Þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2017 09:30 "Ég var krónískur óþekktarangi," segir Snorri um sig sem barn. Vísir/GVA „Þó drifkrafturinn og ástríðan sé í gjörningum hjá mér þá er það málverkið sem er ódauðlegt. Svo er það varningur. Verk eru framlenging af listamanninum og fólk vill alltaf eignast part af honum,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem opnar málverkasýningu klukkan 17 í dag í Gallery O við höfuðstöðvar Orange Project/Regus í Ármúla 4-6 í Reykjavík. Snorri hefur komið víða við á ferlinum og kveðst yfirleitt skotnastur í þeim verkum sem hann sé að fást við hverju sinni. Hann hefur verið í framboði til forseta Íslands og formanns Sjálfstæðisflokksins. Spurður hvort hann líti á slík framboð sem listgjörning svarar hann: „Það er frekar að þau séu flokkuð þannig en að ég setji mig í þær stellingar að ég sé að gera listaverk. Þegar maður er úthrópaður listamaður þá heitir allt list sem maður gerir.“Hefur þá listamaður leyfi til að gera hvað sem er? „Forsendurnar á bak við verknaðinn skipta öllu máli. Gjörningarnir mínir eru allt annað en málverkin en þegar fólk þekkir sögu mína þá sér það tenginguna. Allt hefur með mig og mína upplifun að gera og þegar ég fer í framboð þá á ég í samtali við samfélagið. En mér finnst ég hafa verið svo oft í þessari jarðvist áður og sú upplifun snýst upp í virðingarleysi við viðteknar venjur, stjórnmálaflokka og kerfi.“Hvernig varstu sem krakki? „Ég var krónískur óþekktarangi, eins og nafnið á sýningunni gefur til kynna og þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert. Ekki það að ég væri með stöðugt uppistand. Ég var eins og köttur, gerði bara mitt. Sat og teiknaði í tímum í skólanum og þegar kennari spurði mig út í eitthvað þá svaraði ég út í hött.“Í fréttatilkynningu um þessa sýningu kemur fram að þér þyki æðisleg tilfinning að vera besti málari á Íslandi. Koma þau orð frá þínum hjartans innstu rótum eða ertu að grínast? „Ég fæ alls konar skilaboð gegnum Guð og æðri mátt. Þegar ég sest við píanóið þá upplifi ég mig besta píanóleikara í heimi og sama tilfinning grípur mig þegar ég geri myndlist. Ég er tvímælalaust besti performanslistamaður í heimi í dag og tel mig vera meðal fimm bestu málaranna. Það er mín upplifun og trú og vissa.“Þú selur þig þá dýrt, væntanlega? „Já, já. Ég hef það þannig að ef einhver hefur sérstaka ástríðu fyrir að eignast verk eftir mig þá met ég þá ástríðu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. mars 2017. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þó drifkrafturinn og ástríðan sé í gjörningum hjá mér þá er það málverkið sem er ódauðlegt. Svo er það varningur. Verk eru framlenging af listamanninum og fólk vill alltaf eignast part af honum,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem opnar málverkasýningu klukkan 17 í dag í Gallery O við höfuðstöðvar Orange Project/Regus í Ármúla 4-6 í Reykjavík. Snorri hefur komið víða við á ferlinum og kveðst yfirleitt skotnastur í þeim verkum sem hann sé að fást við hverju sinni. Hann hefur verið í framboði til forseta Íslands og formanns Sjálfstæðisflokksins. Spurður hvort hann líti á slík framboð sem listgjörning svarar hann: „Það er frekar að þau séu flokkuð þannig en að ég setji mig í þær stellingar að ég sé að gera listaverk. Þegar maður er úthrópaður listamaður þá heitir allt list sem maður gerir.“Hefur þá listamaður leyfi til að gera hvað sem er? „Forsendurnar á bak við verknaðinn skipta öllu máli. Gjörningarnir mínir eru allt annað en málverkin en þegar fólk þekkir sögu mína þá sér það tenginguna. Allt hefur með mig og mína upplifun að gera og þegar ég fer í framboð þá á ég í samtali við samfélagið. En mér finnst ég hafa verið svo oft í þessari jarðvist áður og sú upplifun snýst upp í virðingarleysi við viðteknar venjur, stjórnmálaflokka og kerfi.“Hvernig varstu sem krakki? „Ég var krónískur óþekktarangi, eins og nafnið á sýningunni gefur til kynna og þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert. Ekki það að ég væri með stöðugt uppistand. Ég var eins og köttur, gerði bara mitt. Sat og teiknaði í tímum í skólanum og þegar kennari spurði mig út í eitthvað þá svaraði ég út í hött.“Í fréttatilkynningu um þessa sýningu kemur fram að þér þyki æðisleg tilfinning að vera besti málari á Íslandi. Koma þau orð frá þínum hjartans innstu rótum eða ertu að grínast? „Ég fæ alls konar skilaboð gegnum Guð og æðri mátt. Þegar ég sest við píanóið þá upplifi ég mig besta píanóleikara í heimi og sama tilfinning grípur mig þegar ég geri myndlist. Ég er tvímælalaust besti performanslistamaður í heimi í dag og tel mig vera meðal fimm bestu málaranna. Það er mín upplifun og trú og vissa.“Þú selur þig þá dýrt, væntanlega? „Já, já. Ég hef það þannig að ef einhver hefur sérstaka ástríðu fyrir að eignast verk eftir mig þá met ég þá ástríðu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. mars 2017.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira