Jöfnuður milli kynjanna mælist hvergi meiri í heiminum en á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2017 17:13 Ísland í fyrsta sæti 9. árið í röð. Vísir/Getty Hvergi í heiminum mælist meiri jöfnuður milli kynjanna en á Íslandi samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins árið 2017 og trónir Ísland í efsta sæti 9. árið í röð. Í kynningu á niðurstöðunum er sérstaklega fjallað um hvað ræður góðri frammistöðu Íslendinga á þessu sviði.Greint er frá þessu á vef velferðarráðuneytisins en þar kemur fram að Alþjóðefnahagsráðið hafi birt skýrslur um stöðu kynjajafnréttis í heiminum frá árinu 2016. Samkvæmt niðurstöðum fyrir árið 2017 eru Ísland, Noregur og Finnland í þremur efstu sætunum en lestina reka Sýrland, Pakistan og Jemen sem er í botnsæti þeirra 144 þjóða sem mælingin tekur til. Kvarðinn sem WEF byggir mat sitt á (e. Global Gender Gap Index) felur í sér mælingar á fjórum sviðum sem taka til stöðu kynjajafnréttis á sviði heilbrigðis, menntunar, efnahagslífs og stjórnmála. Á efnahagssviðinu er m.a. horft til launamunar kynjanna, atvinnuþátttöku og kynjahlutfalla í hópi stjórnenda. Menntunarþátturinn er metinn út frá menntunarstigi karla og kvenna, heilbrigðisþátturinn tekur m.a. mið af lífslíkum og jafnfrétti á sviði stjórnmála er metið út frá stjórnmálaþátttöku kynjanna en staða Íslands árið 2017 miðar við hlutfall kvenna á Alþingi fyrir kosningarnar 28. október sl. Ein af meginniðurstöðum skýrslu þessa árs er að eftir tíu ára hægfara framfarir á heimsvísu þar sem kynjabilið hefur minnkað, sýna niðurstöður ársins 2017 bakslag. Dregið hefur sundur með körlum og konum á öllum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis, menntunar, stjórnmála eða efnahagslífs. Bakslagið mælist þó einkum þegar horft er til stöðunnar á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Klaus Schwab, stofnandi og stjórnarformaður WEF, segir kynjamisréttið fela í sér gríðarlega sóun á mannauði og njóti þar með minni verðmætasköpunar. Það sé því jafnt siðferðilega og efnahagslega bráðnauðsynlegt að sigrast á þeim þáttum sem standa jafnrétti kvenna og karla fyrir þrifum. Samkvæmt mælingum WEF hefur 87% kynjabilsins á Íslandi verið brúað og frá því að WEF hóf mælingar árið 2006 hefur kynjabilið minnkað um 10% sem skipar Íslandi í sæti þeirra ríkja þar sem jafnrétti kynjanna eykst hvað hraðast. Árangur Íslands sem skorar hæst á jafnréttiskvarða WEF níunda árið í röð vekur athygli og óskaði WEF eftir umfjöllun frá jafnréttisteymi velferðarráðuneytisins um það hvaða þættir kunni helst að ráða góðum árangri landsins á sviði jafnréttismála. Grein þessa efnis var birt á vef WEF samhliða skýrslunni Global Gender Gap Report og er aðgengileg hér að neðan. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir ánægjulegt að mælingin endurspegli þann árangur sem markvissar aðgerðir á sviði kynjajafnréttismála hafa skilað undanfarin áratug. „Það er mikill heiður fyrir Ísland að vera enn og aftur í toppsæti lista Alþjóðaefnahagsráðsins og þeim heiðri fylgir sú ábyrgð að halda áfram að vera til fyrirmyndar og tryggja að fullu jöfn tækifæri og jafna stöðu kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins.“ WEF hafa birt stutt myndband um stöðu jafnréttismála á Íslandi með áherslu á aðgerðir til þess að draga úr launamun kynjanna, m.a. með lögleiðingu jafnlaunavottunar. Myndbandið er aðgengilegt á facebook og er vísað á það hér að neðan. