Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2017 18:45 Tölvu- og skjáfíkn er vaxandi vandamál hér á landi. Yngstu börnin sem leitað hafa aðstoðar hjá sérfræðingum vegna fíkninnar eru yngri en tíu ára en þeir elstu eru komnir yfir sextugt. Það er þekkt vandamál að margir geta ekki án snjallsímans verið en með tækninni hafa komið upp ný vandamál sem eru tölvu- og skjáfíkn. Hér á landi hafa yfir þrjú þúsund manns þurft að leita sér sérfræðiaðstoðar frá árinu 2005 og vandamálið er enn að aukast. Sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun á einstaklingum sem haldnir eru tölvu- eða skjáfíkn segir segir vandamálið sé alltaf verða alvarlegra og alvarlegra og að margir eigum um sárt að binda sökum þess að einstaklingur hætti að taka þátt í lífinu vegna fíkninnar. Hann segir að tölfræðin sýni að sex til tíu prósent þjóðarinnar eigi við vandamál að stríða. „Það hefur verið í þessum aldurshópi 15 til 20 ára, mest á síðustu árum en við erum að sjá aukningu undanfarið á yngri og yngri krökkum að það fari niður fyrir 10 ára jafnvel og yfirleitt þá af því að foreldrar byrja að hafa áhyggjur af því að krakkarnir eru í raun og vera byrjum að sleppa því að taka þátt í hlutum eins og tómstundum og skóla og svo sleppa þeir því að hitta vini og gera annað sem maður myndi venjulega gera. Allt til þess að sitja þá heima og eiga þá samskipti oft við sömu vini bara í gegnum tölvuna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur segir að vandamálin séu einnig hjá eldri einstaklingum. „Já alveg klárlega. Þeir elstu sem hafa verið að koma til mín hafa verið komnir yfir sextugt,” segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að börn og unglingar séu stöðugt að leita að viðurkenningu og að hana sé hægt að nálgast auðveldlega í snjalltækjunum og tölvuleikjum. „Okkur líður rosalega vel þegar að við náum árangri og tækin veita okkur ofboðslega snögg og ör verðlaun við því sem við gerum. Þannig að við setjum út myndir eða segjum eitthvað og fáum „like-in” tiltölulega hratt. Ef við spilum tölvuleiki og við getum spilað leikinn aftur og aftur og við náum árangri að þá líður okkur vel,“ segir Eyjólfur. Í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld verður áhugaverð umfjöllun um tölvu- og skjáfíkn og hvernig tölvufyrirtækin stuðla að aukinni notkun tækjanna. Í þættinum verður rætt við rætt verður við fyrrverandi starfsmann Google sem segir að sérfræðingar séu í hverju horni sem vinna hart að því að almenningur sé örugglega að horfa á snjalltækin. Hvort sem er á samfélagsmiðlum, fréttaveitum eða öðrum viðbótarforritum. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Tölvu- og skjáfíkn er vaxandi vandamál hér á landi. Yngstu börnin sem leitað hafa aðstoðar hjá sérfræðingum vegna fíkninnar eru yngri en tíu ára en þeir elstu eru komnir yfir sextugt. Það er þekkt vandamál að margir geta ekki án snjallsímans verið en með tækninni hafa komið upp ný vandamál sem eru tölvu- og skjáfíkn. Hér á landi hafa yfir þrjú þúsund manns þurft að leita sér sérfræðiaðstoðar frá árinu 2005 og vandamálið er enn að aukast. Sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun á einstaklingum sem haldnir eru tölvu- eða skjáfíkn segir segir vandamálið sé alltaf verða alvarlegra og alvarlegra og að margir eigum um sárt að binda sökum þess að einstaklingur hætti að taka þátt í lífinu vegna fíkninnar. Hann segir að tölfræðin sýni að sex til tíu prósent þjóðarinnar eigi við vandamál að stríða. „Það hefur verið í þessum aldurshópi 15 til 20 ára, mest á síðustu árum en við erum að sjá aukningu undanfarið á yngri og yngri krökkum að það fari niður fyrir 10 ára jafnvel og yfirleitt þá af því að foreldrar byrja að hafa áhyggjur af því að krakkarnir eru í raun og vera byrjum að sleppa því að taka þátt í hlutum eins og tómstundum og skóla og svo sleppa þeir því að hitta vini og gera annað sem maður myndi venjulega gera. Allt til þess að sitja þá heima og eiga þá samskipti oft við sömu vini bara í gegnum tölvuna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur segir að vandamálin séu einnig hjá eldri einstaklingum. „Já alveg klárlega. Þeir elstu sem hafa verið að koma til mín hafa verið komnir yfir sextugt,” segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að börn og unglingar séu stöðugt að leita að viðurkenningu og að hana sé hægt að nálgast auðveldlega í snjalltækjunum og tölvuleikjum. „Okkur líður rosalega vel þegar að við náum árangri og tækin veita okkur ofboðslega snögg og ör verðlaun við því sem við gerum. Þannig að við setjum út myndir eða segjum eitthvað og fáum „like-in” tiltölulega hratt. Ef við spilum tölvuleiki og við getum spilað leikinn aftur og aftur og við náum árangri að þá líður okkur vel,“ segir Eyjólfur. Í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld verður áhugaverð umfjöllun um tölvu- og skjáfíkn og hvernig tölvufyrirtækin stuðla að aukinni notkun tækjanna. Í þættinum verður rætt við rætt verður við fyrrverandi starfsmann Google sem segir að sérfræðingar séu í hverju horni sem vinna hart að því að almenningur sé örugglega að horfa á snjalltækin. Hvort sem er á samfélagsmiðlum, fréttaveitum eða öðrum viðbótarforritum.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira