Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 21:12 Orðaval Ásdísar Ránar vakti hörð viðbrögð „Þú hefur greinilega ekki kynnt þér alveg nógu vel reglur keppninnar,“ segir Stefanía Tara Þrastardóttir í athugasemd á Facebook-færslu hjá ísdrottningunni Ásdísi Rán. Stefanía Tara keppti í gær í Ungfrú Ísland og var hún valin Vinsælasta stúlkan í keppninni í lok kvöldsins. Ásdís Rán deildi mynd af Stefaníu Töru á Snapchat og skrifaði þar „Er búið að breyta stöðlunum í Miss World eða er hún bara uppfyllingarefni til að sýnast fyrir ISL femínistann...?“ Í kjölfar fréttar á vef DV var Ásdís Rán harðlega gagnrýnd fyrir að fitusmána Stefaníu Töru á opnum Snapchat aðgangi. Ásdís Rán reyndi að útskýra málið á Facebook fyrr í dag og talar þar aftur um Stefaníu Töru sem uppfyllingarefni: „Ég vil taka það fram að ég er hér algjörlega ekki að setja út á keppandann sjálfan heldur spyr ég hér einfaldrar spurningar um keppnina og svarið er að það er ekki búið að breyta reglunum í erlendu keppninni sem þessar stúlkur keppast um að taka þátt í. Þarna er ég einfaldlega að benda á að þessar stúlkur eigi ekki jafnan rétt í keppninni þar sem einhverjir keppendur uppfylla ekki staðla fyrir keppnina úti og geta þar með ekki í raun unnið Miss Iceland, ef það á að leyfa stærri stelpum að taka þátt eiga þær þá ekki að hafa jafn mikla möguleika og hinar? Eða eru þær bara uppfyllingarefni? fegurðin í öllum sínum formum kemur málinu ekkert við. Þarna finnst mér verið að fara illa með greyið stelpurnar...“ Stefanía Tara skrifaði kaldhæðna athugasemd við færsluna á Facebook síðu Ásdísar Ránar og hefur fengið mikið hrós fyrir að svara þessum skrifum.„Sæl Ásdís. Mér þykir rosalega vænt um að þú hafir tekið sérstaklega eftir því hversu mikið þyngri eða stærri á einhvern hátt ég er, miðað við aðra keppendur. Þú hefur greinilega ekki kynnt þér alveg nógu vel reglur keppninnar, hvorki hérlendis, né erlendis. Því allar þær stúlkur sem keppa á Íslandi, hafa jafnan möguleika á því að fara fyrir hönd Íslands, út í Miss World, og hefði ég alveg getað verið sú stúlka. Ég kem ekki nálægt neinum femínískum reglum, né er ég UPPFYLLINGAREFNI (takk fyrir þetta fallega og ótrúlega tillitsama orð) í þessari keppni. ÉG sótti um, ÉG komst inn, Ég réð hvað ÉG gerði. Annars er þetta ágætur vettvangur fyrir þig til að fá athygli þar sem ég stóð mig alveg ógeðslega vel, því neikvæð athygli er jú betri en engin.“ Ásdís Rán hefur ekki svarað athugasemd Stefaníu Töru þegar þessi frétt er skrifuð. Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Þú hefur greinilega ekki kynnt þér alveg nógu vel reglur keppninnar,“ segir Stefanía Tara Þrastardóttir í athugasemd á Facebook-færslu hjá ísdrottningunni Ásdísi Rán. Stefanía Tara keppti í gær í Ungfrú Ísland og var hún valin Vinsælasta stúlkan í keppninni í lok kvöldsins. Ásdís Rán deildi mynd af Stefaníu Töru á Snapchat og skrifaði þar „Er búið að breyta stöðlunum í Miss World eða er hún bara uppfyllingarefni til að sýnast fyrir ISL femínistann...?“ Í kjölfar fréttar á vef DV var Ásdís Rán harðlega gagnrýnd fyrir að fitusmána Stefaníu Töru á opnum Snapchat aðgangi. Ásdís Rán reyndi að útskýra málið á Facebook fyrr í dag og talar þar aftur um Stefaníu Töru sem uppfyllingarefni: „Ég vil taka það fram að ég er hér algjörlega ekki að setja út á keppandann sjálfan heldur spyr ég hér einfaldrar spurningar um keppnina og svarið er að það er ekki búið að breyta reglunum í erlendu keppninni sem þessar stúlkur keppast um að taka þátt í. Þarna er ég einfaldlega að benda á að þessar stúlkur eigi ekki jafnan rétt í keppninni þar sem einhverjir keppendur uppfylla ekki staðla fyrir keppnina úti og geta þar með ekki í raun unnið Miss Iceland, ef það á að leyfa stærri stelpum að taka þátt eiga þær þá ekki að hafa jafn mikla möguleika og hinar? Eða eru þær bara uppfyllingarefni? fegurðin í öllum sínum formum kemur málinu ekkert við. Þarna finnst mér verið að fara illa með greyið stelpurnar...“ Stefanía Tara skrifaði kaldhæðna athugasemd við færsluna á Facebook síðu Ásdísar Ránar og hefur fengið mikið hrós fyrir að svara þessum skrifum.„Sæl Ásdís. Mér þykir rosalega vænt um að þú hafir tekið sérstaklega eftir því hversu mikið þyngri eða stærri á einhvern hátt ég er, miðað við aðra keppendur. Þú hefur greinilega ekki kynnt þér alveg nógu vel reglur keppninnar, hvorki hérlendis, né erlendis. Því allar þær stúlkur sem keppa á Íslandi, hafa jafnan möguleika á því að fara fyrir hönd Íslands, út í Miss World, og hefði ég alveg getað verið sú stúlka. Ég kem ekki nálægt neinum femínískum reglum, né er ég UPPFYLLINGAREFNI (takk fyrir þetta fallega og ótrúlega tillitsama orð) í þessari keppni. ÉG sótti um, ÉG komst inn, Ég réð hvað ÉG gerði. Annars er þetta ágætur vettvangur fyrir þig til að fá athygli þar sem ég stóð mig alveg ógeðslega vel, því neikvæð athygli er jú betri en engin.“ Ásdís Rán hefur ekki svarað athugasemd Stefaníu Töru þegar þessi frétt er skrifuð.
Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira