Þrjátíu ár frá því Rust flaug úr Reykjavík á Rauða torgið Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2017 22:00 Á þessum degi fyrir þrjátíu árum var nafn þýska unglingsins Mathias Rust á vörum heimsbyggðarinnar. Kvöldið áður hafði honum tekist að fljúga lítilli einshreyfils vél í gegnum loftvarnir Sovétmanna og lenda henni við Kremlarmúra. Færri muna að Reykjavík kom mjög við sögu þessa atburðar, sem talinn er hafa flýtt fyrir falli Sovétríkjanna. Þetta var rifjað upp á Stöð 2 í kvöld í tíu mínútna umfjöllun, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Um íslensku hliðina á þessari mögnuðu sögu var rætt við flugvirkjana Þóri Garðarsson og Theodór Brynjólfsson. Theodór er áhugamaður um þetta flugævintýri þýska unglingsins og Þórir er einn af flugvirkjunum sem óafvitandi hjálpuðu Rust að komast til Moskvu. Einnig voru endursýndir kaflar úr frétt Þóris Guðmundssonar á Stöð 2 árið 1987. Þar ræddi Þórir við Svein Björnsson hjá Flugþjónustunni, sem afgreiddi Rust í Reykjavík. Þórir Garðarsson flugvirki í skýli 25 á Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er Cessna 172, samskonar og vél Rust, sem skoðuð var í þessu sama skýli en þar er nú flugklúbburinn Geirfugl.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Dagana eftir Moskvuförina var Mathias Rust aðalefni sjónvarpsfréttanna, forsíðufrétt heimspressunnar, sem og íslenskra fjölmiðla, og sovéski herinn varð aðhlátursefni fyrir að hafa látið þýskan ungling sleppa í gegnum loftvarnir Sovétríkjanna alla leið inn að Kremlarmúrum. Það þótti sérkennilegt að Rust skyldi byrja á því að fljúga til Íslands á leið sinni til Moskvu en hann tók vélina á leigu frá flugskóla utan við Hamborg og tók fimmtán daga í ferðalagið. Í huga Rusts var hins vegar ljómi yfir leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík haustið áður og því sagðist hann hafa viljað fljúga þaðan; hann vildi flytja friðarboðskap með flugi sínu.Theodór Brynjólfsson flugvirki. Hann telur Rust hafa notað flugið til Íslands sem æfingaferð fyrir Moskvuflugið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þórir Garðarsson rak þá með félögum sínum viðhaldsstöð fyrir einkavélar í skýli 25 í Fluggörðum. Þórir lýsir viðskiptum sínum við Rust, sem óskaði eftir því að vélin yrði tekin í 50 tíma skoðun í Reykjavík. Mathias Rust notaði tímann á Íslandi einnig til að fljúga til Vestfjarða en vegna þess var hann grunaður um að vera fálkaungaræningi. Svo vildi til að ljósmyndarinn Pétur P. Johnson var staddur á Reykjavíkurflugvelli þegar lögregla og útlendingaeftirlitið tóku Rust til yfirheyrslu sem grunaðan fálkaþjóf. Reykjavíkurflugvelli í maí árið 1987. Lögreglumenn leituðu að fálkaungum í Cessnunni þegar Mathias Rust kom frá Vestfjörðum.Mynd/Pétur P. Johnson.Mathias Rust var dæmdur til fjögurra ára fangavistar og afplánaði í helsta öryggisfangelsi Rússa. Hann var látinn laus eftir 15 mánuði.Mynd/Nordic photos. Tengdar fréttir Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Á þessum degi fyrir þrjátíu árum var nafn þýska unglingsins Mathias Rust á vörum heimsbyggðarinnar. Kvöldið áður hafði honum tekist að fljúga lítilli einshreyfils vél í gegnum loftvarnir Sovétmanna og lenda henni við Kremlarmúra. Færri muna að Reykjavík kom mjög við sögu þessa atburðar, sem talinn er hafa flýtt fyrir falli Sovétríkjanna. Þetta var rifjað upp á Stöð 2 í kvöld í tíu mínútna umfjöllun, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Um íslensku hliðina á þessari mögnuðu sögu var rætt við flugvirkjana Þóri Garðarsson og Theodór Brynjólfsson. Theodór er áhugamaður um þetta flugævintýri þýska unglingsins og Þórir er einn af flugvirkjunum sem óafvitandi hjálpuðu Rust að komast til Moskvu. Einnig voru endursýndir kaflar úr frétt Þóris Guðmundssonar á Stöð 2 árið 1987. Þar ræddi Þórir við Svein Björnsson hjá Flugþjónustunni, sem afgreiddi Rust í Reykjavík. Þórir Garðarsson flugvirki í skýli 25 á Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er Cessna 172, samskonar og vél Rust, sem skoðuð var í þessu sama skýli en þar er nú flugklúbburinn Geirfugl.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Dagana eftir Moskvuförina var Mathias Rust aðalefni sjónvarpsfréttanna, forsíðufrétt heimspressunnar, sem og íslenskra fjölmiðla, og sovéski herinn varð aðhlátursefni fyrir að hafa látið þýskan ungling sleppa í gegnum loftvarnir Sovétríkjanna alla leið inn að Kremlarmúrum. Það þótti sérkennilegt að Rust skyldi byrja á því að fljúga til Íslands á leið sinni til Moskvu en hann tók vélina á leigu frá flugskóla utan við Hamborg og tók fimmtán daga í ferðalagið. Í huga Rusts var hins vegar ljómi yfir leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík haustið áður og því sagðist hann hafa viljað fljúga þaðan; hann vildi flytja friðarboðskap með flugi sínu.Theodór Brynjólfsson flugvirki. Hann telur Rust hafa notað flugið til Íslands sem æfingaferð fyrir Moskvuflugið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þórir Garðarsson rak þá með félögum sínum viðhaldsstöð fyrir einkavélar í skýli 25 í Fluggörðum. Þórir lýsir viðskiptum sínum við Rust, sem óskaði eftir því að vélin yrði tekin í 50 tíma skoðun í Reykjavík. Mathias Rust notaði tímann á Íslandi einnig til að fljúga til Vestfjarða en vegna þess var hann grunaður um að vera fálkaungaræningi. Svo vildi til að ljósmyndarinn Pétur P. Johnson var staddur á Reykjavíkurflugvelli þegar lögregla og útlendingaeftirlitið tóku Rust til yfirheyrslu sem grunaðan fálkaþjóf. Reykjavíkurflugvelli í maí árið 1987. Lögreglumenn leituðu að fálkaungum í Cessnunni þegar Mathias Rust kom frá Vestfjörðum.Mynd/Pétur P. Johnson.Mathias Rust var dæmdur til fjögurra ára fangavistar og afplánaði í helsta öryggisfangelsi Rússa. Hann var látinn laus eftir 15 mánuði.Mynd/Nordic photos.
Tengdar fréttir Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00