Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2017 20:00 Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. Sjávarútvegsráðherra segir tíma til kominn að deiluaðilar hætti störukeppni og ítrekar að ríkisvaldið muni ekki leysa deiluna fyrir þá. Jafnvel þótt verkfall sjómanna hafi staðið yfir í átta vikur hverfur fiskurinn ekki úr sjónum. Hann bíður útgerðanna úthlutaður í kvótum. Engu að síður er tjónið af verkfallinu umtalsvert. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra kynnti í dag skýrslu með mati á þjóðhagslegum kostnaði við verkfall sjómanna um leið og skýrslan lá fyrir. Í henni kemur fram að verkfallið hefur áhrif á ýmsa aðra hópa en sjómenn og útgerðir. Þar má nefna flutningafyrirtæki, málmiðnað, veiðarfæragerð, vélsmíði og umbúðaiðnað svo eitthvað sé nefnt. Það eru því mörg stór og smá fyrirtæki sem verða af tekjum vegna verkfallsins og þar með starfsfólk. Mest eru áhrifin á um 2.500 starfsmenn í fiskvinnslu, en talið er að fiskverkafólk hafi nú þegar orðið af 818 milljónum króna í tekjur, sem það á ekki möguleika á að ná til baka. Lífeyrissjóðir verða af 175 milljónum króna í iðgjöld vegna þessa. Þá hafa sjómenn orðið af 3,6 milljörðum króna í ráðstöfunartekjur og þar með hafa lífeyrissjóðir orðið af 800 milljónum í iðgjöld. Atvinnuleysistryggingasjóður hefur greitt út 312 milljónir og orðið af inngreiðslum upp á 126 milljónir. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs vegna staðgreiðslu og tryggingargjalds sjómanna og fiskverkafólks hafi nú þegar minnkað um 2,6 milljarða og tekjur sveitarfélaganna vegna minni útsvars um rúman milljarð. Heildartap hins opinbera er því um 3,6 milljarðar króna. Þá er áætlað að aflabrögð í janúar hafi dregist saman um 90 prósent miðað við árið í fyrra. Þegar horft er til áhrifanna á degi hverjum eru þau 380 milljónir í beinum virðisauka frá sjávarútveginum, 340 milljónir vegna greina sem tengjast sjávarútveginum og 340 milljónir vegna launa og hagnaðar sem annars færi til kaupa á vöru og þjónustu í hagkerfinu. Samanlagt rúmlega milljarður króna á dag. Þá hefur útflutningur á ferskum botnfiski dregist saman um 40 til 55 prósent og útflutningstekjur þar af leiðandi um 3,5 til fimm milljarða króna.Ef loðnuvertíðin bregst síðan verður tapið enn meira.Eins og sést á þessari mynd eru áhrif verkfallsins misjöfn, en hlutfall atvinnutekna úr fiskvinnslu og fiskveiðum er hæst á Vestfjörðum, Austurlandi og Vesturlandi. Sjávarútvegsráðherra segir stöðuna alvarlega. „Þetta er gríðarlega alvarlegt mál. Ekki hvað síst við dreifðari byggðir landsins. Þess vegna er það ábyrgð deiluaðila að klára málið,“ segir Þorgerður Katrín. Ráðherra segir skattgreiðendur ekki koma að því að leysa deiluna en skýrslan sé líka gerð til að deiluaðilar átti sig á þjóðhagslegum kostnaði við verkfallið. „Mér finnst þetta vera störukeppni sem er algerlega óþarfi. Menn eiga að geta náð saman. Sérstaklega í ljósi þessara niðurstaðna. Menn eiga að átta sig á því að þeirra er ábyrgðin. Þeir verða að koma sér saman um niðurstöðuna til að við horfum ekki fram á enn lengra verkfall,“ segir Þorgerður Katrín. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ kom að gerð skýrslunnar fyrir hönd sveitarfélaganna. „Verkfallið hefur auðvitað mest áhrif þar sem eru hreinar sjávarútvegsbyggðir og hefur mikil áhrif þar sem það er.“Finnur þú það í þínu sveitarfélagi að landverkafólk sem og sjómenn hafa minna á milli handanna? „Já, það hríslast um allt samfélagið. Verslun, öll þjónusta; alveg sama hvar er. Það er mikið, mikið minna að gera,“ segir Kristinn. Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. Sjávarútvegsráðherra segir tíma til kominn að deiluaðilar hætti störukeppni og ítrekar að ríkisvaldið muni ekki leysa deiluna fyrir þá. Jafnvel þótt verkfall sjómanna hafi staðið yfir í átta vikur hverfur fiskurinn ekki úr sjónum. Hann bíður útgerðanna úthlutaður í kvótum. Engu að síður er tjónið af verkfallinu umtalsvert. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra kynnti í dag skýrslu með mati á þjóðhagslegum kostnaði við verkfall sjómanna um leið og skýrslan lá fyrir. Í henni kemur fram að verkfallið hefur áhrif á ýmsa aðra hópa en sjómenn og útgerðir. Þar má nefna flutningafyrirtæki, málmiðnað, veiðarfæragerð, vélsmíði og umbúðaiðnað svo eitthvað sé nefnt. Það eru því mörg stór og smá fyrirtæki sem verða af tekjum vegna verkfallsins og þar með starfsfólk. Mest eru áhrifin á um 2.500 starfsmenn í fiskvinnslu, en talið er að fiskverkafólk hafi nú þegar orðið af 818 milljónum króna í tekjur, sem það á ekki möguleika á að ná til baka. Lífeyrissjóðir verða af 175 milljónum króna í iðgjöld vegna þessa. Þá hafa sjómenn orðið af 3,6 milljörðum króna í ráðstöfunartekjur og þar með hafa lífeyrissjóðir orðið af 800 milljónum í iðgjöld. Atvinnuleysistryggingasjóður hefur greitt út 312 milljónir og orðið af inngreiðslum upp á 126 milljónir. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs vegna staðgreiðslu og tryggingargjalds sjómanna og fiskverkafólks hafi nú þegar minnkað um 2,6 milljarða og tekjur sveitarfélaganna vegna minni útsvars um rúman milljarð. Heildartap hins opinbera er því um 3,6 milljarðar króna. Þá er áætlað að aflabrögð í janúar hafi dregist saman um 90 prósent miðað við árið í fyrra. Þegar horft er til áhrifanna á degi hverjum eru þau 380 milljónir í beinum virðisauka frá sjávarútveginum, 340 milljónir vegna greina sem tengjast sjávarútveginum og 340 milljónir vegna launa og hagnaðar sem annars færi til kaupa á vöru og þjónustu í hagkerfinu. Samanlagt rúmlega milljarður króna á dag. Þá hefur útflutningur á ferskum botnfiski dregist saman um 40 til 55 prósent og útflutningstekjur þar af leiðandi um 3,5 til fimm milljarða króna.Ef loðnuvertíðin bregst síðan verður tapið enn meira.Eins og sést á þessari mynd eru áhrif verkfallsins misjöfn, en hlutfall atvinnutekna úr fiskvinnslu og fiskveiðum er hæst á Vestfjörðum, Austurlandi og Vesturlandi. Sjávarútvegsráðherra segir stöðuna alvarlega. „Þetta er gríðarlega alvarlegt mál. Ekki hvað síst við dreifðari byggðir landsins. Þess vegna er það ábyrgð deiluaðila að klára málið,“ segir Þorgerður Katrín. Ráðherra segir skattgreiðendur ekki koma að því að leysa deiluna en skýrslan sé líka gerð til að deiluaðilar átti sig á þjóðhagslegum kostnaði við verkfallið. „Mér finnst þetta vera störukeppni sem er algerlega óþarfi. Menn eiga að geta náð saman. Sérstaklega í ljósi þessara niðurstaðna. Menn eiga að átta sig á því að þeirra er ábyrgðin. Þeir verða að koma sér saman um niðurstöðuna til að við horfum ekki fram á enn lengra verkfall,“ segir Þorgerður Katrín. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ kom að gerð skýrslunnar fyrir hönd sveitarfélaganna. „Verkfallið hefur auðvitað mest áhrif þar sem eru hreinar sjávarútvegsbyggðir og hefur mikil áhrif þar sem það er.“Finnur þú það í þínu sveitarfélagi að landverkafólk sem og sjómenn hafa minna á milli handanna? „Já, það hríslast um allt samfélagið. Verslun, öll þjónusta; alveg sama hvar er. Það er mikið, mikið minna að gera,“ segir Kristinn.
Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira