Fyrrverandi landsliðsmaður lætur ríkisstjórnina heyra það Birgir Olgeirsson skrifar 28. apríl 2017 12:16 Ívar Ingimarsson er ekki ánægður með ríkisstjórnina. Vísir „Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni,“ segir Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna. Ívar, sem var lengi vel landsliðsmaður í knattspyrnu, á og rekur Gistiheimilið Olgu á Egilsstöðum en í greininni, sem ber heitið „Reykjavík er ekki allt Ísland“, segir hann þessi hækkun á virðisaukaskatti eiga eftir að koma harðast niður á landsbyggðinni þar sem ferðaþjónustan er enn í uppbyggingu og langt á eftir þeirri ferðaþjónustu sem er rekin í Reykjavík. Í upphafi greinarinnar rekur hann byggðaþróun á Íslandi og segir að frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar hafi verið stöðug fækkun á landsbyggðinni þar sem fólk hefur leitað eftir aukinni þjónustu, afþreyingu og aðstöðu í Reykjavík. Þegar upphaf hagræðingarinnar í sjávarútveginum átti sér stað með kvótakerfinu árið 1984 hrundu margar byggðir víð um land og hófst þar með niðurspírall landsbyggðarinnar að fullum þunga um það leyti að mati Ívars.Viðspyrna í ferðaþjónustunni Hann segir þó viðspyrnu hafa verið að finna í ferðaþjónustunni á síðustu árum og ungt fólk hafi séð ný tækifæri í henni og þeir sem höfðu harkað í þessari grein til fjölda ára sáu loksins bjartari tíma. „Ferðaþjónustan býr ekki bara til störf og atvinnutækifæri heldur fylgir henni líka mikil þjónusta og afþreying. Ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka landsmenn og það er eitthvað sem hefur ekki síst vantað í minni byggðakjarna á landsbyggðinni. Veitingastaðir opnuðu, afþreyingarfyrirtæki urðu til, farið var að fjárfesta í húsnæði og gera upp hús sem höfðu jafnvel staðið tóm í fjölda ára. Ferðaþjónustan byrjaði að glæða lífi svæði sem höfðu farið illa út úr hagræðingu í sjávarútvegi og atvinnuskorti liðinna áratuga.Ennþá rekin með tapi yfir veturinn Hann segir ferðaþjónustuna vera með þeim hætti á Austurlandi að margir hafi aðeins geta staðið í þeim rekstri þrjá til fjóra mánuði af árinu en það hafi breyst undanfarin ár. Heilsársstarfsfólki hafi fjölgað en reksturinn engu að síður erfiður og fyrirtækin á svæðinu rekin með tapi yfir vetrarmánuðina. „Á þessum tímapunkti tilkynnir ráðherra að ferðaþjónustan sé búin að slíta barnsskónum. Atvinnugrein sem græðir á ofsavexti í fjölda ferðamanna geti ekki verið á „undaþágu“ varðandi virðisaukaskatt og minka verði fjölda ferðamanna inn í landið hvort sem fyrirtækin ráða við það eða ekki. Vaskinn skal hækka um meira en 100% með 15 mánaða fyrirvara, á sama tíma og gengið hefur styrkst um tugi prósenta og laun hækkað.“Excel-skjalið mun stórskaða greinina Ívar segir ekkert samtal hafa átt sér stað við atvinnugreinina um fyrirhugaða hækkun skattsins. „Engin greining á áhrifum hefur átt sér stað, ekkert tillit er tekið til mismunandi aðstæðna og staðsetningar fyrirtækja í greininni. Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni. Excel skjalið tekur ekki tillit til mismunandi aðstæðna, landsbyggðirnar og höfuðborgin eru eitt, skjalið segir að Ísland allt árið sé raunveruleikinn, þegar staðreyndirnar segja allt annað. Staðreyndin er sú að excel skjalið mun stórskaða ferðaþjónustu á Austurlandi og á öðrum svæðum sem búa við svipaðan raunveruleika.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni,“ segir Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna. Ívar, sem var lengi vel landsliðsmaður í knattspyrnu, á og rekur Gistiheimilið Olgu á Egilsstöðum en í greininni, sem ber heitið „Reykjavík er ekki allt Ísland“, segir hann þessi hækkun á virðisaukaskatti eiga eftir að koma harðast niður á landsbyggðinni þar sem ferðaþjónustan er enn í uppbyggingu og langt á eftir þeirri ferðaþjónustu sem er rekin í Reykjavík. Í upphafi greinarinnar rekur hann byggðaþróun á Íslandi og segir að frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar hafi verið stöðug fækkun á landsbyggðinni þar sem fólk hefur leitað eftir aukinni þjónustu, afþreyingu og aðstöðu í Reykjavík. Þegar upphaf hagræðingarinnar í sjávarútveginum átti sér stað með kvótakerfinu árið 1984 hrundu margar byggðir víð um land og hófst þar með niðurspírall landsbyggðarinnar að fullum þunga um það leyti að mati Ívars.Viðspyrna í ferðaþjónustunni Hann segir þó viðspyrnu hafa verið að finna í ferðaþjónustunni á síðustu árum og ungt fólk hafi séð ný tækifæri í henni og þeir sem höfðu harkað í þessari grein til fjölda ára sáu loksins bjartari tíma. „Ferðaþjónustan býr ekki bara til störf og atvinnutækifæri heldur fylgir henni líka mikil þjónusta og afþreying. Ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka landsmenn og það er eitthvað sem hefur ekki síst vantað í minni byggðakjarna á landsbyggðinni. Veitingastaðir opnuðu, afþreyingarfyrirtæki urðu til, farið var að fjárfesta í húsnæði og gera upp hús sem höfðu jafnvel staðið tóm í fjölda ára. Ferðaþjónustan byrjaði að glæða lífi svæði sem höfðu farið illa út úr hagræðingu í sjávarútvegi og atvinnuskorti liðinna áratuga.Ennþá rekin með tapi yfir veturinn Hann segir ferðaþjónustuna vera með þeim hætti á Austurlandi að margir hafi aðeins geta staðið í þeim rekstri þrjá til fjóra mánuði af árinu en það hafi breyst undanfarin ár. Heilsársstarfsfólki hafi fjölgað en reksturinn engu að síður erfiður og fyrirtækin á svæðinu rekin með tapi yfir vetrarmánuðina. „Á þessum tímapunkti tilkynnir ráðherra að ferðaþjónustan sé búin að slíta barnsskónum. Atvinnugrein sem græðir á ofsavexti í fjölda ferðamanna geti ekki verið á „undaþágu“ varðandi virðisaukaskatt og minka verði fjölda ferðamanna inn í landið hvort sem fyrirtækin ráða við það eða ekki. Vaskinn skal hækka um meira en 100% með 15 mánaða fyrirvara, á sama tíma og gengið hefur styrkst um tugi prósenta og laun hækkað.“Excel-skjalið mun stórskaða greinina Ívar segir ekkert samtal hafa átt sér stað við atvinnugreinina um fyrirhugaða hækkun skattsins. „Engin greining á áhrifum hefur átt sér stað, ekkert tillit er tekið til mismunandi aðstæðna og staðsetningar fyrirtækja í greininni. Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni. Excel skjalið tekur ekki tillit til mismunandi aðstæðna, landsbyggðirnar og höfuðborgin eru eitt, skjalið segir að Ísland allt árið sé raunveruleikinn, þegar staðreyndirnar segja allt annað. Staðreyndin er sú að excel skjalið mun stórskaða ferðaþjónustu á Austurlandi og á öðrum svæðum sem búa við svipaðan raunveruleika.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira