Gillz kemur Dóra DNA til varnar: „Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2017 13:15 Egill Einarsson, Halldór Halldórsson og Karl Th. Birgisson eru ekki á eitt sáttir. Vísir Líkamsræktarfrömuðurinn Egill Einarsson, sem einnig er þekktur undir nafninu Gillz, kemur grínistanum og leikhúsmanninum Halldóri Halldórssyni, eða Dóra DNA, til varnar á Twitter-síðu sinni í dag. Gillz tekur upp hanskann fyrir Dóra í kjölfar ummæla Karls Th. Birgissonar, ritstjóra Herðubreiðar, um útlit Halldórs eftir að sá síðarnefndi kom fram í þættinum Vikunni með Gísla Marteini sem sýndur var á RÚV á föstudagskvöld.Aumingi sem hefur aldrei stigið fæti inn á líkamsræktarstöð að drulla yfir fellow bodybuilder DNA-Man. Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft! pic.twitter.com/ZW0zzox1D4— Egill Einarsson (@EgillGillz) April 23, 2017 Gillz er harðorður í garð Karls á Twitter og skrifar: „Aumingi sem hefur aldrei stigið fæti inn á líkamsræktarstöð að drulla yfir fellow bodybuilder DNA-Man. Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft!“ en hann vísar þar til þess að Halldór hefur sjálfur verið duglegur í ræktinni upp á síðkastið. Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, lét ummælin, sem gagnrýnd eru, falla á Facebook síðu sinni. „Sá loksins Vikuna sem hann Gísli Marteinn stýrir. Fékk veruleg ónot þegar Dóri DNA birtist með fitukeppina sína. Er í alvörunni enginn sem getur kennt honum að klæða þetta af sér? Eða bara gera eitthvað í þessu? Þetta er hreint ekkert lekkert. Og að fólki sé boðið upp á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Karl í stöðuuppfærslu. Færslan vakti mikla athygli og nokkuð hörð viðbrögð meðal vina hans á samfélagsmiðlinum en hann þykir þarna hafa sýnt af sér fitufordóma, sem hafa verið töluvert áberandi í umræðunni síðustu misserin.Um var að ræða misheppnaðan brandara Í athugasemd við færsluna sagði Karl að um hefði verið að ræða misheppnaðan brandara og baðst afsökunar á honum. Hann sagðist hafa „tekið að sér að vera innhringjandinn og fara með klisjurnar, og þykir leitt hversu vel það tókst.“ Hann sagði enn fremur upphafspunktinn hafa átt að vera þann að „við tölum of oft um klæðaburð og líkamsvöxt kvenna, fremur en hvað þær hafa að segja. Ég yfirfærði hann á Dóra, sem mér þykir raunar nokkuð til um.“ Karl segir þetta að lokum hafa verið vondan brandara sem misheppnaðist. „Þetta lét mér líða mjög illa“ Sjálfur lét Dóri DNA heyra í sér um málið en í svari hans til Gillz á Twitter, sem er þó nokkuð grínskotið, sagði hann að ummælin hefðu komið illa við sig. „Þetta lét mér líða mjög illa. Ég er að hugsa um að nefbrjóta hann. En takk Egill,“ sagði Dóri.@EgillGillz Þetta lét mér líða mjôg illa. Ég er að hugsa um að nefbrjóta hann. En takk Egill.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) April 23, 2017 Elva Björk Ágústsdóttir, varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu, sagði í viðtali við Vísi lok mars að hún greindi jákvæða þróun í umræðu um líkamsvirðingu og að fólk væri orðið meðvitaðra um fitufordóma. „Í dag sjáum við fólk bregðast við og svara þegar neikvæð umræða fer af stað um útlit og líkama fólks. Við sjáum líka að fólk bregst við þegar umræða í samfélaginu er stútfull af útlitsdýrkun og fordómum. En því miður eigum við enn þá langt í land,“ sagði hún um mál leikkonunnar Ágústu Evu og Manuelu Óskar Harðardóttur sem vakti mikla athygli fyrir skömmu, en sú fyrrnefnda skrifaði athugasemd við mynd þeirrar síðarnefndu á Instagram sem þótti í anda útlitsfordóma.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira
