Hagskælingar safna fyrir alvarlega veikan samnemenda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. nóvember 2017 19:30 Hagskælingar vinna nú hörðum höndum við að safna pening fyrir samnemanda sinn, Ólaf Ívar Árnason eða Óla eins og hann er alltaf kallaður, sem veiktist alvarlega af bakteríusýkingu og hefur legið á sjúkrahúsi nánast allt þetta ár. Óla var um tíma ekki hugað líf en er nú á batavegi. Óli veiktist í byrjun árs. „Eftir að ég var í bíó með bróður mínum. Daginn eftir var ég að hósta mjög mikið. Svo man ég ekki mikið eftir deginum á eftir þegar ég fór á spítalann,“ segir Óli. Lungu hans höfðu takmarkaða starfsgetu vegna bakteríunnar og var hann mjög hætt kominn. Hann var fluttur með hraði til Stokkhólms á Karolinska sjúkrahúsið á sérhæfða deild sem tekur við þegar hefðbundnar gjörgæsludeildir geta ekki meira. Á þeim tíma var foreldrum Óla ráðlagt að fá alla fjölskylduna strax út til að kveðja. Öll líffærakerfi gáfu sig og æðar láku. Óla tókst hins vegar að snúa til baka og töldu læknar hans að um kraftaverk væri að ræða. Núna, rúmum 9 mánuðum eftir að Óli veiktist, dvelur hann á Barnaspítala hringsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt en ég reyni að hafa eitthvað gaman. Og það eru mörg bakslög. Alltaf bara að halda áfram,“ segir Óli sem er staðráðin í því að ná fullum bata. Nú tekur við löng endurhæfing en hann hefur þurft að byrja nánast frá byrjun en hann missti nánast alla krafta í líkamanum þegar hann veiktist. Óli er mikill fótboltaáhugamaður og KR-ingur í húð og hár. Fjöldi fótboltakappa hafa langt sitt af mörkum og heimsótt Óla og fært honum áritaðar treyjur sem setja svip á sjúkrastofuna. „Svo kom Aron Einar og Pálmi Rafn sem er fyrirliðinn í KR. Svo kom Hannes og Þorgrímur Þráins. Hann gaf mér skóna sína og hanskana sína,“ segir Óli en þetta er aðeins dæmi um þá fótboltakappa sem hafa heimsótt Óla. Á meðal Óli vinnur hörðum höndum við að öðlast bata hafa skólafélagar hans í Hagaskóla undirbúið árlega góðgerðarhátíð, Gott mál, sem snýst um að styrkja gott málefni. Í ár er safnað fyrir Óla. „Ég var svolítið hissa að þau væru að gera það. En það er bara mjög fallegt af þeim,“ segir Óli. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hagskælingar vinna nú hörðum höndum við að safna pening fyrir samnemanda sinn, Ólaf Ívar Árnason eða Óla eins og hann er alltaf kallaður, sem veiktist alvarlega af bakteríusýkingu og hefur legið á sjúkrahúsi nánast allt þetta ár. Óla var um tíma ekki hugað líf en er nú á batavegi. Óli veiktist í byrjun árs. „Eftir að ég var í bíó með bróður mínum. Daginn eftir var ég að hósta mjög mikið. Svo man ég ekki mikið eftir deginum á eftir þegar ég fór á spítalann,“ segir Óli. Lungu hans höfðu takmarkaða starfsgetu vegna bakteríunnar og var hann mjög hætt kominn. Hann var fluttur með hraði til Stokkhólms á Karolinska sjúkrahúsið á sérhæfða deild sem tekur við þegar hefðbundnar gjörgæsludeildir geta ekki meira. Á þeim tíma var foreldrum Óla ráðlagt að fá alla fjölskylduna strax út til að kveðja. Öll líffærakerfi gáfu sig og æðar láku. Óla tókst hins vegar að snúa til baka og töldu læknar hans að um kraftaverk væri að ræða. Núna, rúmum 9 mánuðum eftir að Óli veiktist, dvelur hann á Barnaspítala hringsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt en ég reyni að hafa eitthvað gaman. Og það eru mörg bakslög. Alltaf bara að halda áfram,“ segir Óli sem er staðráðin í því að ná fullum bata. Nú tekur við löng endurhæfing en hann hefur þurft að byrja nánast frá byrjun en hann missti nánast alla krafta í líkamanum þegar hann veiktist. Óli er mikill fótboltaáhugamaður og KR-ingur í húð og hár. Fjöldi fótboltakappa hafa langt sitt af mörkum og heimsótt Óla og fært honum áritaðar treyjur sem setja svip á sjúkrastofuna. „Svo kom Aron Einar og Pálmi Rafn sem er fyrirliðinn í KR. Svo kom Hannes og Þorgrímur Þráins. Hann gaf mér skóna sína og hanskana sína,“ segir Óli en þetta er aðeins dæmi um þá fótboltakappa sem hafa heimsótt Óla. Á meðal Óli vinnur hörðum höndum við að öðlast bata hafa skólafélagar hans í Hagaskóla undirbúið árlega góðgerðarhátíð, Gott mál, sem snýst um að styrkja gott málefni. Í ár er safnað fyrir Óla. „Ég var svolítið hissa að þau væru að gera það. En það er bara mjög fallegt af þeim,“ segir Óli.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira