Gagnrýna áform stjórnarinnar um lækkun á virðisaukaskatti Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2017 06:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Áform ríkisstjórnarinnar um lækkun efra þreps virðisaukaskatts sæta gagnrýni. Prófessor í hagfræði segir að aðhald í ríkisfjármálum mætti vera meira. Stjórnarandstöðuþingmenn segja kosningaloforð um sókn í innviðauppbyggingu vera svikin. Ríkisfjármálaáætlun 2018-2022 var rædd á Alþingi í gær. „Ég er mjög fylgjandi því að ríkið sýni aðhald og þessar fimm ára áætlanir eru mikið framfaraskref. Nákvæmlega eins og efnahagsástandið er núna þá hefði ég haldið að ríkið ætti að passa upp á aðhald,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Þótt mörgum finnist það ósanngjarnt þá held ég að það hefði verið eðlilegra að leggja enn meiri áherslu á að lækka skuldir og geta þá frekar bætt við ef og þegar efnahagsástand versnar aftur,“ segir Daði Már. Eins og fram hefur komið verður virðisaukaskattur á ferðaþjónustu færður í efra skattþrep, en á móti verður efra skattþrepið lækkað úr 24 prósentum í 22,5. Daði hefur efasemdir um þessa lækkun. „Einhver rök hníga að því að frekar hefði átt að nota þennan pening til að lækka skuldir ríkisins,“ segir hann. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur líka áhyggjur af lækkun efra þrepsins. „Ég veit ekki hvenær við ætlum að læra Íslendingar, þetta er nákvæmlega það sama og gerðist fyrir hrun. Mikill hagvöxtur og þá eru menn að lækka skatta líka,“ segir hún. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir hins vegar að í skattalækkuninni felist mikil kjarabót fyrir almenna neytendur. „Og dregur því úr þörf fyrir almennar kauphækkanir,“ sagði hann á Alþingi í gær. Oddný er afar ósátt við fjármálaáætlunina og segir kosningaloforð hafa verið svikin. „Mér líst ekkert á þetta. Ég er öskureið bara,“ segir Oddný. Hún segir einu uppbygginguna í heilbrigðiskerfinu sem gert sé ráð fyrir vera í byggingu nýs Landspítala. Ekki sé gert ráð fyrir auknu fjármagni til tækjakaupa, styttingar biðlista eða annars. Þá sé engin uppbygging í hjúkrunarheimilum fyrir aldraða áformuð, umfram það sem áður hafði verið áætlað. „Svo eru skólarnir sveltir og við erum á toppi góðæris,“ segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir tekur undir með Oddnýju og segir að hún hefði viljað styrkja tekjustofna til að auka jöfnuð í samfélaginu. „Það er auðvitað ekki verið að gera það. Það er fremur verið að halda áfram á braut skattalækkana. Það er ekki boðuð sú sókn sem allir stjórnmálaflokkar lofuðu fyrir síðustu kosningar. Sem er mikið umhugsunarefni,“ segir hún. Skatttekjur og arðgreiðslur fari í uppbyggingu Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi segja í yfirlýsingu að í fjármálaáætluninni sé aukin velsæld, jöfnuður og brýn uppbygging innviða samfélagsins ekki í forgangi. „Það er ámælisvert, sérstaklega í ljósi þess að eftir mörg mögur ár frá bankahruni hefur myndast svigrúm til þess að gera betur. Þessi ríkisstjórn hyggst ekki nýta sér það svigrúm til hagsbóta fyrir alla,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina ekki horfast í augu við nauðsyn þess að styrkja tekjustofna ríkisins með réttlátum hætti þannig að skattkerfið og arður af auðlindum tryggi í senn öflugt samfélag og auki jöfnuð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Áform ríkisstjórnarinnar um lækkun efra þreps virðisaukaskatts sæta gagnrýni. Prófessor í hagfræði segir að aðhald í ríkisfjármálum mætti vera meira. Stjórnarandstöðuþingmenn segja kosningaloforð um sókn í innviðauppbyggingu vera svikin. Ríkisfjármálaáætlun 2018-2022 var rædd á Alþingi í gær. „Ég er mjög fylgjandi því að ríkið sýni aðhald og þessar fimm ára áætlanir eru mikið framfaraskref. Nákvæmlega eins og efnahagsástandið er núna þá hefði ég haldið að ríkið ætti að passa upp á aðhald,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Þótt mörgum finnist það ósanngjarnt þá held ég að það hefði verið eðlilegra að leggja enn meiri áherslu á að lækka skuldir og geta þá frekar bætt við ef og þegar efnahagsástand versnar aftur,“ segir Daði Már. Eins og fram hefur komið verður virðisaukaskattur á ferðaþjónustu færður í efra skattþrep, en á móti verður efra skattþrepið lækkað úr 24 prósentum í 22,5. Daði hefur efasemdir um þessa lækkun. „Einhver rök hníga að því að frekar hefði átt að nota þennan pening til að lækka skuldir ríkisins,“ segir hann. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur líka áhyggjur af lækkun efra þrepsins. „Ég veit ekki hvenær við ætlum að læra Íslendingar, þetta er nákvæmlega það sama og gerðist fyrir hrun. Mikill hagvöxtur og þá eru menn að lækka skatta líka,“ segir hún. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir hins vegar að í skattalækkuninni felist mikil kjarabót fyrir almenna neytendur. „Og dregur því úr þörf fyrir almennar kauphækkanir,“ sagði hann á Alþingi í gær. Oddný er afar ósátt við fjármálaáætlunina og segir kosningaloforð hafa verið svikin. „Mér líst ekkert á þetta. Ég er öskureið bara,“ segir Oddný. Hún segir einu uppbygginguna í heilbrigðiskerfinu sem gert sé ráð fyrir vera í byggingu nýs Landspítala. Ekki sé gert ráð fyrir auknu fjármagni til tækjakaupa, styttingar biðlista eða annars. Þá sé engin uppbygging í hjúkrunarheimilum fyrir aldraða áformuð, umfram það sem áður hafði verið áætlað. „Svo eru skólarnir sveltir og við erum á toppi góðæris,“ segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir tekur undir með Oddnýju og segir að hún hefði viljað styrkja tekjustofna til að auka jöfnuð í samfélaginu. „Það er auðvitað ekki verið að gera það. Það er fremur verið að halda áfram á braut skattalækkana. Það er ekki boðuð sú sókn sem allir stjórnmálaflokkar lofuðu fyrir síðustu kosningar. Sem er mikið umhugsunarefni,“ segir hún. Skatttekjur og arðgreiðslur fari í uppbyggingu Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi segja í yfirlýsingu að í fjármálaáætluninni sé aukin velsæld, jöfnuður og brýn uppbygging innviða samfélagsins ekki í forgangi. „Það er ámælisvert, sérstaklega í ljósi þess að eftir mörg mögur ár frá bankahruni hefur myndast svigrúm til þess að gera betur. Þessi ríkisstjórn hyggst ekki nýta sér það svigrúm til hagsbóta fyrir alla,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina ekki horfast í augu við nauðsyn þess að styrkja tekjustofna ríkisins með réttlátum hætti þannig að skattkerfið og arður af auðlindum tryggi í senn öflugt samfélag og auki jöfnuð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira