Segir augnblæðingu hjá dóttur sinni ekki fölsun Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2017 05:00 Blætt hefur daglega úr augum, eyrum og nefi Heklu Rúnar Árskóg síðan í nóvember árið 2014 að sögn móður hennar Lilja Bára Kristjánsdóttir Lilja Bára Kristjánsdóttir, móðir fjórtán ára stúlku á Dalvík, segir læknavísindin standa ráðþrota gagnvart blæðingum dóttur sinnar, Heklu Rúnar Árskóg. Blætt hefur daglega úr augum, nefi eða eyrum hennar síðan í nóvember 2014. Sjálfskaðahegðun og sjálfsvígshugsanir eru farnar að skjóta upp kollinum vegna þessara blæðinga. „Þetta byrjar allt í nóvember 2014 þegar hún fær smá högg á kinnbeinið, síðan þá hefur blætt daglega, úr augum og nefi og eyrum. Einnig hefur hún kastað upp blóði. Það virðist vera þannig að læknavísindin sjái ekkert líkamlega athugavert við hana og við fáum litla sem enga hjálp,“ segir Lilja Bára. Lilja Bára segir dóttur sína nú í sambandi við geðlækni til að hjálpa til við andlegt heilbrigði hennar en síðasta árið hefur heilsu hennar hrakað mikið. „Að finna bréf sem hún hefur falið inn í herbergi hjá sér um að lífið sé ekki þess virði að lifa því og að hún eigi ekki að lifa og sjá teikningar veldur gríðarlegum áhyggjum og þá stendur manni ekki á sama,“ segir Lilja Bára.Lilja Bára Kristjánsdóttir.Vísir/SveinnAugnlæknir í Reykjavík sagðist ekki geta gert neitt fyrir dótturina þar sem myndir af blæðingum dótturinnar væru líklega falsaðar og að þetta væri allt sviðsett. Lilja Bára kveðst skilja tortryggnina og að fólk haldi að þetta sé tilbúningur hjá þeim mæðgum. „Ég hef alveg fengið þær upplýsingar eins og þetta sé teiknað, en þegar fólk sér þetta þá liggur það í augum uppi að þetta er ekki uppspuni,“ segir Lilja Bára. „Fólk hefur horft á hana byrja að blæða í skólanum. Skólasystkini og starfsfólk skólans hefur séð þetta gerast. Ég hefði líka haldið að hún væri orðin þreytt á því ef hún væri að búa til sömu söguna í allt að tvö ár. Það er líka þreytandi að hlusta á að þetta sé einhver tilbúningur. Það er erfitt að fá engin svör og vita ekkert hvað veldur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Móðir á Dalvík ráðþrota vegna veikinda dóttur sinnar: „Hún er alveg að gefast upp“ Lilja Bára Kristjánsdóttir, einstæð móðir á Dalvík, segist algerlega ráðalaus gagnvart veikindum fimmtán ára dóttur sinnar Heklu. 9. janúar 2017 12:19 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Lilja Bára Kristjánsdóttir, móðir fjórtán ára stúlku á Dalvík, segir læknavísindin standa ráðþrota gagnvart blæðingum dóttur sinnar, Heklu Rúnar Árskóg. Blætt hefur daglega úr augum, nefi eða eyrum hennar síðan í nóvember 2014. Sjálfskaðahegðun og sjálfsvígshugsanir eru farnar að skjóta upp kollinum vegna þessara blæðinga. „Þetta byrjar allt í nóvember 2014 þegar hún fær smá högg á kinnbeinið, síðan þá hefur blætt daglega, úr augum og nefi og eyrum. Einnig hefur hún kastað upp blóði. Það virðist vera þannig að læknavísindin sjái ekkert líkamlega athugavert við hana og við fáum litla sem enga hjálp,“ segir Lilja Bára. Lilja Bára segir dóttur sína nú í sambandi við geðlækni til að hjálpa til við andlegt heilbrigði hennar en síðasta árið hefur heilsu hennar hrakað mikið. „Að finna bréf sem hún hefur falið inn í herbergi hjá sér um að lífið sé ekki þess virði að lifa því og að hún eigi ekki að lifa og sjá teikningar veldur gríðarlegum áhyggjum og þá stendur manni ekki á sama,“ segir Lilja Bára.Lilja Bára Kristjánsdóttir.Vísir/SveinnAugnlæknir í Reykjavík sagðist ekki geta gert neitt fyrir dótturina þar sem myndir af blæðingum dótturinnar væru líklega falsaðar og að þetta væri allt sviðsett. Lilja Bára kveðst skilja tortryggnina og að fólk haldi að þetta sé tilbúningur hjá þeim mæðgum. „Ég hef alveg fengið þær upplýsingar eins og þetta sé teiknað, en þegar fólk sér þetta þá liggur það í augum uppi að þetta er ekki uppspuni,“ segir Lilja Bára. „Fólk hefur horft á hana byrja að blæða í skólanum. Skólasystkini og starfsfólk skólans hefur séð þetta gerast. Ég hefði líka haldið að hún væri orðin þreytt á því ef hún væri að búa til sömu söguna í allt að tvö ár. Það er líka þreytandi að hlusta á að þetta sé einhver tilbúningur. Það er erfitt að fá engin svör og vita ekkert hvað veldur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Móðir á Dalvík ráðþrota vegna veikinda dóttur sinnar: „Hún er alveg að gefast upp“ Lilja Bára Kristjánsdóttir, einstæð móðir á Dalvík, segist algerlega ráðalaus gagnvart veikindum fimmtán ára dóttur sinnar Heklu. 9. janúar 2017 12:19 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Móðir á Dalvík ráðþrota vegna veikinda dóttur sinnar: „Hún er alveg að gefast upp“ Lilja Bára Kristjánsdóttir, einstæð móðir á Dalvík, segist algerlega ráðalaus gagnvart veikindum fimmtán ára dóttur sinnar Heklu. 9. janúar 2017 12:19