Þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2017 09:30 "Ég var krónískur óþekktarangi," segir Snorri um sig sem barn. Vísir/GVA „Þó drifkrafturinn og ástríðan sé í gjörningum hjá mér þá er það málverkið sem er ódauðlegt. Svo er það varningur. Verk eru framlenging af listamanninum og fólk vill alltaf eignast part af honum,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem opnar málverkasýningu klukkan 17 í dag í Gallery O við höfuðstöðvar Orange Project/Regus í Ármúla 4-6 í Reykjavík. Snorri hefur komið víða við á ferlinum og kveðst yfirleitt skotnastur í þeim verkum sem hann sé að fást við hverju sinni. Hann hefur verið í framboði til forseta Íslands og formanns Sjálfstæðisflokksins. Spurður hvort hann líti á slík framboð sem listgjörning svarar hann: „Það er frekar að þau séu flokkuð þannig en að ég setji mig í þær stellingar að ég sé að gera listaverk. Þegar maður er úthrópaður listamaður þá heitir allt list sem maður gerir.“Hefur þá listamaður leyfi til að gera hvað sem er? „Forsendurnar á bak við verknaðinn skipta öllu máli. Gjörningarnir mínir eru allt annað en málverkin en þegar fólk þekkir sögu mína þá sér það tenginguna. Allt hefur með mig og mína upplifun að gera og þegar ég fer í framboð þá á ég í samtali við samfélagið. En mér finnst ég hafa verið svo oft í þessari jarðvist áður og sú upplifun snýst upp í virðingarleysi við viðteknar venjur, stjórnmálaflokka og kerfi.“Hvernig varstu sem krakki? „Ég var krónískur óþekktarangi, eins og nafnið á sýningunni gefur til kynna og þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert. Ekki það að ég væri með stöðugt uppistand. Ég var eins og köttur, gerði bara mitt. Sat og teiknaði í tímum í skólanum og þegar kennari spurði mig út í eitthvað þá svaraði ég út í hött.“Í fréttatilkynningu um þessa sýningu kemur fram að þér þyki æðisleg tilfinning að vera besti málari á Íslandi. Koma þau orð frá þínum hjartans innstu rótum eða ertu að grínast? „Ég fæ alls konar skilaboð gegnum Guð og æðri mátt. Þegar ég sest við píanóið þá upplifi ég mig besta píanóleikara í heimi og sama tilfinning grípur mig þegar ég geri myndlist. Ég er tvímælalaust besti performanslistamaður í heimi í dag og tel mig vera meðal fimm bestu málaranna. Það er mín upplifun og trú og vissa.“Þú selur þig þá dýrt, væntanlega? „Já, já. Ég hef það þannig að ef einhver hefur sérstaka ástríðu fyrir að eignast verk eftir mig þá met ég þá ástríðu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. mars 2017. Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þó drifkrafturinn og ástríðan sé í gjörningum hjá mér þá er það málverkið sem er ódauðlegt. Svo er það varningur. Verk eru framlenging af listamanninum og fólk vill alltaf eignast part af honum,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem opnar málverkasýningu klukkan 17 í dag í Gallery O við höfuðstöðvar Orange Project/Regus í Ármúla 4-6 í Reykjavík. Snorri hefur komið víða við á ferlinum og kveðst yfirleitt skotnastur í þeim verkum sem hann sé að fást við hverju sinni. Hann hefur verið í framboði til forseta Íslands og formanns Sjálfstæðisflokksins. Spurður hvort hann líti á slík framboð sem listgjörning svarar hann: „Það er frekar að þau séu flokkuð þannig en að ég setji mig í þær stellingar að ég sé að gera listaverk. Þegar maður er úthrópaður listamaður þá heitir allt list sem maður gerir.“Hefur þá listamaður leyfi til að gera hvað sem er? „Forsendurnar á bak við verknaðinn skipta öllu máli. Gjörningarnir mínir eru allt annað en málverkin en þegar fólk þekkir sögu mína þá sér það tenginguna. Allt hefur með mig og mína upplifun að gera og þegar ég fer í framboð þá á ég í samtali við samfélagið. En mér finnst ég hafa verið svo oft í þessari jarðvist áður og sú upplifun snýst upp í virðingarleysi við viðteknar venjur, stjórnmálaflokka og kerfi.“Hvernig varstu sem krakki? „Ég var krónískur óþekktarangi, eins og nafnið á sýningunni gefur til kynna og þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert. Ekki það að ég væri með stöðugt uppistand. Ég var eins og köttur, gerði bara mitt. Sat og teiknaði í tímum í skólanum og þegar kennari spurði mig út í eitthvað þá svaraði ég út í hött.“Í fréttatilkynningu um þessa sýningu kemur fram að þér þyki æðisleg tilfinning að vera besti málari á Íslandi. Koma þau orð frá þínum hjartans innstu rótum eða ertu að grínast? „Ég fæ alls konar skilaboð gegnum Guð og æðri mátt. Þegar ég sest við píanóið þá upplifi ég mig besta píanóleikara í heimi og sama tilfinning grípur mig þegar ég geri myndlist. Ég er tvímælalaust besti performanslistamaður í heimi í dag og tel mig vera meðal fimm bestu málaranna. Það er mín upplifun og trú og vissa.“Þú selur þig þá dýrt, væntanlega? „Já, já. Ég hef það þannig að ef einhver hefur sérstaka ástríðu fyrir að eignast verk eftir mig þá met ég þá ástríðu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. mars 2017.
Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira