hún mun ekki aðeins fjalla um áhafnir þýskra kafbáta heldur einnig franska uppreisnarmenn og bandamenn.

Verður serían frumsýnd árið 2018 í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu, Bretlandi og Írlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×