Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2017 19:36 Frá slysstað. mynd/rannsónarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð í Ártúnsbrekku í desember 2015 þegar hjólreiðarmaður lést eftir að ökumaður leigbifreiðar ók aftan á hann. Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi orðið klukkan 6:30 um morguninn: „Myrkur var úti, frost, lítill vindur og engin ofankoma. Á slysstað er vegurinn með aðgreindar akstursstefnur og þrjár akreinar í hvora átt auk að- og fráreina. Hámarkshraði á þessum stað er 80 km/klst. Slysið bar að með þeim hætti að hjólreiðamaður hjólaði inn á veginn, annað hvort frá bensínstöð sem þarna er eða frá stíg við strætisvagna biðstöð örlítið austar. Á sama tíma var leigubifreið ekið upp Ártúnsbrekku. Ökumaður bifreiðarinnar varð hjólreiðamannsins ekki var fyrr en rétt áður en hann ók aftan á hjólreiðamanninn með þeim afleiðingum að hjólreiðamaðurinkastaðist upp á framrúðu bifreiðarinnar og þaðan í götuna og hlaut banvæna áverka. Bifreiðin var á akreininni lengst til hægri upp Ártúnsbrekku á leið undir Höfðabakkabrú, eða á þriðju akrein frá vinstri. Einn farþegi sat í aftursæti leigubifreiðarinnar. Bar frásögn farþega og ökumanns saman um atburðarrásina. Sá hvorugur þeirrahjólreiðamanninn fyrr en rétt áður en til árekstrar kom. Sveigði ökumaður þá þegar til vinstri sem reyndist of seint og hann náði ekki að forða slysinu,“ segir um slysið í skýrslunni. Í orsakagreiningu skýrslunnar segir að vegurinn sé hættulegur fyrir hjólreiðamenn, hjólreiðamaðurinn hafi ekki gætt nægilegrar aðgæslu með því að hjóla á veginum og ökumaðurinn hafi ekki verið með fulla athygli við aksturinn og hafi segið hjólreiðamanninn of seint. Þá hafi ökumaðurinn verið yfir leyfilegum hámarkshraða, skyggni framrúðu bílsins hafi verið skert og sýnileiki hjólreiðamannsins var ekki eins og best verður á kosið. Rannsóknarnefndin leggur svo fram tillögur í öryggisátt og eins og áður segir felur ein þeirra það í sér að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbý li þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þá er jafnframt lagt til að innanríkisráðuneytið taki reglugerð um gerð og búnað hjólreiða til endurskoðunar og beinir því til eigenda leigubíla að hafa það í huga að óheimilt sé að hafa „hvers konar aukahluti innan á eða innan við framrúðu og fremstu hliðarrúðu sem geta takmarkað sýn.“Skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa má nálgast í heild sinni hér. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð í Ártúnsbrekku í desember 2015 þegar hjólreiðarmaður lést eftir að ökumaður leigbifreiðar ók aftan á hann. Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi orðið klukkan 6:30 um morguninn: „Myrkur var úti, frost, lítill vindur og engin ofankoma. Á slysstað er vegurinn með aðgreindar akstursstefnur og þrjár akreinar í hvora átt auk að- og fráreina. Hámarkshraði á þessum stað er 80 km/klst. Slysið bar að með þeim hætti að hjólreiðamaður hjólaði inn á veginn, annað hvort frá bensínstöð sem þarna er eða frá stíg við strætisvagna biðstöð örlítið austar. Á sama tíma var leigubifreið ekið upp Ártúnsbrekku. Ökumaður bifreiðarinnar varð hjólreiðamannsins ekki var fyrr en rétt áður en hann ók aftan á hjólreiðamanninn með þeim afleiðingum að hjólreiðamaðurinkastaðist upp á framrúðu bifreiðarinnar og þaðan í götuna og hlaut banvæna áverka. Bifreiðin var á akreininni lengst til hægri upp Ártúnsbrekku á leið undir Höfðabakkabrú, eða á þriðju akrein frá vinstri. Einn farþegi sat í aftursæti leigubifreiðarinnar. Bar frásögn farþega og ökumanns saman um atburðarrásina. Sá hvorugur þeirrahjólreiðamanninn fyrr en rétt áður en til árekstrar kom. Sveigði ökumaður þá þegar til vinstri sem reyndist of seint og hann náði ekki að forða slysinu,“ segir um slysið í skýrslunni. Í orsakagreiningu skýrslunnar segir að vegurinn sé hættulegur fyrir hjólreiðamenn, hjólreiðamaðurinn hafi ekki gætt nægilegrar aðgæslu með því að hjóla á veginum og ökumaðurinn hafi ekki verið með fulla athygli við aksturinn og hafi segið hjólreiðamanninn of seint. Þá hafi ökumaðurinn verið yfir leyfilegum hámarkshraða, skyggni framrúðu bílsins hafi verið skert og sýnileiki hjólreiðamannsins var ekki eins og best verður á kosið. Rannsóknarnefndin leggur svo fram tillögur í öryggisátt og eins og áður segir felur ein þeirra það í sér að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbý li þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þá er jafnframt lagt til að innanríkisráðuneytið taki reglugerð um gerð og búnað hjólreiða til endurskoðunar og beinir því til eigenda leigubíla að hafa það í huga að óheimilt sé að hafa „hvers konar aukahluti innan á eða innan við framrúðu og fremstu hliðarrúðu sem geta takmarkað sýn.“Skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa má nálgast í heild sinni hér.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira