Titringur innan Viðreisnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra er formaður Viðreisnar. Hópur innan Viðreisnar hefur kallað eftir því að aukalandsþing verði haldið til að hægt sé að kjósa um forystu flokksins og leggja línurnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Ágreiningur er innan flokksins um hvort það sé ákjósanlegt eður ei. Viðreisn er ungur flokkur en stofnfundur hans var haldinn fyrir rétt rúmum þrettán mánuðum. Fyrsta landsþing hans fór fram í lok septembermánaðar í fyrra. Í lögum flokksins segir að landsþing skuli haldin á tveggja ára fresti en þó sé stjórn flokksins heimilt að boða til auka landsþings þegar þurfa þyki. Á auka landsþingi er heimilt að kjósa um embætti formanns og varaformanns. Flokkurinn hefur lýst því yfir að hann hyggi á framboð í sveitarstjórnarkosningunum en heimildarmenn Fréttablaðsins, úr röðum Viðreisnar, telja að fólk veigri sér við að bjóða fram fyrir flokkinn við núverandi ástand. Stefna flokksins í málum sveitarfélaga liggi ekki fyrir og ekki liggi í augum uppi hvernig flokkurinn ætli að marka sér sérstöðu. Sömu heimildarmenn segja að nokkurrar beiskju gæti einnig vegna illa ígrundaðra yfirlýsinga formannsins í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Af þeim flokksmönnum, sem vilja flýta landsþingi og Fréttablaðið ræddi við, eru nokkrir sem telja rétt að kosið verði um forystu flokksins. Með því móti fái núverandi forysta aukið umboð eða nýtt fólk taki við og ráði för í kosningunum næsta vor. „Það lýsir ekki vantrausti þó rætt sé um að flýta þinginu. Það getur þvert á móti orðið til þess að styrkja stöðu forystunnar. Hins vegar ætti það ekki að koma neinum á óvart að flokksmenn flokks sem mælist með um fimm prósent ræði þetta,“ segir einn Viðreisnarmaður sem Fréttablaðið ræddi við. Að óbreyttu fer landsþing flokksins fram í upphafi næsta árs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Hópur innan Viðreisnar hefur kallað eftir því að aukalandsþing verði haldið til að hægt sé að kjósa um forystu flokksins og leggja línurnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Ágreiningur er innan flokksins um hvort það sé ákjósanlegt eður ei. Viðreisn er ungur flokkur en stofnfundur hans var haldinn fyrir rétt rúmum þrettán mánuðum. Fyrsta landsþing hans fór fram í lok septembermánaðar í fyrra. Í lögum flokksins segir að landsþing skuli haldin á tveggja ára fresti en þó sé stjórn flokksins heimilt að boða til auka landsþings þegar þurfa þyki. Á auka landsþingi er heimilt að kjósa um embætti formanns og varaformanns. Flokkurinn hefur lýst því yfir að hann hyggi á framboð í sveitarstjórnarkosningunum en heimildarmenn Fréttablaðsins, úr röðum Viðreisnar, telja að fólk veigri sér við að bjóða fram fyrir flokkinn við núverandi ástand. Stefna flokksins í málum sveitarfélaga liggi ekki fyrir og ekki liggi í augum uppi hvernig flokkurinn ætli að marka sér sérstöðu. Sömu heimildarmenn segja að nokkurrar beiskju gæti einnig vegna illa ígrundaðra yfirlýsinga formannsins í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Af þeim flokksmönnum, sem vilja flýta landsþingi og Fréttablaðið ræddi við, eru nokkrir sem telja rétt að kosið verði um forystu flokksins. Með því móti fái núverandi forysta aukið umboð eða nýtt fólk taki við og ráði för í kosningunum næsta vor. „Það lýsir ekki vantrausti þó rætt sé um að flýta þinginu. Það getur þvert á móti orðið til þess að styrkja stöðu forystunnar. Hins vegar ætti það ekki að koma neinum á óvart að flokksmenn flokks sem mælist með um fimm prósent ræði þetta,“ segir einn Viðreisnarmaður sem Fréttablaðið ræddi við. Að óbreyttu fer landsþing flokksins fram í upphafi næsta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira