Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2017 20:00 Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. Sjávarútvegsráðherra segir tíma til kominn að deiluaðilar hætti störukeppni og ítrekar að ríkisvaldið muni ekki leysa deiluna fyrir þá. Jafnvel þótt verkfall sjómanna hafi staðið yfir í átta vikur hverfur fiskurinn ekki úr sjónum. Hann bíður útgerðanna úthlutaður í kvótum. Engu að síður er tjónið af verkfallinu umtalsvert. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra kynnti í dag skýrslu með mati á þjóðhagslegum kostnaði við verkfall sjómanna um leið og skýrslan lá fyrir. Í henni kemur fram að verkfallið hefur áhrif á ýmsa aðra hópa en sjómenn og útgerðir. Þar má nefna flutningafyrirtæki, málmiðnað, veiðarfæragerð, vélsmíði og umbúðaiðnað svo eitthvað sé nefnt. Það eru því mörg stór og smá fyrirtæki sem verða af tekjum vegna verkfallsins og þar með starfsfólk. Mest eru áhrifin á um 2.500 starfsmenn í fiskvinnslu, en talið er að fiskverkafólk hafi nú þegar orðið af 818 milljónum króna í tekjur, sem það á ekki möguleika á að ná til baka. Lífeyrissjóðir verða af 175 milljónum króna í iðgjöld vegna þessa. Þá hafa sjómenn orðið af 3,6 milljörðum króna í ráðstöfunartekjur og þar með hafa lífeyrissjóðir orðið af 800 milljónum í iðgjöld. Atvinnuleysistryggingasjóður hefur greitt út 312 milljónir og orðið af inngreiðslum upp á 126 milljónir. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs vegna staðgreiðslu og tryggingargjalds sjómanna og fiskverkafólks hafi nú þegar minnkað um 2,6 milljarða og tekjur sveitarfélaganna vegna minni útsvars um rúman milljarð. Heildartap hins opinbera er því um 3,6 milljarðar króna. Þá er áætlað að aflabrögð í janúar hafi dregist saman um 90 prósent miðað við árið í fyrra. Þegar horft er til áhrifanna á degi hverjum eru þau 380 milljónir í beinum virðisauka frá sjávarútveginum, 340 milljónir vegna greina sem tengjast sjávarútveginum og 340 milljónir vegna launa og hagnaðar sem annars færi til kaupa á vöru og þjónustu í hagkerfinu. Samanlagt rúmlega milljarður króna á dag. Þá hefur útflutningur á ferskum botnfiski dregist saman um 40 til 55 prósent og útflutningstekjur þar af leiðandi um 3,5 til fimm milljarða króna.Ef loðnuvertíðin bregst síðan verður tapið enn meira.Eins og sést á þessari mynd eru áhrif verkfallsins misjöfn, en hlutfall atvinnutekna úr fiskvinnslu og fiskveiðum er hæst á Vestfjörðum, Austurlandi og Vesturlandi. Sjávarútvegsráðherra segir stöðuna alvarlega. „Þetta er gríðarlega alvarlegt mál. Ekki hvað síst við dreifðari byggðir landsins. Þess vegna er það ábyrgð deiluaðila að klára málið,“ segir Þorgerður Katrín. Ráðherra segir skattgreiðendur ekki koma að því að leysa deiluna en skýrslan sé líka gerð til að deiluaðilar átti sig á þjóðhagslegum kostnaði við verkfallið. „Mér finnst þetta vera störukeppni sem er algerlega óþarfi. Menn eiga að geta náð saman. Sérstaklega í ljósi þessara niðurstaðna. Menn eiga að átta sig á því að þeirra er ábyrgðin. Þeir verða að koma sér saman um niðurstöðuna til að við horfum ekki fram á enn lengra verkfall,“ segir Þorgerður Katrín. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ kom að gerð skýrslunnar fyrir hönd sveitarfélaganna. „Verkfallið hefur auðvitað mest áhrif þar sem eru hreinar sjávarútvegsbyggðir og hefur mikil áhrif þar sem það er.“Finnur þú það í þínu sveitarfélagi að landverkafólk sem og sjómenn hafa minna á milli handanna? „Já, það hríslast um allt samfélagið. Verslun, öll þjónusta; alveg sama hvar er. Það er mikið, mikið minna að gera,“ segir Kristinn. