Sextán handteknir í Bretlandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. maí 2017 00:00 Machester Arena þar sem Salman Abedi gerði sjálfsmorðssprengjuárás í síðustu viku. Vísir/AFP Lögreglan í Bretlandi handtók í dag sextánda manninn í tengslum við rannsóknina á sprengjuárásinni í Manchester í síðustu viku. Tveimur hefur verið sleppt og eru því fjórtán í haldi lögreglu. Lögregluyfirvöld birtu í dag tvær nýjar myndir af árásarmanninum Salman Abedi. Önnur myndin er úr öryggismyndavél í verslun þar sem Abedi sést kaupa vörur nokkrum klukkustundum fyrir árásina. Á hinni myndinni er Abedi með bláa ferðatösku sem lögregla hefur ekki fundið og er fólk beðið um að vara sig á henni ef hún finnst. Myndin er tekin á milli 18. og 22. maí en lögregla tók fram að þessi taska var ekki notuð í árásinni. Breska leyniþjónustan MI5 hefur hafið rannsókn á viðbrögðum sínum við þremur ábendingum sem henni bárust um Salman Abedi vegna öfgafullra skoðana hans. Þrátt fyrir það leggur innanríkisráðherra áherslu á að rannsóknin á sjálfu ódæðinu sé í algjörum forgangi. „Mitt forgangsmál er að gefa öryggissveitum og lögreglu það svigrúm sem þarf til að halda aðgerðinni áfram. Munið að aðgerðin er enn í gangi, við erum enn að handtaka fólk. Leyniþjónustan MI5 getur litið til baka og komist að því hvað gerðist í fortíðinni, en á þessari stundu einbeiti ég mér að því að ljúka aðgerðinni með árangursríkum hætti," segir Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands. Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi handtók í dag sextánda manninn í tengslum við rannsóknina á sprengjuárásinni í Manchester í síðustu viku. Tveimur hefur verið sleppt og eru því fjórtán í haldi lögreglu. Lögregluyfirvöld birtu í dag tvær nýjar myndir af árásarmanninum Salman Abedi. Önnur myndin er úr öryggismyndavél í verslun þar sem Abedi sést kaupa vörur nokkrum klukkustundum fyrir árásina. Á hinni myndinni er Abedi með bláa ferðatösku sem lögregla hefur ekki fundið og er fólk beðið um að vara sig á henni ef hún finnst. Myndin er tekin á milli 18. og 22. maí en lögregla tók fram að þessi taska var ekki notuð í árásinni. Breska leyniþjónustan MI5 hefur hafið rannsókn á viðbrögðum sínum við þremur ábendingum sem henni bárust um Salman Abedi vegna öfgafullra skoðana hans. Þrátt fyrir það leggur innanríkisráðherra áherslu á að rannsóknin á sjálfu ódæðinu sé í algjörum forgangi. „Mitt forgangsmál er að gefa öryggissveitum og lögreglu það svigrúm sem þarf til að halda aðgerðinni áfram. Munið að aðgerðin er enn í gangi, við erum enn að handtaka fólk. Leyniþjónustan MI5 getur litið til baka og komist að því hvað gerðist í fortíðinni, en á þessari stundu einbeiti ég mér að því að ljúka aðgerðinni með árangursríkum hætti," segir Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands.
Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira