Á abstraktlínu en þó með tengingar við raunheima Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2017 10:45 Maður hefur á tilfinningunni að eitthvað sé nýbúið að gerast, segir Davíð Örn í Hverfisgalleríi. Vísir/Ernir Litrík verk mæta augum í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu í Reykjavík. Sum þeirra eru máluð á gamla nytjahluti og teygja sig jafnvel út á veggina. Sýningin ber titilinn River únd bátur og sýnandinn Davíð Örn Halldórson segir hana fjalla um forgengileika listamannsins. Kveðst þó ekki vera að segja sögur, ekki í þetta skiptið. „En maður fær á tilfinninguna að eitthvað sé nýbúið að gerast eða eitthvað sé að fara að gerast,“ segir hann og bætir við til skýringar: „Málverkin mín eru þannig að þau eru á einhverri línu sem er abstrakt en þó með tengingar við raunheima, samt eru engar fígúrur, engar persónur, heldur táknmyndir sem koma fram, kannski blóm? – hvað sem er.“Skrifborð nefnist þetta verk sem er 71x100 cm.Davíð Örn segir titla verkanna annaðhvort hjálpa fólki að ráða í þau eða villa algerlega fyrir. „Það eru bara mínir eigin prívat brandarar sem hjálpa mér að muna hvaða málverk er um að ræða. Engar algerlega heilagar reglur.“ Hann notar húsgögn og hurðir og hvað sem er til að mála á. Fer hann kannski í hús og málar á gamlar hurðir fyrir fólk? „Ha, ha, nei, en ég hef málað eitt borðstofuborð fyrir vinafólk mitt. Ég er með opna vinnustofu, ef fólk er að henda einhverju sem ég gæti nýtt mér.Brúðarbíllinn – brúðubíllinn 43x152 cm.Á þessari sýningu eru nokkrar myndir málaðar á skáphurðir úr sömu innréttingunni. Svo eru hér tvær borðplötur, önnur úr leikskóla og hin grunnskóla,“ bendir hann á og hefur augljóslega leyft gömlum tölustöfum að halda sér á annarri plötunni. Er alltaf gaman hjá honum í vinnunni? „Já, já. Núna er ég samt kominn í frí. Málið er að ég er búinn að vanrækja tíu mánaða son minn og heimili síðustu vikur og er að reyna að bæta það upp nú þegar ég er búinn að ýta sýningunni úr vör. Síðar stilli ég upp nýrri vinnustofu og byrja að mála fyrir næstu sýningu. Það kemur að því.“ Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Litrík verk mæta augum í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu í Reykjavík. Sum þeirra eru máluð á gamla nytjahluti og teygja sig jafnvel út á veggina. Sýningin ber titilinn River únd bátur og sýnandinn Davíð Örn Halldórson segir hana fjalla um forgengileika listamannsins. Kveðst þó ekki vera að segja sögur, ekki í þetta skiptið. „En maður fær á tilfinninguna að eitthvað sé nýbúið að gerast eða eitthvað sé að fara að gerast,“ segir hann og bætir við til skýringar: „Málverkin mín eru þannig að þau eru á einhverri línu sem er abstrakt en þó með tengingar við raunheima, samt eru engar fígúrur, engar persónur, heldur táknmyndir sem koma fram, kannski blóm? – hvað sem er.“Skrifborð nefnist þetta verk sem er 71x100 cm.Davíð Örn segir titla verkanna annaðhvort hjálpa fólki að ráða í þau eða villa algerlega fyrir. „Það eru bara mínir eigin prívat brandarar sem hjálpa mér að muna hvaða málverk er um að ræða. Engar algerlega heilagar reglur.“ Hann notar húsgögn og hurðir og hvað sem er til að mála á. Fer hann kannski í hús og málar á gamlar hurðir fyrir fólk? „Ha, ha, nei, en ég hef málað eitt borðstofuborð fyrir vinafólk mitt. Ég er með opna vinnustofu, ef fólk er að henda einhverju sem ég gæti nýtt mér.Brúðarbíllinn – brúðubíllinn 43x152 cm.Á þessari sýningu eru nokkrar myndir málaðar á skáphurðir úr sömu innréttingunni. Svo eru hér tvær borðplötur, önnur úr leikskóla og hin grunnskóla,“ bendir hann á og hefur augljóslega leyft gömlum tölustöfum að halda sér á annarri plötunni. Er alltaf gaman hjá honum í vinnunni? „Já, já. Núna er ég samt kominn í frí. Málið er að ég er búinn að vanrækja tíu mánaða son minn og heimili síðustu vikur og er að reyna að bæta það upp nú þegar ég er búinn að ýta sýningunni úr vör. Síðar stilli ég upp nýrri vinnustofu og byrja að mála fyrir næstu sýningu. Það kemur að því.“
Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög