Þrjátíu ár frá því Rust flaug úr Reykjavík á Rauða torgið Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2017 22:00 Á þessum degi fyrir þrjátíu árum var nafn þýska unglingsins Mathias Rust á vörum heimsbyggðarinnar. Kvöldið áður hafði honum tekist að fljúga lítilli einshreyfils vél í gegnum loftvarnir Sovétmanna og lenda henni við Kremlarmúra. Færri muna að Reykjavík kom mjög við sögu þessa atburðar, sem talinn er hafa flýtt fyrir falli Sovétríkjanna. Þetta var rifjað upp á Stöð 2 í kvöld í tíu mínútna umfjöllun, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Um íslensku hliðina á þessari mögnuðu sögu var rætt við flugvirkjana Þóri Garðarsson og Theodór Brynjólfsson. Theodór er áhugamaður um þetta flugævintýri þýska unglingsins og Þórir er einn af flugvirkjunum sem óafvitandi hjálpuðu Rust að komast til Moskvu. Einnig voru endursýndir kaflar úr frétt Þóris Guðmundssonar á Stöð 2 árið 1987. Þar ræddi Þórir við Svein Björnsson hjá Flugþjónustunni, sem afgreiddi Rust í Reykjavík. Þórir Garðarsson flugvirki í skýli 25 á Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er Cessna 172, samskonar og vél Rust, sem skoðuð var í þessu sama skýli en þar er nú flugklúbburinn Geirfugl.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Dagana eftir Moskvuförina var Mathias Rust aðalefni sjónvarpsfréttanna, forsíðufrétt heimspressunnar, sem og íslenskra fjölmiðla, og sovéski herinn varð aðhlátursefni fyrir að hafa látið þýskan ungling sleppa í gegnum loftvarnir Sovétríkjanna alla leið inn að Kremlarmúrum. Það þótti sérkennilegt að Rust skyldi byrja á því að fljúga til Íslands á leið sinni til Moskvu en hann tók vélina á leigu frá flugskóla utan við Hamborg og tók fimmtán daga í ferðalagið. Í huga Rusts var hins vegar ljómi yfir leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík haustið áður og því sagðist hann hafa viljað fljúga þaðan; hann vildi flytja friðarboðskap með flugi sínu.Theodór Brynjólfsson flugvirki. Hann telur Rust hafa notað flugið til Íslands sem æfingaferð fyrir Moskvuflugið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þórir Garðarsson rak þá með félögum sínum viðhaldsstöð fyrir einkavélar í skýli 25 í Fluggörðum. Þórir lýsir viðskiptum sínum við Rust, sem óskaði eftir því að vélin yrði tekin í 50 tíma skoðun í Reykjavík. Mathias Rust notaði tímann á Íslandi einnig til að fljúga til Vestfjarða en vegna þess var hann grunaður um að vera fálkaungaræningi. Svo vildi til að ljósmyndarinn Pétur P. Johnson var staddur á Reykjavíkurflugvelli þegar lögregla og útlendingaeftirlitið tóku Rust til yfirheyrslu sem grunaðan fálkaþjóf. Reykjavíkurflugvelli í maí árið 1987. Lögreglumenn leituðu að fálkaungum í Cessnunni þegar Mathias Rust kom frá Vestfjörðum.Mynd/Pétur P. Johnson.Mathias Rust var dæmdur til fjögurra ára fangavistar og afplánaði í helsta öryggisfangelsi Rússa. Hann var látinn laus eftir 15 mánuði.Mynd/Nordic photos. Tengdar fréttir Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Á þessum degi fyrir þrjátíu árum var nafn þýska unglingsins Mathias Rust á vörum heimsbyggðarinnar. Kvöldið áður hafði honum tekist að fljúga lítilli einshreyfils vél í gegnum loftvarnir Sovétmanna og lenda henni við Kremlarmúra. Færri muna að Reykjavík kom mjög við sögu þessa atburðar, sem talinn er hafa flýtt fyrir falli Sovétríkjanna. Þetta var rifjað upp á Stöð 2 í kvöld í tíu mínútna umfjöllun, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Um íslensku hliðina á þessari mögnuðu sögu var rætt við flugvirkjana Þóri Garðarsson og Theodór Brynjólfsson. Theodór er áhugamaður um þetta flugævintýri þýska unglingsins og Þórir er einn af flugvirkjunum sem óafvitandi hjálpuðu Rust að komast til Moskvu. Einnig voru endursýndir kaflar úr frétt Þóris Guðmundssonar á Stöð 2 árið 1987. Þar ræddi Þórir við Svein Björnsson hjá Flugþjónustunni, sem afgreiddi Rust í Reykjavík. Þórir Garðarsson flugvirki í skýli 25 á Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er Cessna 172, samskonar og vél Rust, sem skoðuð var í þessu sama skýli en þar er nú flugklúbburinn Geirfugl.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Dagana eftir Moskvuförina var Mathias Rust aðalefni sjónvarpsfréttanna, forsíðufrétt heimspressunnar, sem og íslenskra fjölmiðla, og sovéski herinn varð aðhlátursefni fyrir að hafa látið þýskan ungling sleppa í gegnum loftvarnir Sovétríkjanna alla leið inn að Kremlarmúrum. Það þótti sérkennilegt að Rust skyldi byrja á því að fljúga til Íslands á leið sinni til Moskvu en hann tók vélina á leigu frá flugskóla utan við Hamborg og tók fimmtán daga í ferðalagið. Í huga Rusts var hins vegar ljómi yfir leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík haustið áður og því sagðist hann hafa viljað fljúga þaðan; hann vildi flytja friðarboðskap með flugi sínu.Theodór Brynjólfsson flugvirki. Hann telur Rust hafa notað flugið til Íslands sem æfingaferð fyrir Moskvuflugið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þórir Garðarsson rak þá með félögum sínum viðhaldsstöð fyrir einkavélar í skýli 25 í Fluggörðum. Þórir lýsir viðskiptum sínum við Rust, sem óskaði eftir því að vélin yrði tekin í 50 tíma skoðun í Reykjavík. Mathias Rust notaði tímann á Íslandi einnig til að fljúga til Vestfjarða en vegna þess var hann grunaður um að vera fálkaungaræningi. Svo vildi til að ljósmyndarinn Pétur P. Johnson var staddur á Reykjavíkurflugvelli þegar lögregla og útlendingaeftirlitið tóku Rust til yfirheyrslu sem grunaðan fálkaþjóf. Reykjavíkurflugvelli í maí árið 1987. Lögreglumenn leituðu að fálkaungum í Cessnunni þegar Mathias Rust kom frá Vestfjörðum.Mynd/Pétur P. Johnson.Mathias Rust var dæmdur til fjögurra ára fangavistar og afplánaði í helsta öryggisfangelsi Rússa. Hann var látinn laus eftir 15 mánuði.Mynd/Nordic photos.
Tengdar fréttir Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00