Vanrækslan kostar mannslíf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 20:30 Þingmaður Pírata segir ljóst af eigin reynslu að heilbrigðiskerfið sé ekki fært um að þjónusta þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða með fullnægjandi hætti. Þetta sé vegna vanrækslu stjórnvalda á málaflokknum og vonast hann til þess að mál tveggja ungra manna sem frömdu sjálfsvíg á geðdeild Landspítalans í liðnum mánuði opni augu ráðamanna. Gunnar Hrafn Jónsson hefur greint opinberlega frá baráttu sinni við alvarlegt þunglyndi og þekkir geðheilbrigðiskerfið vel af eigin raun. Hann segir það vera bæði undirmannað og fjársvelt. „Ég veit hvernig það er að koma þangað inn og ég veit hvernig kerfið virkar og hversu illa það er í stakk búið til að takast á við meginþorra þeirra verkefna sem koma til þeirra," segir Gunnar Hrafn. Á liðnum mánuði hafa tveir ungir menn svipt sig lífi á geðdeild Landspítalans. Gunnar segir vanrækslu á málaflokknum kosta mannslíf og vonast til þess að atburðirnir verði stjórnvöldum vakning. „Ég veit að starfsfólkið gerir allt sem það getur til þess að bregðast við öllum málum sem koma upp þrátt fyrir að þarna sé undirmönnum og báglegar aðstæður til þess. En ég held að þetta verði bara að vera vakning fyrir stjórnvöld um að það kostar mannslíf að vanrækja svona málaflokk," segir Gunnar. Hann gagnrýnir aðstöðumun og segir nauðsynlegt að fjárfesta í geðheilbrigðiskerfinu. „Það má ekki vera skorið við nögl þegar við erum að hugsa um að jafna aðstöðumun á milli geðdeildar og annarra deilda," segir Gunnar. „Ef við værum með slíkt aðstöðuleysi fyrir hjartaskurðlækningar myndi byrja að heyrast í fólki um leið og fólk byrjaði að deyja. Þarna erum við að horfa upp á fólk beinlínis deyja út af því að aðstöðuleysi ríkir," segir hann. Gunnar segir ekki í boði að senda andlega veikt fólk á bráðamóttökuna utan opnunartíma geðdeildar. Þar þurfi að vera sólarhringsvakt. „Ég veit um marga sem hafa beðið þar og farið heim af því að þeim fannst þeir ekki vera á réttum stað. Ég persónulega myndi vilja sjá sólarhringsþjónustu til að byrja með og stærri vakt, fleira fólk á vakt og auðvitað þurfum við nýjan spítala og stærra pláss," segir hann. Gunnar telur jafnframt nauðsynlegt að grípa fyrr inn í aðstæðurnar og setja aukið fé til geðheilbrigðismaála hjá heilsugæslum. „Annars sjáum við fólk hrannast inn á örorku. Jafnvel fyrir lífstíð. Við sjáum að það er að vaxa mjög hratt; hlutfall ungra karlmanna sem eru á örorku og það er meira og minna vegna geðrænna vandamála," segir Gunnar Hrafn. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Þingmaður Pírata segir ljóst af eigin reynslu að heilbrigðiskerfið sé ekki fært um að þjónusta þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða með fullnægjandi hætti. Þetta sé vegna vanrækslu stjórnvalda á málaflokknum og vonast hann til þess að mál tveggja ungra manna sem frömdu sjálfsvíg á geðdeild Landspítalans í liðnum mánuði opni augu ráðamanna. Gunnar Hrafn Jónsson hefur greint opinberlega frá baráttu sinni við alvarlegt þunglyndi og þekkir geðheilbrigðiskerfið vel af eigin raun. Hann segir það vera bæði undirmannað og fjársvelt. „Ég veit hvernig það er að koma þangað inn og ég veit hvernig kerfið virkar og hversu illa það er í stakk búið til að takast á við meginþorra þeirra verkefna sem koma til þeirra," segir Gunnar Hrafn. Á liðnum mánuði hafa tveir ungir menn svipt sig lífi á geðdeild Landspítalans. Gunnar segir vanrækslu á málaflokknum kosta mannslíf og vonast til þess að atburðirnir verði stjórnvöldum vakning. „Ég veit að starfsfólkið gerir allt sem það getur til þess að bregðast við öllum málum sem koma upp þrátt fyrir að þarna sé undirmönnum og báglegar aðstæður til þess. En ég held að þetta verði bara að vera vakning fyrir stjórnvöld um að það kostar mannslíf að vanrækja svona málaflokk," segir Gunnar. Hann gagnrýnir aðstöðumun og segir nauðsynlegt að fjárfesta í geðheilbrigðiskerfinu. „Það má ekki vera skorið við nögl þegar við erum að hugsa um að jafna aðstöðumun á milli geðdeildar og annarra deilda," segir Gunnar. „Ef við værum með slíkt aðstöðuleysi fyrir hjartaskurðlækningar myndi byrja að heyrast í fólki um leið og fólk byrjaði að deyja. Þarna erum við að horfa upp á fólk beinlínis deyja út af því að aðstöðuleysi ríkir," segir hann. Gunnar segir ekki í boði að senda andlega veikt fólk á bráðamóttökuna utan opnunartíma geðdeildar. Þar þurfi að vera sólarhringsvakt. „Ég veit um marga sem hafa beðið þar og farið heim af því að þeim fannst þeir ekki vera á réttum stað. Ég persónulega myndi vilja sjá sólarhringsþjónustu til að byrja með og stærri vakt, fleira fólk á vakt og auðvitað þurfum við nýjan spítala og stærra pláss," segir hann. Gunnar telur jafnframt nauðsynlegt að grípa fyrr inn í aðstæðurnar og setja aukið fé til geðheilbrigðismaála hjá heilsugæslum. „Annars sjáum við fólk hrannast inn á örorku. Jafnvel fyrir lífstíð. Við sjáum að það er að vaxa mjög hratt; hlutfall ungra karlmanna sem eru á örorku og það er meira og minna vegna geðrænna vandamála," segir Gunnar Hrafn.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira