Göturnar tæmdust eftir árásina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júní 2017 19:45 Íslendingar sem búa í Lundúnum segja spennuþrungið andrúmsloft í borginni þrátt fyrir að lífið gangi sinn vanagang. Íslendingur sem var úti á lífinu í gær segir bæinn hafa tæmst eftir árásina. Sigríður Mogensen, hagfræðingur hjá Deutsche bank í London, segir ekkert annað í boði en að halda áfram að sinna daglegum verkefnum þrátt fyrir að ónotatilfinning hafi grafið um sig í kjölfar árásarinnar í London. „Ég vaknaði bara í morgun og fór með dóttur mína á róló eins og ég geri flesta morgna um helgar. Fólk er bara úti með börnin sín og lífið gengur sinn vanagang. Það er svolítið erfitt að festa hönd á það en maður finnur alveg að andrúmsloftið er svolítið skrýtið og fólk er að ræða þetta og allir að sjálfsögðu slegnir miklum óhug," segir Sigríður. Hún gerir ráð fyrir miklum viðbúnaði á leiðinni til vinnu á morgun enda er bankinn í miðborginni rétt hjá árásarstaðnum en öyggisgæsla hefur þegar aukin verulega á síðustu vikum. „Hún hefur verið gríðarlega mikil frá því að árásin átti sér stað í Manchester fyrir nokkrum vikum. Þegar ég mætti til vinnu daginn eftir það var leitað í töskunni minni og þarna var mjög hert öryggisgæsla, sem er nú vanalega mikil. Til dæmis voru tveir vopnaðir lögreglumenn fyrir utan og við þessar helstu samgönguæðar," segir Sigríður.Hjalti RögnvaldssonHjalti Rögnvaldsson er í mastersnámi í markaðsfræði í London en hann var með vinum sínum í keilu þegar árásin varð. „Það var alveg greinilegt hvaða áhrif þetta hafði á staðinn af því hann eiginlega tæmdist," segir Hjalti og vísar til þess að vanalega séu margir á ferð á þessum tíma. „Þetta er á laugardagskvöldi og fyrsta helgin eftir útborgun og það voru allir ótrúlega niðurdregnir." Hjalti var úti þar til um klukkan fjögur í nótt og segir hann að enginn hafi verið á ferli. Hann var ekki hræddur við að vera úti þar sem hann taldi víst að árásin væri yfirstaðin. Hann segir að fullt af fólki hafi verið mætt í bæinn í dag og telur ljóst að borgarbúar ætli ekki að láta þetta hafa áhrif á sig. „Það virðist vera að fólk ætli ekki að leyfa þessu að stýra lífi sínu og það er tilfinningin sem maður hefur haft í kjölfarið af öllum árásunum," segir Hjalti. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Íslendingar sem búa í Lundúnum segja spennuþrungið andrúmsloft í borginni þrátt fyrir að lífið gangi sinn vanagang. Íslendingur sem var úti á lífinu í gær segir bæinn hafa tæmst eftir árásina. Sigríður Mogensen, hagfræðingur hjá Deutsche bank í London, segir ekkert annað í boði en að halda áfram að sinna daglegum verkefnum þrátt fyrir að ónotatilfinning hafi grafið um sig í kjölfar árásarinnar í London. „Ég vaknaði bara í morgun og fór með dóttur mína á róló eins og ég geri flesta morgna um helgar. Fólk er bara úti með börnin sín og lífið gengur sinn vanagang. Það er svolítið erfitt að festa hönd á það en maður finnur alveg að andrúmsloftið er svolítið skrýtið og fólk er að ræða þetta og allir að sjálfsögðu slegnir miklum óhug," segir Sigríður. Hún gerir ráð fyrir miklum viðbúnaði á leiðinni til vinnu á morgun enda er bankinn í miðborginni rétt hjá árásarstaðnum en öyggisgæsla hefur þegar aukin verulega á síðustu vikum. „Hún hefur verið gríðarlega mikil frá því að árásin átti sér stað í Manchester fyrir nokkrum vikum. Þegar ég mætti til vinnu daginn eftir það var leitað í töskunni minni og þarna var mjög hert öryggisgæsla, sem er nú vanalega mikil. Til dæmis voru tveir vopnaðir lögreglumenn fyrir utan og við þessar helstu samgönguæðar," segir Sigríður.Hjalti RögnvaldssonHjalti Rögnvaldsson er í mastersnámi í markaðsfræði í London en hann var með vinum sínum í keilu þegar árásin varð. „Það var alveg greinilegt hvaða áhrif þetta hafði á staðinn af því hann eiginlega tæmdist," segir Hjalti og vísar til þess að vanalega séu margir á ferð á þessum tíma. „Þetta er á laugardagskvöldi og fyrsta helgin eftir útborgun og það voru allir ótrúlega niðurdregnir." Hjalti var úti þar til um klukkan fjögur í nótt og segir hann að enginn hafi verið á ferli. Hann var ekki hræddur við að vera úti þar sem hann taldi víst að árásin væri yfirstaðin. Hann segir að fullt af fólki hafi verið mætt í bæinn í dag og telur ljóst að borgarbúar ætli ekki að láta þetta hafa áhrif á sig. „Það virðist vera að fólk ætli ekki að leyfa þessu að stýra lífi sínu og það er tilfinningin sem maður hefur haft í kjölfarið af öllum árásunum," segir Hjalti.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira