Segir augnblæðingu hjá dóttur sinni ekki fölsun Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2017 05:00 Blætt hefur daglega úr augum, eyrum og nefi Heklu Rúnar Árskóg síðan í nóvember árið 2014 að sögn móður hennar Lilja Bára Kristjánsdóttir Lilja Bára Kristjánsdóttir, móðir fjórtán ára stúlku á Dalvík, segir læknavísindin standa ráðþrota gagnvart blæðingum dóttur sinnar, Heklu Rúnar Árskóg. Blætt hefur daglega úr augum, nefi eða eyrum hennar síðan í nóvember 2014. Sjálfskaðahegðun og sjálfsvígshugsanir eru farnar að skjóta upp kollinum vegna þessara blæðinga. „Þetta byrjar allt í nóvember 2014 þegar hún fær smá högg á kinnbeinið, síðan þá hefur blætt daglega, úr augum og nefi og eyrum. Einnig hefur hún kastað upp blóði. Það virðist vera þannig að læknavísindin sjái ekkert líkamlega athugavert við hana og við fáum litla sem enga hjálp,“ segir Lilja Bára. Lilja Bára segir dóttur sína nú í sambandi við geðlækni til að hjálpa til við andlegt heilbrigði hennar en síðasta árið hefur heilsu hennar hrakað mikið. „Að finna bréf sem hún hefur falið inn í herbergi hjá sér um að lífið sé ekki þess virði að lifa því og að hún eigi ekki að lifa og sjá teikningar veldur gríðarlegum áhyggjum og þá stendur manni ekki á sama,“ segir Lilja Bára.Lilja Bára Kristjánsdóttir.Vísir/SveinnAugnlæknir í Reykjavík sagðist ekki geta gert neitt fyrir dótturina þar sem myndir af blæðingum dótturinnar væru líklega falsaðar og að þetta væri allt sviðsett. Lilja Bára kveðst skilja tortryggnina og að fólk haldi að þetta sé tilbúningur hjá þeim mæðgum. „Ég hef alveg fengið þær upplýsingar eins og þetta sé teiknað, en þegar fólk sér þetta þá liggur það í augum uppi að þetta er ekki uppspuni,“ segir Lilja Bára. „Fólk hefur horft á hana byrja að blæða í skólanum. Skólasystkini og starfsfólk skólans hefur séð þetta gerast. Ég hefði líka haldið að hún væri orðin þreytt á því ef hún væri að búa til sömu söguna í allt að tvö ár. Það er líka þreytandi að hlusta á að þetta sé einhver tilbúningur. Það er erfitt að fá engin svör og vita ekkert hvað veldur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Móðir á Dalvík ráðþrota vegna veikinda dóttur sinnar: „Hún er alveg að gefast upp“ Lilja Bára Kristjánsdóttir, einstæð móðir á Dalvík, segist algerlega ráðalaus gagnvart veikindum fimmtán ára dóttur sinnar Heklu. 9. janúar 2017 12:19 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Lilja Bára Kristjánsdóttir, móðir fjórtán ára stúlku á Dalvík, segir læknavísindin standa ráðþrota gagnvart blæðingum dóttur sinnar, Heklu Rúnar Árskóg. Blætt hefur daglega úr augum, nefi eða eyrum hennar síðan í nóvember 2014. Sjálfskaðahegðun og sjálfsvígshugsanir eru farnar að skjóta upp kollinum vegna þessara blæðinga. „Þetta byrjar allt í nóvember 2014 þegar hún fær smá högg á kinnbeinið, síðan þá hefur blætt daglega, úr augum og nefi og eyrum. Einnig hefur hún kastað upp blóði. Það virðist vera þannig að læknavísindin sjái ekkert líkamlega athugavert við hana og við fáum litla sem enga hjálp,“ segir Lilja Bára. Lilja Bára segir dóttur sína nú í sambandi við geðlækni til að hjálpa til við andlegt heilbrigði hennar en síðasta árið hefur heilsu hennar hrakað mikið. „Að finna bréf sem hún hefur falið inn í herbergi hjá sér um að lífið sé ekki þess virði að lifa því og að hún eigi ekki að lifa og sjá teikningar veldur gríðarlegum áhyggjum og þá stendur manni ekki á sama,“ segir Lilja Bára.Lilja Bára Kristjánsdóttir.Vísir/SveinnAugnlæknir í Reykjavík sagðist ekki geta gert neitt fyrir dótturina þar sem myndir af blæðingum dótturinnar væru líklega falsaðar og að þetta væri allt sviðsett. Lilja Bára kveðst skilja tortryggnina og að fólk haldi að þetta sé tilbúningur hjá þeim mæðgum. „Ég hef alveg fengið þær upplýsingar eins og þetta sé teiknað, en þegar fólk sér þetta þá liggur það í augum uppi að þetta er ekki uppspuni,“ segir Lilja Bára. „Fólk hefur horft á hana byrja að blæða í skólanum. Skólasystkini og starfsfólk skólans hefur séð þetta gerast. Ég hefði líka haldið að hún væri orðin þreytt á því ef hún væri að búa til sömu söguna í allt að tvö ár. Það er líka þreytandi að hlusta á að þetta sé einhver tilbúningur. Það er erfitt að fá engin svör og vita ekkert hvað veldur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Móðir á Dalvík ráðþrota vegna veikinda dóttur sinnar: „Hún er alveg að gefast upp“ Lilja Bára Kristjánsdóttir, einstæð móðir á Dalvík, segist algerlega ráðalaus gagnvart veikindum fimmtán ára dóttur sinnar Heklu. 9. janúar 2017 12:19 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Móðir á Dalvík ráðþrota vegna veikinda dóttur sinnar: „Hún er alveg að gefast upp“ Lilja Bára Kristjánsdóttir, einstæð móðir á Dalvík, segist algerlega ráðalaus gagnvart veikindum fimmtán ára dóttur sinnar Heklu. 9. janúar 2017 12:19