Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2017 20:00 Ekkert samkomulag er milli stjórnar- og stjórnarandstöðu um skipan í nefndir Alþingis en samkomulag liggur fyrir um þingsetningu og fyrstu umræðu fjárlaga. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna lítið verða vara við fyrirheit stjórnarinnar um aukið samstarf við hana. Alþingi kemur saman eftir slétta viku. Þá verður fjárlagafrumvarp lagt fram og um kvöldið fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. Formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða upphaf þingstarfa og önnur mál sem flokkarnir þurfa að koma sér saman um. Stjórnarflokkarnir hafa boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur fastanefndum af átta en stjórnarandstaðan vill formennsku í fjórum og fá að ráða því að minnsta kosti að hluta hvaða nefndir hún leiðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reynt verði að takmarka þann fjölda mála sem tekin verði fyrir á þeim fáu dögum sem Alþingi starfi fram að áramótum. „Þinghaldið er auðvitað háð undir sérstökum kringumstæðum. Þannig að það sem við vorum aðallega að fara yfir var þingsetningin og fyrsta umræða fjárlaga. Það náðist ágætis samkomulag um það hvernig því verði háttað og ég myndi segja að allir væru mjög viljugir til að láta hlutina ganga upp,“ segir Katrín. Þingið komi saman fimmtudaginn 14. desember, umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verði þá um kvöldið og fyrsta umræða fjárlaga daginn eftir. En búast má við að stjórnarandstaðan hafi ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. „Það er auðvitað ekkert samkomulag um fjárlagafrumvarpið ennþá. Bara samkomulag um hvernig við leggjum af stað í umræðuna. Það liggur líka fyrir að málefni sem varða NPA og þjónustu við fatlað fólk verða lögð fram hér í þinginu og allir sammála um að það sé mikilvægt að flýta þeirri umræðu,“ segir forsætisráðherra. Flokkarnir þurfi síðan að eiga dýpra samtal um samstarf á þingi eftir áramót. „Það liggur ekki fyrir hins vegar að hálfu stjórnarandstöðunnar hvort þau hyggjast taka formennsku í þeim nefndum sem við höfum lagt til að þau gegni formennsku í. Hvort þau taki það að sér. Ég vona auðvitað að þau muni gera það,“ segir Katrín. Það hafi gefist vel í eina skiptið sem formennska stjórnarandstöðu í nefndum hafi gengið eftir samkvæmt lögum um þingsköp á kjörtímabilinu 2013 til 2016. Þótt það hafi einnig þekkst fyrr á tímum. Oddný G Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuflokkana nokkurn vegin hafa gengið frá skipan í nefndir sín á milli. „Nýja ríkisstjórnin talar um ný vinnubrögð í þinginu og aukið samstarf. Talar mikið um það. En við sjáum ekki nein merki um slíkt í þessum viðræðum um nefndir og formennsku meiri- og minnihluta,“ segir Oddný. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort stjórnarandstöðuflokkarnir taki að sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd eins og stjórnarflokkarnir leggja til. „Við eigum eftir að gera það upp við okkur hvort við tökum bara það sem að okkur er rétt. En auðvitað viljum við gjarnan fá um að það segja hvaða nefndir við fáum að stýra. Velja þótt það væri ekki nema kannski eina af þessum þremur. En helst vildum við auðvitað fá fjórar formennskur á móti fjórum formennskum þeirra,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ekkert samkomulag er milli stjórnar- og stjórnarandstöðu um skipan í nefndir Alþingis en samkomulag liggur fyrir um þingsetningu og fyrstu umræðu fjárlaga. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna lítið verða vara við fyrirheit stjórnarinnar um aukið samstarf við hana. Alþingi kemur saman eftir slétta viku. Þá verður fjárlagafrumvarp lagt fram og um kvöldið fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. Formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða upphaf þingstarfa og önnur mál sem flokkarnir þurfa að koma sér saman um. Stjórnarflokkarnir hafa boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur fastanefndum af átta en stjórnarandstaðan vill formennsku í fjórum og fá að ráða því að minnsta kosti að hluta hvaða nefndir hún leiðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reynt verði að takmarka þann fjölda mála sem tekin verði fyrir á þeim fáu dögum sem Alþingi starfi fram að áramótum. „Þinghaldið er auðvitað háð undir sérstökum kringumstæðum. Þannig að það sem við vorum aðallega að fara yfir var þingsetningin og fyrsta umræða fjárlaga. Það náðist ágætis samkomulag um það hvernig því verði háttað og ég myndi segja að allir væru mjög viljugir til að láta hlutina ganga upp,“ segir Katrín. Þingið komi saman fimmtudaginn 14. desember, umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verði þá um kvöldið og fyrsta umræða fjárlaga daginn eftir. En búast má við að stjórnarandstaðan hafi ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. „Það er auðvitað ekkert samkomulag um fjárlagafrumvarpið ennþá. Bara samkomulag um hvernig við leggjum af stað í umræðuna. Það liggur líka fyrir að málefni sem varða NPA og þjónustu við fatlað fólk verða lögð fram hér í þinginu og allir sammála um að það sé mikilvægt að flýta þeirri umræðu,“ segir forsætisráðherra. Flokkarnir þurfi síðan að eiga dýpra samtal um samstarf á þingi eftir áramót. „Það liggur ekki fyrir hins vegar að hálfu stjórnarandstöðunnar hvort þau hyggjast taka formennsku í þeim nefndum sem við höfum lagt til að þau gegni formennsku í. Hvort þau taki það að sér. Ég vona auðvitað að þau muni gera það,“ segir Katrín. Það hafi gefist vel í eina skiptið sem formennska stjórnarandstöðu í nefndum hafi gengið eftir samkvæmt lögum um þingsköp á kjörtímabilinu 2013 til 2016. Þótt það hafi einnig þekkst fyrr á tímum. Oddný G Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuflokkana nokkurn vegin hafa gengið frá skipan í nefndir sín á milli. „Nýja ríkisstjórnin talar um ný vinnubrögð í þinginu og aukið samstarf. Talar mikið um það. En við sjáum ekki nein merki um slíkt í þessum viðræðum um nefndir og formennsku meiri- og minnihluta,“ segir Oddný. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort stjórnarandstöðuflokkarnir taki að sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd eins og stjórnarflokkarnir leggja til. „Við eigum eftir að gera það upp við okkur hvort við tökum bara það sem að okkur er rétt. En auðvitað viljum við gjarnan fá um að það segja hvaða nefndir við fáum að stýra. Velja þótt það væri ekki nema kannski eina af þessum þremur. En helst vildum við auðvitað fá fjórar formennskur á móti fjórum formennskum þeirra,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira