Yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng á einum mánuði Gissur Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2017 13:34 Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Vísir/Pjetur Vel yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng í síðasta mánuði, sem er met og langt yfir öryggismörkum Evrópusambandsins um jafnaðarumferð um jarðgöng af þessu tagi á einu ári. Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Í Evrópureglunum er er miðað við átta þúsund bíla á sólarhring en þeir voru tæplega tíu þúsund á dag í júlí, sem er þá langt yfir viðmiði. „Já já við erum komin langt yfir mörkin. Þau eru 8000 bílar á sólarhring,” segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar. Hver hefur aukningin á bílum verið ef við forum bara 2-3 ár aftur í tímann? „Í fyrra var langstærsti júlímánuður, stærsti mánuður í sögunni, með 295.000 ökutæki í júlí. Það hafði verið 270.000 árið og 240.000 tæp þar áður. Þannig þetta hoppar ansi skarpt.” Hann segist búast við því að farið verði yfir mörk Evrópusambandsins í síðasta lagi árið 2020. „Ja meðalumferðin á þessu ári verður væntanlega í kringum 7000 ökutæki á sólarhring. Það var á síðasta ári rúmlega 6400 og árið þar áður 5600 þannig að það er nú mjög líklegt að þetta náist á árinu 2019. Allra síðasta lagið 2020.” Þá eru gerðar kröfur um hvað, öryggisgöng ekki satt? „Jú jú, þá er um að ræða að tvöfalda göngin því umferðarþunginn núna í einu röri er alveg við þolmörk á sumartíma. Það sem er rétt að benda á I þessu sambandi er að óhappatíðnin hún virðist vaxa hraðar en umferðaraukningin, við erum komin að þeim mörkum. Það hefur verið mjög mikið um óhöpp í sumar og í mörgum tilvikum tefur það umferðina og síðast í gær gerðist það að það þurfti að stjórna umferðina í báðar áttir í minnsta kosti fjóra klukkutíma.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Vel yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng í síðasta mánuði, sem er met og langt yfir öryggismörkum Evrópusambandsins um jafnaðarumferð um jarðgöng af þessu tagi á einu ári. Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Í Evrópureglunum er er miðað við átta þúsund bíla á sólarhring en þeir voru tæplega tíu þúsund á dag í júlí, sem er þá langt yfir viðmiði. „Já já við erum komin langt yfir mörkin. Þau eru 8000 bílar á sólarhring,” segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar. Hver hefur aukningin á bílum verið ef við forum bara 2-3 ár aftur í tímann? „Í fyrra var langstærsti júlímánuður, stærsti mánuður í sögunni, með 295.000 ökutæki í júlí. Það hafði verið 270.000 árið og 240.000 tæp þar áður. Þannig þetta hoppar ansi skarpt.” Hann segist búast við því að farið verði yfir mörk Evrópusambandsins í síðasta lagi árið 2020. „Ja meðalumferðin á þessu ári verður væntanlega í kringum 7000 ökutæki á sólarhring. Það var á síðasta ári rúmlega 6400 og árið þar áður 5600 þannig að það er nú mjög líklegt að þetta náist á árinu 2019. Allra síðasta lagið 2020.” Þá eru gerðar kröfur um hvað, öryggisgöng ekki satt? „Jú jú, þá er um að ræða að tvöfalda göngin því umferðarþunginn núna í einu röri er alveg við þolmörk á sumartíma. Það sem er rétt að benda á I þessu sambandi er að óhappatíðnin hún virðist vaxa hraðar en umferðaraukningin, við erum komin að þeim mörkum. Það hefur verið mjög mikið um óhöpp í sumar og í mörgum tilvikum tefur það umferðina og síðast í gær gerðist það að það þurfti að stjórna umferðina í báðar áttir í minnsta kosti fjóra klukkutíma.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira