Göturnar tæmdust eftir árásina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júní 2017 19:45 Íslendingar sem búa í Lundúnum segja spennuþrungið andrúmsloft í borginni þrátt fyrir að lífið gangi sinn vanagang. Íslendingur sem var úti á lífinu í gær segir bæinn hafa tæmst eftir árásina. Sigríður Mogensen, hagfræðingur hjá Deutsche bank í London, segir ekkert annað í boði en að halda áfram að sinna daglegum verkefnum þrátt fyrir að ónotatilfinning hafi grafið um sig í kjölfar árásarinnar í London. „Ég vaknaði bara í morgun og fór með dóttur mína á róló eins og ég geri flesta morgna um helgar. Fólk er bara úti með börnin sín og lífið gengur sinn vanagang. Það er svolítið erfitt að festa hönd á það en maður finnur alveg að andrúmsloftið er svolítið skrýtið og fólk er að ræða þetta og allir að sjálfsögðu slegnir miklum óhug," segir Sigríður. Hún gerir ráð fyrir miklum viðbúnaði á leiðinni til vinnu á morgun enda er bankinn í miðborginni rétt hjá árásarstaðnum en öyggisgæsla hefur þegar aukin verulega á síðustu vikum. „Hún hefur verið gríðarlega mikil frá því að árásin átti sér stað í Manchester fyrir nokkrum vikum. Þegar ég mætti til vinnu daginn eftir það var leitað í töskunni minni og þarna var mjög hert öryggisgæsla, sem er nú vanalega mikil. Til dæmis voru tveir vopnaðir lögreglumenn fyrir utan og við þessar helstu samgönguæðar," segir Sigríður.Hjalti RögnvaldssonHjalti Rögnvaldsson er í mastersnámi í markaðsfræði í London en hann var með vinum sínum í keilu þegar árásin varð. „Það var alveg greinilegt hvaða áhrif þetta hafði á staðinn af því hann eiginlega tæmdist," segir Hjalti og vísar til þess að vanalega séu margir á ferð á þessum tíma. „Þetta er á laugardagskvöldi og fyrsta helgin eftir útborgun og það voru allir ótrúlega niðurdregnir." Hjalti var úti þar til um klukkan fjögur í nótt og segir hann að enginn hafi verið á ferli. Hann var ekki hræddur við að vera úti þar sem hann taldi víst að árásin væri yfirstaðin. Hann segir að fullt af fólki hafi verið mætt í bæinn í dag og telur ljóst að borgarbúar ætli ekki að láta þetta hafa áhrif á sig. „Það virðist vera að fólk ætli ekki að leyfa þessu að stýra lífi sínu og það er tilfinningin sem maður hefur haft í kjölfarið af öllum árásunum," segir Hjalti. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Íslendingar sem búa í Lundúnum segja spennuþrungið andrúmsloft í borginni þrátt fyrir að lífið gangi sinn vanagang. Íslendingur sem var úti á lífinu í gær segir bæinn hafa tæmst eftir árásina. Sigríður Mogensen, hagfræðingur hjá Deutsche bank í London, segir ekkert annað í boði en að halda áfram að sinna daglegum verkefnum þrátt fyrir að ónotatilfinning hafi grafið um sig í kjölfar árásarinnar í London. „Ég vaknaði bara í morgun og fór með dóttur mína á róló eins og ég geri flesta morgna um helgar. Fólk er bara úti með börnin sín og lífið gengur sinn vanagang. Það er svolítið erfitt að festa hönd á það en maður finnur alveg að andrúmsloftið er svolítið skrýtið og fólk er að ræða þetta og allir að sjálfsögðu slegnir miklum óhug," segir Sigríður. Hún gerir ráð fyrir miklum viðbúnaði á leiðinni til vinnu á morgun enda er bankinn í miðborginni rétt hjá árásarstaðnum en öyggisgæsla hefur þegar aukin verulega á síðustu vikum. „Hún hefur verið gríðarlega mikil frá því að árásin átti sér stað í Manchester fyrir nokkrum vikum. Þegar ég mætti til vinnu daginn eftir það var leitað í töskunni minni og þarna var mjög hert öryggisgæsla, sem er nú vanalega mikil. Til dæmis voru tveir vopnaðir lögreglumenn fyrir utan og við þessar helstu samgönguæðar," segir Sigríður.Hjalti RögnvaldssonHjalti Rögnvaldsson er í mastersnámi í markaðsfræði í London en hann var með vinum sínum í keilu þegar árásin varð. „Það var alveg greinilegt hvaða áhrif þetta hafði á staðinn af því hann eiginlega tæmdist," segir Hjalti og vísar til þess að vanalega séu margir á ferð á þessum tíma. „Þetta er á laugardagskvöldi og fyrsta helgin eftir útborgun og það voru allir ótrúlega niðurdregnir." Hjalti var úti þar til um klukkan fjögur í nótt og segir hann að enginn hafi verið á ferli. Hann var ekki hræddur við að vera úti þar sem hann taldi víst að árásin væri yfirstaðin. Hann segir að fullt af fólki hafi verið mætt í bæinn í dag og telur ljóst að borgarbúar ætli ekki að láta þetta hafa áhrif á sig. „Það virðist vera að fólk ætli ekki að leyfa þessu að stýra lífi sínu og það er tilfinningin sem maður hefur haft í kjölfarið af öllum árásunum," segir Hjalti.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“