Þrjátíu ár frá því Rust flaug úr Reykjavík á Rauða torgið Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2017 22:00 Á þessum degi fyrir þrjátíu árum var nafn þýska unglingsins Mathias Rust á vörum heimsbyggðarinnar. Kvöldið áður hafði honum tekist að fljúga lítilli einshreyfils vél í gegnum loftvarnir Sovétmanna og lenda henni við Kremlarmúra. Færri muna að Reykjavík kom mjög við sögu þessa atburðar, sem talinn er hafa flýtt fyrir falli Sovétríkjanna. Þetta var rifjað upp á Stöð 2 í kvöld í tíu mínútna umfjöllun, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Um íslensku hliðina á þessari mögnuðu sögu var rætt við flugvirkjana Þóri Garðarsson og Theodór Brynjólfsson. Theodór er áhugamaður um þetta flugævintýri þýska unglingsins og Þórir er einn af flugvirkjunum sem óafvitandi hjálpuðu Rust að komast til Moskvu. Einnig voru endursýndir kaflar úr frétt Þóris Guðmundssonar á Stöð 2 árið 1987. Þar ræddi Þórir við Svein Björnsson hjá Flugþjónustunni, sem afgreiddi Rust í Reykjavík. Þórir Garðarsson flugvirki í skýli 25 á Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er Cessna 172, samskonar og vél Rust, sem skoðuð var í þessu sama skýli en þar er nú flugklúbburinn Geirfugl.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Dagana eftir Moskvuförina var Mathias Rust aðalefni sjónvarpsfréttanna, forsíðufrétt heimspressunnar, sem og íslenskra fjölmiðla, og sovéski herinn varð aðhlátursefni fyrir að hafa látið þýskan ungling sleppa í gegnum loftvarnir Sovétríkjanna alla leið inn að Kremlarmúrum. Það þótti sérkennilegt að Rust skyldi byrja á því að fljúga til Íslands á leið sinni til Moskvu en hann tók vélina á leigu frá flugskóla utan við Hamborg og tók fimmtán daga í ferðalagið. Í huga Rusts var hins vegar ljómi yfir leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík haustið áður og því sagðist hann hafa viljað fljúga þaðan; hann vildi flytja friðarboðskap með flugi sínu.Theodór Brynjólfsson flugvirki. Hann telur Rust hafa notað flugið til Íslands sem æfingaferð fyrir Moskvuflugið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þórir Garðarsson rak þá með félögum sínum viðhaldsstöð fyrir einkavélar í skýli 25 í Fluggörðum. Þórir lýsir viðskiptum sínum við Rust, sem óskaði eftir því að vélin yrði tekin í 50 tíma skoðun í Reykjavík. Mathias Rust notaði tímann á Íslandi einnig til að fljúga til Vestfjarða en vegna þess var hann grunaður um að vera fálkaungaræningi. Svo vildi til að ljósmyndarinn Pétur P. Johnson var staddur á Reykjavíkurflugvelli þegar lögregla og útlendingaeftirlitið tóku Rust til yfirheyrslu sem grunaðan fálkaþjóf. Reykjavíkurflugvelli í maí árið 1987. Lögreglumenn leituðu að fálkaungum í Cessnunni þegar Mathias Rust kom frá Vestfjörðum.Mynd/Pétur P. Johnson.Mathias Rust var dæmdur til fjögurra ára fangavistar og afplánaði í helsta öryggisfangelsi Rússa. Hann var látinn laus eftir 15 mánuði.Mynd/Nordic photos. Tengdar fréttir Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Sjá meira
Á þessum degi fyrir þrjátíu árum var nafn þýska unglingsins Mathias Rust á vörum heimsbyggðarinnar. Kvöldið áður hafði honum tekist að fljúga lítilli einshreyfils vél í gegnum loftvarnir Sovétmanna og lenda henni við Kremlarmúra. Færri muna að Reykjavík kom mjög við sögu þessa atburðar, sem talinn er hafa flýtt fyrir falli Sovétríkjanna. Þetta var rifjað upp á Stöð 2 í kvöld í tíu mínútna umfjöllun, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Um íslensku hliðina á þessari mögnuðu sögu var rætt við flugvirkjana Þóri Garðarsson og Theodór Brynjólfsson. Theodór er áhugamaður um þetta flugævintýri þýska unglingsins og Þórir er einn af flugvirkjunum sem óafvitandi hjálpuðu Rust að komast til Moskvu. Einnig voru endursýndir kaflar úr frétt Þóris Guðmundssonar á Stöð 2 árið 1987. Þar ræddi Þórir við Svein Björnsson hjá Flugþjónustunni, sem afgreiddi Rust í Reykjavík. Þórir Garðarsson flugvirki í skýli 25 á Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er Cessna 172, samskonar og vél Rust, sem skoðuð var í þessu sama skýli en þar er nú flugklúbburinn Geirfugl.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Dagana eftir Moskvuförina var Mathias Rust aðalefni sjónvarpsfréttanna, forsíðufrétt heimspressunnar, sem og íslenskra fjölmiðla, og sovéski herinn varð aðhlátursefni fyrir að hafa látið þýskan ungling sleppa í gegnum loftvarnir Sovétríkjanna alla leið inn að Kremlarmúrum. Það þótti sérkennilegt að Rust skyldi byrja á því að fljúga til Íslands á leið sinni til Moskvu en hann tók vélina á leigu frá flugskóla utan við Hamborg og tók fimmtán daga í ferðalagið. Í huga Rusts var hins vegar ljómi yfir leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík haustið áður og því sagðist hann hafa viljað fljúga þaðan; hann vildi flytja friðarboðskap með flugi sínu.Theodór Brynjólfsson flugvirki. Hann telur Rust hafa notað flugið til Íslands sem æfingaferð fyrir Moskvuflugið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þórir Garðarsson rak þá með félögum sínum viðhaldsstöð fyrir einkavélar í skýli 25 í Fluggörðum. Þórir lýsir viðskiptum sínum við Rust, sem óskaði eftir því að vélin yrði tekin í 50 tíma skoðun í Reykjavík. Mathias Rust notaði tímann á Íslandi einnig til að fljúga til Vestfjarða en vegna þess var hann grunaður um að vera fálkaungaræningi. Svo vildi til að ljósmyndarinn Pétur P. Johnson var staddur á Reykjavíkurflugvelli þegar lögregla og útlendingaeftirlitið tóku Rust til yfirheyrslu sem grunaðan fálkaþjóf. Reykjavíkurflugvelli í maí árið 1987. Lögreglumenn leituðu að fálkaungum í Cessnunni þegar Mathias Rust kom frá Vestfjörðum.Mynd/Pétur P. Johnson.Mathias Rust var dæmdur til fjögurra ára fangavistar og afplánaði í helsta öryggisfangelsi Rússa. Hann var látinn laus eftir 15 mánuði.Mynd/Nordic photos.
Tengdar fréttir Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Sjá meira
Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00