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Hvergi í heiminum mælist meiri jöfnuður milli kynjanna en á Íslandi samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins árið 2017 og trónir Ísland í efsta sæti 9. árið í röð. Í kynningu á niðurstöðunum er sérstaklega fjallað um hvað ræður góðri frammistöðu Íslendinga á þessu sviði.Greint er frá þessu á vef velferðarráðuneytisins en þar kemur fram að Alþjóðefnahagsráðið hafi birt skýrslur um stöðu kynjajafnréttis í heiminum frá árinu 2016. Samkvæmt niðurstöðum fyrir árið 2017 eru Ísland, Noregur og Finnland í þremur efstu sætunum en lestina reka Sýrland, Pakistan og Jemen sem er í botnsæti þeirra 144 þjóða sem mælingin tekur til. Kvarðinn sem WEF byggir mat sitt á (e. Global Gender Gap Index) felur í sér mælingar á fjórum sviðum sem taka til stöðu kynjajafnréttis á sviði heilbrigðis, menntunar, efnahagslífs og stjórnmála. Á efnahagssviðinu er m.a. horft til launamunar kynjanna, atvinnuþátttöku og kynjahlutfalla í hópi stjórnenda. Menntunarþátturinn er metinn út frá menntunarstigi karla og kvenna, heilbrigðisþátturinn tekur m.a. mið af lífslíkum og jafnfrétti á sviði stjórnmála er metið út frá stjórnmálaþátttöku kynjanna en staða Íslands árið 2017 miðar við hlutfall kvenna á Alþingi fyrir kosningarnar 28. október sl. Ein af meginniðurstöðum skýrslu þessa árs er að eftir tíu ára hægfara framfarir á heimsvísu þar sem kynjabilið hefur minnkað, sýna niðurstöður ársins 2017 bakslag. Dregið hefur sundur með körlum og konum á öllum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis, menntunar, stjórnmála eða efnahagslífs. Bakslagið mælist þó einkum þegar horft er til stöðunnar á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Klaus Schwab, stofnandi og stjórnarformaður WEF, segir kynjamisréttið fela í sér gríðarlega sóun á mannauði og njóti þar með minni verðmætasköpunar. Það sé því jafnt siðferðilega og efnahagslega bráðnauðsynlegt að sigrast á þeim þáttum sem standa jafnrétti kvenna og karla fyrir þrifum. Samkvæmt mælingum WEF hefur 87% kynjabilsins á Íslandi verið brúað og frá því að WEF hóf mælingar árið 2006 hefur kynjabilið minnkað um 10% sem skipar Íslandi í sæti þeirra ríkja þar sem jafnrétti kynjanna eykst hvað hraðast. Árangur Íslands sem skorar hæst á jafnréttiskvarða WEF níunda árið í röð vekur athygli og óskaði WEF eftir umfjöllun frá jafnréttisteymi velferðarráðuneytisins um það hvaða þættir kunni helst að ráða góðum árangri landsins á sviði jafnréttismála. Grein þessa efnis var birt á vef WEF samhliða skýrslunni Global Gender Gap Report og er aðgengileg hér að neðan. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir ánægjulegt að mælingin endurspegli þann árangur sem markvissar aðgerðir á sviði kynjajafnréttismála hafa skilað undanfarin áratug. „Það er mikill heiður fyrir Ísland að vera enn og aftur í toppsæti lista Alþjóðaefnahagsráðsins og þeim heiðri fylgir sú ábyrgð að halda áfram að vera til fyrirmyndar og tryggja að fullu jöfn tækifæri og jafna stöðu kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins.“ WEF hafa birt stutt myndband um stöðu jafnréttismála á Íslandi með áherslu á aðgerðir til þess að draga úr launamun kynjanna, m.a. með lögleiðingu jafnlaunavottunar. Myndbandið er aðgengilegt á facebook og er vísað á það hér að neðan.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira