„Bæði við og útgerðarmenn verða að hætta þessari djöfulsins þrjósku“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2017 11:13 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Ernir „Það er alltaf ögurstund,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um frétt Morgunblaðsins þar sem talað erum að svo virðist sem að komið sé að ögurstund eftir nær tveggja mánaða verkfall sjómanna. „Það er ekkert meiri ögurstund núna en oft áður. Sumum finnst vera komið nóg og öðrum ekki, þannig er þetta bara,“ segir Valmundur í samtali við Vísi. Hann segir samninganefnd Sjómannasambandsins ætla að hittast í dag þar sem reynt verði að finna nýjar lausnir á kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna sem muni leiða til samninga. „Það er bara verið að reyna að fá menn til að hugsa öðruvísi. Bæði við og útgerðarmenn verða að hætta þessari djöfulsins þrjósku báðu megin, það er það sem við erum að reyna að gera,“ segir Valmundur. Auk fundar samninganefndar Sjómannasambands Íslands munu einnig fjórar aðrar samninganefndir á vegum sjómanna funda í dag og morgun til að reyna að finna lausn á deilunni. Valmundur segir þessi félög tala daglega saman og á von á því að samninganefndirnar muni hittast á næstu dögum til að bera saman bækur sínar. Hann segir þetta langt því frá vera merki um uppgjöf af hálfu sjómanna og jafnframt að þetta sé ekki merki um að sjómenn séu orðnir stressaðir vegna loðnuvertíðarinnar. „Ekki við allavega,“ svarar Valmundur en það stefnir í eina verstu loðnuvertíðina í langan tíma. Loðnukvótinn á þessari vertíð verður aðeins 57 þúsund tonn en hlutur íslensku skipana í honum verður aðeins 11.500 tonn. Í skýrslu þar sem lagt var mat á þjóðhagsleg áhrif verkfallsins kom fram að dragist verkfallið fram á loðnuvertíð geti þjóðarbúið orðið að milljarði króna. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
„Það er alltaf ögurstund,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um frétt Morgunblaðsins þar sem talað erum að svo virðist sem að komið sé að ögurstund eftir nær tveggja mánaða verkfall sjómanna. „Það er ekkert meiri ögurstund núna en oft áður. Sumum finnst vera komið nóg og öðrum ekki, þannig er þetta bara,“ segir Valmundur í samtali við Vísi. Hann segir samninganefnd Sjómannasambandsins ætla að hittast í dag þar sem reynt verði að finna nýjar lausnir á kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna sem muni leiða til samninga. „Það er bara verið að reyna að fá menn til að hugsa öðruvísi. Bæði við og útgerðarmenn verða að hætta þessari djöfulsins þrjósku báðu megin, það er það sem við erum að reyna að gera,“ segir Valmundur. Auk fundar samninganefndar Sjómannasambands Íslands munu einnig fjórar aðrar samninganefndir á vegum sjómanna funda í dag og morgun til að reyna að finna lausn á deilunni. Valmundur segir þessi félög tala daglega saman og á von á því að samninganefndirnar muni hittast á næstu dögum til að bera saman bækur sínar. Hann segir þetta langt því frá vera merki um uppgjöf af hálfu sjómanna og jafnframt að þetta sé ekki merki um að sjómenn séu orðnir stressaðir vegna loðnuvertíðarinnar. „Ekki við allavega,“ svarar Valmundur en það stefnir í eina verstu loðnuvertíðina í langan tíma. Loðnukvótinn á þessari vertíð verður aðeins 57 þúsund tonn en hlutur íslensku skipana í honum verður aðeins 11.500 tonn. Í skýrslu þar sem lagt var mat á þjóðhagsleg áhrif verkfallsins kom fram að dragist verkfallið fram á loðnuvertíð geti þjóðarbúið orðið að milljarði króna.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00
Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00