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. Sjávarútvegsráðherra segir tíma til kominn að deiluaðilar hætti störukeppni og ítrekar að ríkisvaldið muni ekki leysa deiluna fyrir þá. Jafnvel þótt verkfall sjómanna hafi staðið yfir í átta vikur hverfur fiskurinn ekki úr sjónum. Hann bíður útgerðanna úthlutaður í kvótum. Engu að síður er tjónið af verkfallinu umtalsvert. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra kynnti í dag skýrslu með mati á þjóðhagslegum kostnaði við verkfall sjómanna um leið og skýrslan lá fyrir. Í henni kemur fram að verkfallið hefur áhrif á ýmsa aðra hópa en sjómenn og útgerðir. Þar má nefna flutningafyrirtæki, málmiðnað, veiðarfæragerð, vélsmíði og umbúðaiðnað svo eitthvað sé nefnt. Það eru því mörg stór og smá fyrirtæki sem verða af tekjum vegna verkfallsins og þar með starfsfólk. Mest eru áhrifin á um 2.500 starfsmenn í fiskvinnslu, en talið er að fiskverkafólk hafi nú þegar orðið af 818 milljónum króna í tekjur, sem það á ekki möguleika á að ná til baka. Lífeyrissjóðir verða af 175 milljónum króna í iðgjöld vegna þessa. Þá hafa sjómenn orðið af 3,6 milljörðum króna í ráðstöfunartekjur og þar með hafa lífeyrissjóðir orðið af 800 milljónum í iðgjöld. Atvinnuleysistryggingasjóður hefur greitt út 312 milljónir og orðið af inngreiðslum upp á 126 milljónir. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs vegna staðgreiðslu og tryggingargjalds sjómanna og fiskverkafólks hafi nú þegar minnkað um 2,6 milljarða og tekjur sveitarfélaganna vegna minni útsvars um rúman milljarð. Heildartap hins opinbera er því um 3,6 milljarðar króna. Þá er áætlað að aflabrögð í janúar hafi dregist saman um 90 prósent miðað við árið í fyrra. Þegar horft er til áhrifanna á degi hverjum eru þau 380 milljónir í beinum virðisauka frá sjávarútveginum, 340 milljónir vegna greina sem tengjast sjávarútveginum og 340 milljónir vegna launa og hagnaðar sem annars færi til kaupa á vöru og þjónustu í hagkerfinu. Samanlagt rúmlega milljarður króna á dag. Þá hefur útflutningur á ferskum botnfiski dregist saman um 40 til 55 prósent og útflutningstekjur þar af leiðandi um 3,5 til fimm milljarða króna.Ef loðnuvertíðin bregst síðan verður tapið enn meira.Eins og sést á þessari mynd eru áhrif verkfallsins misjöfn, en hlutfall atvinnutekna úr fiskvinnslu og fiskveiðum er hæst á Vestfjörðum, Austurlandi og Vesturlandi. Sjávarútvegsráðherra segir stöðuna alvarlega. „Þetta er gríðarlega alvarlegt mál. Ekki hvað síst við dreifðari byggðir landsins. Þess vegna er það ábyrgð deiluaðila að klára málið,“ segir Þorgerður Katrín. Ráðherra segir skattgreiðendur ekki koma að því að leysa deiluna en skýrslan sé líka gerð til að deiluaðilar átti sig á þjóðhagslegum kostnaði við verkfallið. „Mér finnst þetta vera störukeppni sem er algerlega óþarfi. Menn eiga að geta náð saman. Sérstaklega í ljósi þessara niðurstaðna. Menn eiga að átta sig á því að þeirra er ábyrgðin. Þeir verða að koma sér saman um niðurstöðuna til að við horfum ekki fram á enn lengra verkfall,“ segir Þorgerður Katrín. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ kom að gerð skýrslunnar fyrir hönd sveitarfélaganna. „Verkfallið hefur auðvitað mest áhrif þar sem eru hreinar sjávarútvegsbyggðir og hefur mikil áhrif þar sem það er.“Finnur þú það í þínu sveitarfélagi að landverkafólk sem og sjómenn hafa minna á milli handanna? „Já, það hríslast um allt samfélagið. Verslun, öll þjónusta; alveg sama hvar er. Það er mikið, mikið minna að gera,“ segir Kristinn.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira