„Tyrkirnir spila á hljóðfæri sem við á Vesturlöndum þekkjum ekki mikið: borðharpa, alls konar slagverk og fleiri spennandi hlutir. Ég hef farið mikið til Tyrklands og Suðaustur-Evrópu til að stúdera þessa músík. Ég spila sjálfur á nokkur af þessum hljóðfærum.“
Tyrkirnir komast því miður ekki til landsins til að spila með Ásgeiri í kvöld og því hefur hann fengið með sér íslenska bandið Skuggamyndir frá Býsans, en það hefur verið starfandi síðustu sjö árin. Sigríður Thorlacius verður á svæðinu ásamt Sigrúnu Kristbjörgu Jónsdóttur sem spilar á fiðlu.
„Við munum spila þjóðlög frá ýmsum löndum, líka Íslandi – þannig að þetta verður svona tónlistarkokteill. Það verður enginn svikinn af því að kíkja – Skuggamyndirnar eru þekktar hjá þeim sem hlusta á austurevrópska og gríska tónlist, enda hafa þeir rosa mikið spilað á landinu auk þess að hafa gefið út tvær plötur.“
Tónleikarnir eru hluti tónleikaraðar Jazzklúbbsins Múlans og hefjast klukkan 21 í Björtuloftum í Hörpu.