Skíðasvæði Dalvíkur verður opnað aftur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2017 23:17 Stjórnin ætlar að yfirfara verkferla og öryggismál, að sögn formanns félagsins. Félagið sér nú fram á áframhaldandi rekstrargrundvöll. Vísir Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur ákveðið að opna skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli að nýju frá og með næsta mánudegi. Áður hafði verið ákveðið að loka svæðinu um óákveðinn tíma vegna dóms þar sem félaginu var gert að greiða skíðakonu, varaformanni félagsins, 7,7 milljónir króna í skaðabætur. Félagið taldi því að mögulega væri rekstrargrundvöllur svæðisins brostinn. „Við erum búin að taka fundi með okkar starfsfólki og einnig með bænum. Við erum búin að taka ákvörðun um næstu skref sem eru að yfirfara allar verklagsreglur á svæðinu, öryggisbúnað og slíkt. Það er vinna sem við munum fara í á næstu dögum,“ segir Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, í samtali við Vísi. Aðspurður segir Snæþór það hugsanlegt að bærinn muni koma að málinu, en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það. Ýmislegt sé hins vegar í farvatninu. Þá segir hann niðurstöðu stjórnarinnar, um að opna svæðið aftur, afar ánægjulega. „Þetta er mjög ánægjulegt og við treystum okkur til þess að gera þetta. Núna vonumst við bara til þess að það komi snjór um helgina,“ segir hann, en sem fyrr segir er stefnt á að opna svæðið næstkomandi mánudag, 10. apríl.Þaulreynd skíðakona slasaðistStjórn félagsins tilkynnti síðastliðinn mánudag um að skíðasvæðinu yrði lokað um óákveðinn tíma. Sú ákvörðun var tekin eftir að dómur féll í máli þaulreyndrar skíðakonu sem slasaðist á svæðinu árið 2013, en hún var jafnframt varaformaður félagsins á þeim tíma. Konan var metin með 20 prósent varanlega örorku og var frá vinnu í tvö ár. Hún fór fram á ellefu og hálfa milljón króna í skaðabætur, en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi henni 7,7 milljónir króna í bætur. Á skíðasvæðinu starfa sjö starfsmenn í fimm stöðugildum. Rúmlega 100 börn og unglingar stunda æfingar hjá félaginu og eru fjórir þjálfarar auk aðstoðarfólks sem sjá um kennslu og þjálfun. Tengdar fréttir Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur ákveðið að opna skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli að nýju frá og með næsta mánudegi. Áður hafði verið ákveðið að loka svæðinu um óákveðinn tíma vegna dóms þar sem félaginu var gert að greiða skíðakonu, varaformanni félagsins, 7,7 milljónir króna í skaðabætur. Félagið taldi því að mögulega væri rekstrargrundvöllur svæðisins brostinn. „Við erum búin að taka fundi með okkar starfsfólki og einnig með bænum. Við erum búin að taka ákvörðun um næstu skref sem eru að yfirfara allar verklagsreglur á svæðinu, öryggisbúnað og slíkt. Það er vinna sem við munum fara í á næstu dögum,“ segir Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, í samtali við Vísi. Aðspurður segir Snæþór það hugsanlegt að bærinn muni koma að málinu, en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það. Ýmislegt sé hins vegar í farvatninu. Þá segir hann niðurstöðu stjórnarinnar, um að opna svæðið aftur, afar ánægjulega. „Þetta er mjög ánægjulegt og við treystum okkur til þess að gera þetta. Núna vonumst við bara til þess að það komi snjór um helgina,“ segir hann, en sem fyrr segir er stefnt á að opna svæðið næstkomandi mánudag, 10. apríl.Þaulreynd skíðakona slasaðistStjórn félagsins tilkynnti síðastliðinn mánudag um að skíðasvæðinu yrði lokað um óákveðinn tíma. Sú ákvörðun var tekin eftir að dómur féll í máli þaulreyndrar skíðakonu sem slasaðist á svæðinu árið 2013, en hún var jafnframt varaformaður félagsins á þeim tíma. Konan var metin með 20 prósent varanlega örorku og var frá vinnu í tvö ár. Hún fór fram á ellefu og hálfa milljón króna í skaðabætur, en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi henni 7,7 milljónir króna í bætur. Á skíðasvæðinu starfa sjö starfsmenn í fimm stöðugildum. Rúmlega 100 börn og unglingar stunda æfingar hjá félaginu og eru fjórir þjálfarar auk aðstoðarfólks sem sjá um kennslu og þjálfun.
Tengdar fréttir Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22