Jesú skellti sér á Skautasvell Nova á Ingólfstorgi núna í kvöld. Ekki liggur fyrir af hverju Jesú er á Ingólfstorgi en líklegast ætlar hann á tónleika. Stórtenórarnir Kristján Jóhannsson, Elmar Gilbertsson og Jóhann Friðgeir Valdemarsson, munu halda tónleika við Skautasvellið klukkan átta í kvöld.
Fyrir höfðu þeir haldið stutta tónleika á Jólatorginu í Hjartagarði klukkan sex.
Jóhann Friðgeir fer fyrir hópnum og Jónas Þórir leikur undir. Nokkur ár eru síðan Tenórarnir þrír héldu Þorláksmessutónleika.
Jesú skellti sér á skautana
Samúel Karl Ólason skrifar
