Störukeppni Air Berlin og Isavia í fullum gangi Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2017 16:06 Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu, segir upplýsingafulltrúi Isavia um deilu félagsins við Air Berlin. Vísir/EPA „Við bara bíðum eftir greiðslum,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, en félagið kyrrsetti Airbus 320 farþegaþotu þýska flugfélagsins Air Berlin í síðustu viku. Isavia gerði það vegna skuldar þýska flugfélagsins við rekstrarfélag Keflavíkurflugvallar. Guðni segir þotuna enn á Keflavíkurflugvelli og þar verði hún þar til greiðsla berst. Viðræður hafa staðið yfir á milli Isavia og Air Berlin sem hafa þó ekki leitt til niðurstöðu. Spurður hvað Isavia muni gera berist greiðslan ekki svarar Guðni að Isavia trúi ekki öðru en að skuldin verði greidd. Ætlið þið að selja vélina upp í skuld? „Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu,“ svarar Guðni. Hann segir Isavia hafa þá stefnu að tala ekki um skuldastöðu viðskiptavina félagsins. „En hún er nógu há til að við grípum þessara aðgerða.“Guðni sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að söluvirði Airbus-þotunnar myndi svo sannarlega duga fyrir þessari skuld þýska flugfélagsins. Talsmaður Air Berlin sagði í samtali við Reuters í síðustu viku að hann teldi þessa kyrrsetningu ólöglega. Guðni sagði hins vegar við Stöð 2 að hún ætti sér stoð í lögum á Íslandi og benti á að farþegar hefðu þegar greitt þessi gjöld þegar þeir borguðu fyrir far með Air Berlin til Íslands.Í gærkvöldi birtist tilkynning á vef Samgöngustofu þar sem kom fram að þýska flugmálastjórnin hefði tilkynnt að Air Berlin myndi ekki starfa eftir 28. október næstkomandi og muni engin flug undir IATA kóða Air Berlín verða starfrækt. Flugrekendurnir Lufthansa, Eurowings, SWISS og Austrian Airline munu bjóða strandaglópum Air Berlin upp á heimflug frá 28. október til 15. nóvember næstkomandi. eir farþegar sem nýta sér þennan möguleika munu í kjölfarið fá helming heildarverðs nýja flugmiðans endurgreiddan. Þetta tilboð á við innan Evrópu en ekki innanlandsflug í Þýskalandi. Þar sem Air Berlin hefur þegar hætt flugi á lengri leiðum frá 15. október sl. og hefur tilkynnt að engir strandaglópar séu á lengri flugleiðum þá á þetta tilboð ekki við þar. Krafa um endurgreiðslu frá farþega verður að hafa borist fyrir 15. desember nk. Upplýsingar um þessi sérkjör verða kynnt á síðum þessara flugrekanda. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
„Við bara bíðum eftir greiðslum,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, en félagið kyrrsetti Airbus 320 farþegaþotu þýska flugfélagsins Air Berlin í síðustu viku. Isavia gerði það vegna skuldar þýska flugfélagsins við rekstrarfélag Keflavíkurflugvallar. Guðni segir þotuna enn á Keflavíkurflugvelli og þar verði hún þar til greiðsla berst. Viðræður hafa staðið yfir á milli Isavia og Air Berlin sem hafa þó ekki leitt til niðurstöðu. Spurður hvað Isavia muni gera berist greiðslan ekki svarar Guðni að Isavia trúi ekki öðru en að skuldin verði greidd. Ætlið þið að selja vélina upp í skuld? „Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu,“ svarar Guðni. Hann segir Isavia hafa þá stefnu að tala ekki um skuldastöðu viðskiptavina félagsins. „En hún er nógu há til að við grípum þessara aðgerða.“Guðni sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að söluvirði Airbus-þotunnar myndi svo sannarlega duga fyrir þessari skuld þýska flugfélagsins. Talsmaður Air Berlin sagði í samtali við Reuters í síðustu viku að hann teldi þessa kyrrsetningu ólöglega. Guðni sagði hins vegar við Stöð 2 að hún ætti sér stoð í lögum á Íslandi og benti á að farþegar hefðu þegar greitt þessi gjöld þegar þeir borguðu fyrir far með Air Berlin til Íslands.Í gærkvöldi birtist tilkynning á vef Samgöngustofu þar sem kom fram að þýska flugmálastjórnin hefði tilkynnt að Air Berlin myndi ekki starfa eftir 28. október næstkomandi og muni engin flug undir IATA kóða Air Berlín verða starfrækt. Flugrekendurnir Lufthansa, Eurowings, SWISS og Austrian Airline munu bjóða strandaglópum Air Berlin upp á heimflug frá 28. október til 15. nóvember næstkomandi. eir farþegar sem nýta sér þennan möguleika munu í kjölfarið fá helming heildarverðs nýja flugmiðans endurgreiddan. Þetta tilboð á við innan Evrópu en ekki innanlandsflug í Þýskalandi. Þar sem Air Berlin hefur þegar hætt flugi á lengri leiðum frá 15. október sl. og hefur tilkynnt að engir strandaglópar séu á lengri flugleiðum þá á þetta tilboð ekki við þar. Krafa um endurgreiðslu frá farþega verður að hafa borist fyrir 15. desember nk. Upplýsingar um þessi sérkjör verða kynnt á síðum þessara flugrekanda.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58
Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38