Líkamsræktarfrömuðurinn Egill Einarsson, sem einnig er þekktur undir nafninu Gillz, kemur grínistanum og leikhúsmanninum Halldóri Halldórssyni, eða Dóra DNA, til varnar á Twitter-síðu sinni í dag. Gillz tekur upp hanskann fyrir Dóra í kjölfar ummæla Karls Th. Birgissonar, ritstjóra Herðubreiðar, um útlit Halldórs eftir að sá síðarnefndi kom fram í þættinum Vikunni með Gísla Marteini sem sýndur var á RÚV á föstudagskvöld.Aumingi sem hefur aldrei stigið fæti inn á líkamsræktarstöð að drulla yfir fellow bodybuilder DNA-Man. Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft! pic.twitter.com/ZW0zzox1D4— Egill Einarsson (@EgillGillz) April 23, 2017 Gillz er harðorður í garð Karls á Twitter og skrifar: „Aumingi sem hefur aldrei stigið fæti inn á líkamsræktarstöð að drulla yfir fellow bodybuilder DNA-Man. Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft!“ en hann vísar þar til þess að Halldór hefur sjálfur verið duglegur í ræktinni upp á síðkastið. Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, lét ummælin, sem gagnrýnd eru, falla á Facebook síðu sinni. „Sá loksins Vikuna sem hann Gísli Marteinn stýrir. Fékk veruleg ónot þegar Dóri DNA birtist með fitukeppina sína. Er í alvörunni enginn sem getur kennt honum að klæða þetta af sér? Eða bara gera eitthvað í þessu? Þetta er hreint ekkert lekkert. Og að fólki sé boðið upp á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Karl í stöðuuppfærslu. Færslan vakti mikla athygli og nokkuð hörð viðbrögð meðal vina hans á samfélagsmiðlinum en hann þykir þarna hafa sýnt af sér fitufordóma, sem hafa verið töluvert áberandi í umræðunni síðustu misserin.Um var að ræða misheppnaðan brandara Í athugasemd við færsluna sagði Karl að um hefði verið að ræða misheppnaðan brandara og baðst afsökunar á honum. Hann sagðist hafa „tekið að sér að vera innhringjandinn og fara með klisjurnar, og þykir leitt hversu vel það tókst.“ Hann sagði enn fremur upphafspunktinn hafa átt að vera þann að „við tölum of oft um klæðaburð og líkamsvöxt kvenna, fremur en hvað þær hafa að segja. Ég yfirfærði hann á Dóra, sem mér þykir raunar nokkuð til um.“ Karl segir þetta að lokum hafa verið vondan brandara sem misheppnaðist. „Þetta lét mér líða mjög illa“ Sjálfur lét Dóri DNA heyra í sér um málið en í svari hans til Gillz á Twitter, sem er þó nokkuð grínskotið, sagði hann að ummælin hefðu komið illa við sig. „Þetta lét mér líða mjög illa. Ég er að hugsa um að nefbrjóta hann. En takk Egill,“ sagði Dóri.@EgillGillz Þetta lét mér líða mjôg illa. Ég er að hugsa um að nefbrjóta hann. En takk Egill.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) April 23, 2017 Elva Björk Ágústsdóttir, varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu, sagði í viðtali við Vísi lok mars að hún greindi jákvæða þróun í umræðu um líkamsvirðingu og að fólk væri orðið meðvitaðra um fitufordóma. „Í dag sjáum við fólk bregðast við og svara þegar neikvæð umræða fer af stað um útlit og líkama fólks. Við sjáum líka að fólk bregst við þegar umræða í samfélaginu er stútfull af útlitsdýrkun og fordómum. En því miður eigum við enn þá langt í land,“ sagði hún um mál leikkonunnar Ágústu Evu og Manuelu Óskar Harðardóttur sem vakti mikla athygli fyrir skömmu, en sú fyrrnefnda skrifaði athugasemd við mynd þeirrar síðarnefndu á Instagram sem þótti í anda útlitsfordóma.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira