Slökkvifroðunni snjóaði þéttar en hundslappadrífu Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2017 21:36 Starfsmenn Icelandair, Brunavarna Suðurnesja og verktaka, sem koma að smíðinni, fylgdust með prófun slökkvikerfisins. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Starfsmenn Icelandair á Keflavíkurflugvelli komust í jólaskap í dag þegar slökkvifroðu snjóaði niður í nýtt flugskýli þegar eldvarnarbúnaður þess var reyndur. Um eitthundrað störf verða til með nýja verkstæðinu sem kostar á fjórða milljarð króna. Myndir voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Þótt skýlið teljist ekki stærsta bygging á Íslandi kemst það samt á metalista sem sú bygging sem hefur lengsta hafið á milli burðarveggja, sem spannar 97 metra. Og skýlishurðin slær einnig met sem stærsta hurð Íslands. Gamla skýlið þótti bylting fyrir 24 árum en margföldun flugflotans kallar á meira rými. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Icelandair, segir að þegar gamla skýlið var byggt árið 1993 hafi það rúmað allar fimm þotur Icelandair. Núna séu þoturnar orðnar þrjátíu.Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Icelandair, í gamla flugskýlinu. Fyrir aftan er Boeing 757-300 þota í skoðun.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Jens segir lungann af stórskoðunum hafa verið farinn úr landi en nú verði þær fluttar að mestu til Íslands. Nýja skýlið geri félaginu kleift að sinna öllum þeim skoðunum sem það vilji sinna. Og þetta þýðir eitthundrað ný störf, þar af sextíu flugvirkja. „Ég vil alltaf kalla þetta eitt af stærstu þekkingarfyrirtækjum landsins, tæknisviðið. Þetta er hátæknivinna,” segir Jens um störfin í flugskýlinu. Stefnt er að því að fyrstu þoturnar fari inn í nýja skýlið í byrjun nóvember. En áður en það gerist þarf að ganga úr skugga um að allur búnaður virki, þar á meðal slökkvikerfi. Og menn biðu spenntir að sjá það prófað. Skyndilega opnuðust gáttirnar og slökkvifroðunni snjóaði úr loftinu í ótrúlegu magni og þéttar en nokkur hundslappadrífa. Allt flugskýlisgólfið fylltist af þriggja til fjögurra metra þykkri froðu á aðeins tveimur til þremur mínútum og ef menn verða varir við óvenjulegar sápukúlur eða fjúkandi froðu á Suðurnesjum í kvöld, þá gæti þetta verið skýringin. Innanhúss var prófuninni fagnað með lófaklappi.Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ice-eigna, var kátur eftir velheppnaða prófun. Fyrir aftan má sjá þykka froðuna yfir skýlisgólfinu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ég er bara kominn í jólaskap,” sagði Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ice-eigna, þegar hann horfði yfir froðufullt skýlisgólfið. „Það hefur greinilega tekist, þessi tilraun okkar, sem er búin að standa yfir frá því við byrjuðum á þessu verkefni. Þetta er bara að lukkast mjög vel.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32 Svona fylla menn flugskýli af froðu á þrem mínútum Prófun slökkvibúnaðar nýs flugskýlis Icelandair á Keflavíkurflugvelli í gær þótti mögnuð. Þar liðu aðeins tvær til þrjár mínútur frá því slökkvikerfið var ræst þar til tíu þúsund fermetra gólfflötur var orðinn þakinn þriggja til fjögurra metra þykkri slökkvifroðu. 20. október 2017 12:51 Byggja rúmlega þrettán þúsund fermetra flugskýli á Keflavíkurflugvelli Icelandair hyggst sinna öllu sínu viðhaldsstarfi hér á landi. 6. júní 2016 18:07 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira
Starfsmenn Icelandair á Keflavíkurflugvelli komust í jólaskap í dag þegar slökkvifroðu snjóaði niður í nýtt flugskýli þegar eldvarnarbúnaður þess var reyndur. Um eitthundrað störf verða til með nýja verkstæðinu sem kostar á fjórða milljarð króna. Myndir voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Þótt skýlið teljist ekki stærsta bygging á Íslandi kemst það samt á metalista sem sú bygging sem hefur lengsta hafið á milli burðarveggja, sem spannar 97 metra. Og skýlishurðin slær einnig met sem stærsta hurð Íslands. Gamla skýlið þótti bylting fyrir 24 árum en margföldun flugflotans kallar á meira rými. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Icelandair, segir að þegar gamla skýlið var byggt árið 1993 hafi það rúmað allar fimm þotur Icelandair. Núna séu þoturnar orðnar þrjátíu.Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Icelandair, í gamla flugskýlinu. Fyrir aftan er Boeing 757-300 þota í skoðun.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Jens segir lungann af stórskoðunum hafa verið farinn úr landi en nú verði þær fluttar að mestu til Íslands. Nýja skýlið geri félaginu kleift að sinna öllum þeim skoðunum sem það vilji sinna. Og þetta þýðir eitthundrað ný störf, þar af sextíu flugvirkja. „Ég vil alltaf kalla þetta eitt af stærstu þekkingarfyrirtækjum landsins, tæknisviðið. Þetta er hátæknivinna,” segir Jens um störfin í flugskýlinu. Stefnt er að því að fyrstu þoturnar fari inn í nýja skýlið í byrjun nóvember. En áður en það gerist þarf að ganga úr skugga um að allur búnaður virki, þar á meðal slökkvikerfi. Og menn biðu spenntir að sjá það prófað. Skyndilega opnuðust gáttirnar og slökkvifroðunni snjóaði úr loftinu í ótrúlegu magni og þéttar en nokkur hundslappadrífa. Allt flugskýlisgólfið fylltist af þriggja til fjögurra metra þykkri froðu á aðeins tveimur til þremur mínútum og ef menn verða varir við óvenjulegar sápukúlur eða fjúkandi froðu á Suðurnesjum í kvöld, þá gæti þetta verið skýringin. Innanhúss var prófuninni fagnað með lófaklappi.Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ice-eigna, var kátur eftir velheppnaða prófun. Fyrir aftan má sjá þykka froðuna yfir skýlisgólfinu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ég er bara kominn í jólaskap,” sagði Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ice-eigna, þegar hann horfði yfir froðufullt skýlisgólfið. „Það hefur greinilega tekist, þessi tilraun okkar, sem er búin að standa yfir frá því við byrjuðum á þessu verkefni. Þetta er bara að lukkast mjög vel.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32 Svona fylla menn flugskýli af froðu á þrem mínútum Prófun slökkvibúnaðar nýs flugskýlis Icelandair á Keflavíkurflugvelli í gær þótti mögnuð. Þar liðu aðeins tvær til þrjár mínútur frá því slökkvikerfið var ræst þar til tíu þúsund fermetra gólfflötur var orðinn þakinn þriggja til fjögurra metra þykkri slökkvifroðu. 20. október 2017 12:51 Byggja rúmlega þrettán þúsund fermetra flugskýli á Keflavíkurflugvelli Icelandair hyggst sinna öllu sínu viðhaldsstarfi hér á landi. 6. júní 2016 18:07 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira
Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32
Svona fylla menn flugskýli af froðu á þrem mínútum Prófun slökkvibúnaðar nýs flugskýlis Icelandair á Keflavíkurflugvelli í gær þótti mögnuð. Þar liðu aðeins tvær til þrjár mínútur frá því slökkvikerfið var ræst þar til tíu þúsund fermetra gólfflötur var orðinn þakinn þriggja til fjögurra metra þykkri slökkvifroðu. 20. október 2017 12:51
Byggja rúmlega þrettán þúsund fermetra flugskýli á Keflavíkurflugvelli Icelandair hyggst sinna öllu sínu viðhaldsstarfi hér á landi. 6. júní 2016 18:07