Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2017 19:36 Frá slysstað. mynd/rannsónarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð í Ártúnsbrekku í desember 2015 þegar hjólreiðarmaður lést eftir að ökumaður leigbifreiðar ók aftan á hann. Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi orðið klukkan 6:30 um morguninn: „Myrkur var úti, frost, lítill vindur og engin ofankoma. Á slysstað er vegurinn með aðgreindar akstursstefnur og þrjár akreinar í hvora átt auk að- og fráreina. Hámarkshraði á þessum stað er 80 km/klst. Slysið bar að með þeim hætti að hjólreiðamaður hjólaði inn á veginn, annað hvort frá bensínstöð sem þarna er eða frá stíg við strætisvagna biðstöð örlítið austar. Á sama tíma var leigubifreið ekið upp Ártúnsbrekku. Ökumaður bifreiðarinnar varð hjólreiðamannsins ekki var fyrr en rétt áður en hann ók aftan á hjólreiðamanninn með þeim afleiðingum að hjólreiðamaðurinkastaðist upp á framrúðu bifreiðarinnar og þaðan í götuna og hlaut banvæna áverka. Bifreiðin var á akreininni lengst til hægri upp Ártúnsbrekku á leið undir Höfðabakkabrú, eða á þriðju akrein frá vinstri. Einn farþegi sat í aftursæti leigubifreiðarinnar. Bar frásögn farþega og ökumanns saman um atburðarrásina. Sá hvorugur þeirrahjólreiðamanninn fyrr en rétt áður en til árekstrar kom. Sveigði ökumaður þá þegar til vinstri sem reyndist of seint og hann náði ekki að forða slysinu,“ segir um slysið í skýrslunni. Í orsakagreiningu skýrslunnar segir að vegurinn sé hættulegur fyrir hjólreiðamenn, hjólreiðamaðurinn hafi ekki gætt nægilegrar aðgæslu með því að hjóla á veginum og ökumaðurinn hafi ekki verið með fulla athygli við aksturinn og hafi segið hjólreiðamanninn of seint. Þá hafi ökumaðurinn verið yfir leyfilegum hámarkshraða, skyggni framrúðu bílsins hafi verið skert og sýnileiki hjólreiðamannsins var ekki eins og best verður á kosið. Rannsóknarnefndin leggur svo fram tillögur í öryggisátt og eins og áður segir felur ein þeirra það í sér að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbý li þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þá er jafnframt lagt til að innanríkisráðuneytið taki reglugerð um gerð og búnað hjólreiða til endurskoðunar og beinir því til eigenda leigubíla að hafa það í huga að óheimilt sé að hafa „hvers konar aukahluti innan á eða innan við framrúðu og fremstu hliðarrúðu sem geta takmarkað sýn.“Skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa má nálgast í heild sinni hér. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð í Ártúnsbrekku í desember 2015 þegar hjólreiðarmaður lést eftir að ökumaður leigbifreiðar ók aftan á hann. Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi orðið klukkan 6:30 um morguninn: „Myrkur var úti, frost, lítill vindur og engin ofankoma. Á slysstað er vegurinn með aðgreindar akstursstefnur og þrjár akreinar í hvora átt auk að- og fráreina. Hámarkshraði á þessum stað er 80 km/klst. Slysið bar að með þeim hætti að hjólreiðamaður hjólaði inn á veginn, annað hvort frá bensínstöð sem þarna er eða frá stíg við strætisvagna biðstöð örlítið austar. Á sama tíma var leigubifreið ekið upp Ártúnsbrekku. Ökumaður bifreiðarinnar varð hjólreiðamannsins ekki var fyrr en rétt áður en hann ók aftan á hjólreiðamanninn með þeim afleiðingum að hjólreiðamaðurinkastaðist upp á framrúðu bifreiðarinnar og þaðan í götuna og hlaut banvæna áverka. Bifreiðin var á akreininni lengst til hægri upp Ártúnsbrekku á leið undir Höfðabakkabrú, eða á þriðju akrein frá vinstri. Einn farþegi sat í aftursæti leigubifreiðarinnar. Bar frásögn farþega og ökumanns saman um atburðarrásina. Sá hvorugur þeirrahjólreiðamanninn fyrr en rétt áður en til árekstrar kom. Sveigði ökumaður þá þegar til vinstri sem reyndist of seint og hann náði ekki að forða slysinu,“ segir um slysið í skýrslunni. Í orsakagreiningu skýrslunnar segir að vegurinn sé hættulegur fyrir hjólreiðamenn, hjólreiðamaðurinn hafi ekki gætt nægilegrar aðgæslu með því að hjóla á veginum og ökumaðurinn hafi ekki verið með fulla athygli við aksturinn og hafi segið hjólreiðamanninn of seint. Þá hafi ökumaðurinn verið yfir leyfilegum hámarkshraða, skyggni framrúðu bílsins hafi verið skert og sýnileiki hjólreiðamannsins var ekki eins og best verður á kosið. Rannsóknarnefndin leggur svo fram tillögur í öryggisátt og eins og áður segir felur ein þeirra það í sér að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbý li þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þá er jafnframt lagt til að innanríkisráðuneytið taki reglugerð um gerð og búnað hjólreiða til endurskoðunar og beinir því til eigenda leigubíla að hafa það í huga að óheimilt sé að hafa „hvers konar aukahluti innan á eða innan við framrúðu og fremstu hliðarrúðu sem geta takmarkað sýn.“Skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa má nálgast í heild sinni hér.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira