Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2017 19:36 Frá slysstað. mynd/rannsónarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð í Ártúnsbrekku í desember 2015 þegar hjólreiðarmaður lést eftir að ökumaður leigbifreiðar ók aftan á hann. Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi orðið klukkan 6:30 um morguninn: „Myrkur var úti, frost, lítill vindur og engin ofankoma. Á slysstað er vegurinn með aðgreindar akstursstefnur og þrjár akreinar í hvora átt auk að- og fráreina. Hámarkshraði á þessum stað er 80 km/klst. Slysið bar að með þeim hætti að hjólreiðamaður hjólaði inn á veginn, annað hvort frá bensínstöð sem þarna er eða frá stíg við strætisvagna biðstöð örlítið austar. Á sama tíma var leigubifreið ekið upp Ártúnsbrekku. Ökumaður bifreiðarinnar varð hjólreiðamannsins ekki var fyrr en rétt áður en hann ók aftan á hjólreiðamanninn með þeim afleiðingum að hjólreiðamaðurinkastaðist upp á framrúðu bifreiðarinnar og þaðan í götuna og hlaut banvæna áverka. Bifreiðin var á akreininni lengst til hægri upp Ártúnsbrekku á leið undir Höfðabakkabrú, eða á þriðju akrein frá vinstri. Einn farþegi sat í aftursæti leigubifreiðarinnar. Bar frásögn farþega og ökumanns saman um atburðarrásina. Sá hvorugur þeirrahjólreiðamanninn fyrr en rétt áður en til árekstrar kom. Sveigði ökumaður þá þegar til vinstri sem reyndist of seint og hann náði ekki að forða slysinu,“ segir um slysið í skýrslunni. Í orsakagreiningu skýrslunnar segir að vegurinn sé hættulegur fyrir hjólreiðamenn, hjólreiðamaðurinn hafi ekki gætt nægilegrar aðgæslu með því að hjóla á veginum og ökumaðurinn hafi ekki verið með fulla athygli við aksturinn og hafi segið hjólreiðamanninn of seint. Þá hafi ökumaðurinn verið yfir leyfilegum hámarkshraða, skyggni framrúðu bílsins hafi verið skert og sýnileiki hjólreiðamannsins var ekki eins og best verður á kosið. Rannsóknarnefndin leggur svo fram tillögur í öryggisátt og eins og áður segir felur ein þeirra það í sér að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbý li þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þá er jafnframt lagt til að innanríkisráðuneytið taki reglugerð um gerð og búnað hjólreiða til endurskoðunar og beinir því til eigenda leigubíla að hafa það í huga að óheimilt sé að hafa „hvers konar aukahluti innan á eða innan við framrúðu og fremstu hliðarrúðu sem geta takmarkað sýn.“Skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa má nálgast í heild sinni hér. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð í Ártúnsbrekku í desember 2015 þegar hjólreiðarmaður lést eftir að ökumaður leigbifreiðar ók aftan á hann. Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi orðið klukkan 6:30 um morguninn: „Myrkur var úti, frost, lítill vindur og engin ofankoma. Á slysstað er vegurinn með aðgreindar akstursstefnur og þrjár akreinar í hvora átt auk að- og fráreina. Hámarkshraði á þessum stað er 80 km/klst. Slysið bar að með þeim hætti að hjólreiðamaður hjólaði inn á veginn, annað hvort frá bensínstöð sem þarna er eða frá stíg við strætisvagna biðstöð örlítið austar. Á sama tíma var leigubifreið ekið upp Ártúnsbrekku. Ökumaður bifreiðarinnar varð hjólreiðamannsins ekki var fyrr en rétt áður en hann ók aftan á hjólreiðamanninn með þeim afleiðingum að hjólreiðamaðurinkastaðist upp á framrúðu bifreiðarinnar og þaðan í götuna og hlaut banvæna áverka. Bifreiðin var á akreininni lengst til hægri upp Ártúnsbrekku á leið undir Höfðabakkabrú, eða á þriðju akrein frá vinstri. Einn farþegi sat í aftursæti leigubifreiðarinnar. Bar frásögn farþega og ökumanns saman um atburðarrásina. Sá hvorugur þeirrahjólreiðamanninn fyrr en rétt áður en til árekstrar kom. Sveigði ökumaður þá þegar til vinstri sem reyndist of seint og hann náði ekki að forða slysinu,“ segir um slysið í skýrslunni. Í orsakagreiningu skýrslunnar segir að vegurinn sé hættulegur fyrir hjólreiðamenn, hjólreiðamaðurinn hafi ekki gætt nægilegrar aðgæslu með því að hjóla á veginum og ökumaðurinn hafi ekki verið með fulla athygli við aksturinn og hafi segið hjólreiðamanninn of seint. Þá hafi ökumaðurinn verið yfir leyfilegum hámarkshraða, skyggni framrúðu bílsins hafi verið skert og sýnileiki hjólreiðamannsins var ekki eins og best verður á kosið. Rannsóknarnefndin leggur svo fram tillögur í öryggisátt og eins og áður segir felur ein þeirra það í sér að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbý li þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þá er jafnframt lagt til að innanríkisráðuneytið taki reglugerð um gerð og búnað hjólreiða til endurskoðunar og beinir því til eigenda leigubíla að hafa það í huga að óheimilt sé að hafa „hvers konar aukahluti innan á eða innan við framrúðu og fremstu hliðarrúðu sem geta takmarkað sýn.“Skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa má nálgast í heild sinni hér.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira