RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2017 11:32 Dagskrárstjóri segir forsendur að baki útvarpsseríunnar hafa breyst vegna umræðu á Facebook. Vísir/GVA „Það er búið að fresta flutningi út af þessari umræðu allri,“ segir Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, um ástæðu þess að búið er að taka þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli af dagskrá Rásar 1. Fyrsta þáttinn átti að flytja á laugardaginn. Útvarpsleikhús Rásar 1 vann þættina í samstarfi við Þjóðleikhúsið en það var gert í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á leikverkinu Gott fólk sem er byggt á samnefndri bók Vals Grettissonar. Bókin fjallar í stuttu máli um menningarblaðamanninn Sölva sem fær bréf í ábyrgðarpósti, í votta viðurvist. Bréfið er frá fyrrum kærustu hans og í því spyr hún hann hvort hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Hann getur einungis svarað „já“ eða „nei“. Sölvi viðurkennir að hann hafi verið ruddalegur við fyrrum kærustu sína og merkið því við „já“. Sú ákvörðun hrindir af stað atburðarás sem hvorugt þeirra sá fyrir, líf þeirra gjörbreytist. Þegar upp er staðið veit hann sjálfur ekki hvað er satt og hvað er logið í því sem sagt er um samband þeirra, hver beitti hvern ofbeldi og missir í raun sjónar á skilgreiningu hugtaksins. Verkið er byggt á þekktu máli af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum. Þegar fyrir lá að sýna ætti leikverkið samhliða því að flytja ætti þrjá þætti um ábyrgðarferlið á Rás 1 fór af stað mikil umræða á samfélagsmiðlum hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1.Vísir/StefánSegir forsendur hafa breyst Þröstur Helgason segir ákvörðunina að fresta þáttunum hafa verið tekna síðastliðinn sunnudag en fyrsta þáttinn átti að flytja í útvarpi næstkomandi laugardag. Var það vilji þeirra sem að þáttunum koma að ná þessari umræðu allri, sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum undanfarna daga um málið, inn í þættina. „Forsendur hafa breyst auðvitað eftir að þessa umræða hófst daginn fyrir frumsýningu. Við höldum að þetta verði betri sería með því að reyna að ná utan um þessa umræðu. Það var sú dagskrárlega ákvörðun,“ segir Þröstur. Hann segir að til dæmis verði bætt við umræðu um samfélagslegt hlutverk leikhúss og ábyrgð gagnvart einstaklingum. „Þetta er mjög forvitnileg umræða sem okkur finnst spennandi að ná utan um,“ segir Þröstur. Hann vonast til að þættirnir verði fluttir í febrúar en það muni fara eftir því hvernig gengur að vinna þá. „Við munum reyna að ræða þær spurningar sem hafa komið upp síðustu daga.“Fylgdust með umræðum á Facebook Hann segir að Ríkisútvarpinu sjálfu hafi ekki borist margar kvartanir vegna þessara þátta en starfsmenn fjölmiðilsins hafi fylgst með umræðum á Facebook. „Hún er bæði efnisleg og líka verið að spyrja hvaða rétt á listamaðurinn þegar hann fjallar um annað fólk,“ segir Þröstur. Hann segir þessar spurningar um samfélagslegt hlutverk og mörkin milli þess persónulega og hið almenna vera aldagamalt viðfangsefni. „Þetta eru 5.000 ára gamlar spurningar frá Aristóteles, sem væri mjög gaman að fjalla um í þessu ljósi.“ Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Það er búið að fresta flutningi út af þessari umræðu allri,“ segir Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, um ástæðu þess að búið er að taka þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli af dagskrá Rásar 1. Fyrsta þáttinn átti að flytja á laugardaginn. Útvarpsleikhús Rásar 1 vann þættina í samstarfi við Þjóðleikhúsið en það var gert í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á leikverkinu Gott fólk sem er byggt á samnefndri bók Vals Grettissonar. Bókin fjallar í stuttu máli um menningarblaðamanninn Sölva sem fær bréf í ábyrgðarpósti, í votta viðurvist. Bréfið er frá fyrrum kærustu hans og í því spyr hún hann hvort hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Hann getur einungis svarað „já“ eða „nei“. Sölvi viðurkennir að hann hafi verið ruddalegur við fyrrum kærustu sína og merkið því við „já“. Sú ákvörðun hrindir af stað atburðarás sem hvorugt þeirra sá fyrir, líf þeirra gjörbreytist. Þegar upp er staðið veit hann sjálfur ekki hvað er satt og hvað er logið í því sem sagt er um samband þeirra, hver beitti hvern ofbeldi og missir í raun sjónar á skilgreiningu hugtaksins. Verkið er byggt á þekktu máli af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum. Þegar fyrir lá að sýna ætti leikverkið samhliða því að flytja ætti þrjá þætti um ábyrgðarferlið á Rás 1 fór af stað mikil umræða á samfélagsmiðlum hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1.Vísir/StefánSegir forsendur hafa breyst Þröstur Helgason segir ákvörðunina að fresta þáttunum hafa verið tekna síðastliðinn sunnudag en fyrsta þáttinn átti að flytja í útvarpi næstkomandi laugardag. Var það vilji þeirra sem að þáttunum koma að ná þessari umræðu allri, sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum undanfarna daga um málið, inn í þættina. „Forsendur hafa breyst auðvitað eftir að þessa umræða hófst daginn fyrir frumsýningu. Við höldum að þetta verði betri sería með því að reyna að ná utan um þessa umræðu. Það var sú dagskrárlega ákvörðun,“ segir Þröstur. Hann segir að til dæmis verði bætt við umræðu um samfélagslegt hlutverk leikhúss og ábyrgð gagnvart einstaklingum. „Þetta er mjög forvitnileg umræða sem okkur finnst spennandi að ná utan um,“ segir Þröstur. Hann vonast til að þættirnir verði fluttir í febrúar en það muni fara eftir því hvernig gengur að vinna þá. „Við munum reyna að ræða þær spurningar sem hafa komið upp síðustu daga.“Fylgdust með umræðum á Facebook Hann segir að Ríkisútvarpinu sjálfu hafi ekki borist margar kvartanir vegna þessara þátta en starfsmenn fjölmiðilsins hafi fylgst með umræðum á Facebook. „Hún er bæði efnisleg og líka verið að spyrja hvaða rétt á listamaðurinn þegar hann fjallar um annað fólk,“ segir Þröstur. Hann segir þessar spurningar um samfélagslegt hlutverk og mörkin milli þess persónulega og hið almenna vera aldagamalt viðfangsefni. „Þetta eru 5.000 ára gamlar spurningar frá Aristóteles, sem væri mjög gaman að fjalla um í þessu ljósi.“
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45